Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1928, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1928, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29 UatnsflóÐ í tondan. Yiku af janúar kom geisivöxtur í ána Thames. Þá höfðu að undan- förnu verið hríðar og var kominn mikill stjór á Suður-Englandi. En nú gerði hláku og aftakarigningu og kom þá svo mikið hlaup í ána, að yfirborð hennar varð 6 fetum liœrra en dæmi eru til. Sprengdi fljótið varnargarða á mörgum stöð um á bökkunum og geistist inn í London. Þetta var um miðja nótt og bar svo brátt að, að fólk gat elcki forðað sjer. Þeir, sem bjuggu í kjöllurum eða neðstu hæðum húsa, vöknuðu við það, að vatnið kom upp í rúmin. Flýði þá hver sem gat, á nærklæðum einum, en sumir fengu eigi komist út og druknuðu í svefnherbergjum sín- um. Er talið að 14 manns hafi druknað í miðri borginni, og hefði eflaust druknað miklu fleiri, ef lögregla og slökkvilið hefði ekki komið til hjálpar. Vatnið fór með beljandi hraða fram hjá þinghúsinu og víða á götunum, svo sem í grend við Charing Cross, Waterloo-brú og í Westminster var flóðið nokkur fet á dýpt. Tower og höllxerki- biskupsins af Kantaraborg stóðu eins og klettur úr hafi. A einum stað í Grosvenor Road kom flóðið yfir átta manna fjöl- skyldu; björguðust fimm með naumindum, en þrjú börn drukn- uðu. Vatnið komst inn í rafmagns- stöðvarnar og olli því miklum truflunum á neðanjarðar-spor- brautum. Eftir nokkra stund sljákkaði í fióðinu, en allar götur voru þá þaktar slími og alskonar rusli, sem áin hafði borið með sjer. Var þá þegar tekið að hlaða sandpok- um í skörðin, sem áin hafði brot- ið í varnargarðana. Sjest á mynd- inni hjer að ofan ein slík bráða- birgða viðgerð. Daginn eftir kom vöxtur í ána aftur og ruddi hún þá sandpok- unum burtu eins og fisum. Skamt frá Cusneybrú fór beljandi straum ur inn í borgina og út yfir leik- vang Raneleigh-klúbbsins og mynd aði þar stöðuvatn, sem náði yfir 20—30 ekrur. Páfinn dæmdur til dauða. Italskt blað, sem gefið er út í Rómaborg, skýrir nýlega frá því, að Vati- kanið hafi fengið tilkynningu frá Moskva, um það, að Bolsar liafi dæmt páfann til dauða fyrir það að hann hafi hjálpað andstæðing- um Bolsa og styrkt þá með fjár- framlögum. Tilkynningin er undirrituð af ýmsum mektarmönnum Boka, svo sem sjálfum höfuðpaurunum Rý- kow og Stalin. Gull — gull! Það er talið, að gullforði sá, sem til er í Banda- ríkjunum núna sje 20.000 miljóna virði. Og þó er þar ekki talið með það gull, sem fólkið hefir látið smella í fennur sínarj

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.