Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1931, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1931, Blaðsíða 2
218 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gjörnu trúarkröfur sínar, en á hinu leitinu hin nýrri írjálshuga heimspeki, sem hann þá óðum var að kynnast. Að lokum afrjeð hann að helga sig heimspekinni og frjálsum rannsóknum einvörðungu og með riti sínu: Den antikke Opfattelse af den menneskelige Villie (1870) komst hann að liáskólann sem einkadócent. — Ekki varð hann þó prófessor þar íyr en 1883, eu frá þeim tíma og t'rain til 1915 varð hann aðalkenn- arinn í heimspeki. Sóttu fiestir at' iiinum yngri mentamönnum fyrirlestra hans og nálega allir ísl .stúdentar, er þar voru við nám, alt þangað til hann ljet af starfi sínu fyrir fult og alt. Fyrstu fyrirlestrarnir, sem hann flutti við háskólann, ræddu um hina nýrri heimspeki á Þýska- landi og Englandi (frá Kant fram tii Stuarts Mills). En svo tók hann haustið 1874 að flytja fyr- irlestra um helstu viðfangsefni heimspekinnar. Var þetta eins- konar inngangur að öllum hinum síðari störfum hans. Skifti hann viðfangsefnunum niður í sálfræði- leg, siðfræðileg, heimspekisögu- leg, heimspekileg og trúarleg við- fangsefni, og þeirri áætlun, sem liann þar setti sjer, fylgdi haini t'ram til hinnar síðustu stundar. Lagði hann einkum stund á hin sálfræðilegu og siðfræðilegu við- fangsefni á árunum 1875—87 ; frá 1887—95 lagði hann mesta stund á heimspekisöguna; en frá 1895— 1910 fekkst hann einkum við trúarleg og heimspekileg efni, og eftir þann tíma fram til 1920 og þar yfir við ýms smærri efni úr heimspekisögu, sálarfræði og sið- fræði. Skal nú drepið á þetta hvort fyrir sig nokkuru nánar. Höffding vann að sálarfræði sinni árin 1875—82 og kom hún út, að haustinu það ár. Þótti þetta merkilegt rit, þegar þafj kom út, og þykir raunar enn. Sálarfræði bygð á raunverulegum athugun- um, á ramvísindalegum grundvelli, þótti nýung þá og ekki síst á Norðurlöndum. Hefir hún nú kom- ið út 6 sinnum, það jeg veit, aukin og endurbætt, og verið snúið á 7 heimsmál. Sjálfur las jeg próf- arkir af 5. útgáfu og má því heita all kunnugur henni; en ekki gat jeg þá frekar heldur en nú orðið höf. algerlega sammála um ýmis aðalatriði hennar. Ágætlega lýsir Höffding því, hvernig meðvitundin rennur ým- ist smám saman eða ,alt í einu upp úr meðvitundarleysinu. Oer- ir' liann ráð fyrir einhverju, er svipi til meðvitundar, og nú er farið að nefna „undirvitund'', niðri undir skör vitundarinnar. En ekki getur hann frekar en aðrir gert nánari grein fyrir, hvað verði þess valdnndi, að eitthvað birtist fyrir hugskotssjónum manns. Mun það lengst af þyngsta ráð- gátan. Þó hefi jeg leyft mjer að benda á, að líkt og sjónmyndir myndist á -sjónhimnu vorri, þegar vjer horfum á eitthvað, kunni einskonar „innrit" að myndast í heilafrumum vorum, jafnóðum og vjer skynjum, og vakni þau aftur til starfs og meðvitundar, er vjer rifjum eitthvað upp fyrir oss, að . einhverju eða öllu leyti. Aðaleinkenni sálarlífs vors tel- ur Höffding samhæfingarstarfið (den syntetiske Virksomhed) og svipar honum þar til Kants. En samhæfingin á að lýsa sjer í því, að hugur vor í skynjun, endur- minningu og hugsun taki saman og búi til meira eða minna sam- feldar heildir úr ýmsum dreifð- um og oft gagnólíkum atriðum, er berast oss utan að í skynjan vorri. Þótt óneitanlega beri mjög mikið á þessu samhæfingarstarfi í allri hugsun vorn, leyfði jeg mjer við útkomu 5. útg. að and- mæla því, að það ætti sjer stað í skynjaninni; þar væri frekar um ós^álfráðan samruna að ræða, og skynmyndirnar bærust oss oft frá því fyrsta í heilu líki. óljósar að vísu í fyrstu, en síðan æ greini- legri og greininlegri. Lítur nú út fyrir, að nýjasta stefna í sálar- fræði, hin svonefnda Gestalt-Psych- ologfie Þjóðverja, sje einmitt að hallast á þessa sveifina. Hún held- ur l>ví fram, að skynjanir vorar rísi eins og lágmyndir (Reliefs) í heilu líki á baksviði tíma og rúms. Margt merkilegt mætti tilfæni úr sálarfræði Höffings, svo sem það, hvað alt sje hvað öðru af- stætt; en hjer er ekki rúm til þess. Það er þó til marks um ágæti þess- arar bókar, að þótt nú sje liðinn meira en hálfur mánnsaldur, síð- au höf. ljet af starfi, er hún enn notuð af tveim prófessorum há- skólans, enda mun hún jafnan verða. talin merkilegur bautasteinn sinna tíma. A úruuum 1882—87 reit Höff- ding Siðfræði (Etik). Mun það rit hafa haft einna- mest áhrif á hugi samlanda hans í siðferðis- og þjóðfjelagsmálum. Ekki hyggur Höffding, að unt sje að semja siðfræði, sem allir viðurkenni, því að svo margt sje sinnið sem skinnið og ekki sje þa-5 sama af öllum heimtandi, enda niisjöfn viðleitni manna, alt frá augnabliksnautnum og umhugsun um eiginhagsmuni upp í ósjer- plægið, ævilangt starf, að annara og jafnvel almannaheill. Er þetta að vísu rjett; en jeg hygg þó, að lijer sje aðeins um mismunandi stig siðferðilegs þroska að ræða, og að það sje heimtandi af hverj- um manni, enda honum sjálfum fyrir bestu, að hann nieti heill heildarinnar meir en sína eigin velferð. Höffding hallast sjálfur að hinni svonefndu velferðar- og mannúð- arstefnu í siðfræðinni, og er hún í því fólgin, að hver einstaklingur, ka.rl jafnt sem kona, eigi að ná sem mestum siðferðilegum og and- legum þroska, og að eigi megi fara með nokkurn mann sem þræl eða verkfræri í þágu annara. —¦ Vakti fj-rir honum svipuð hugsjón og fyrir Kant, að mannkynið myndaði að síðustu skipulagða lieild sjálfstæðra, en þó samhentra og samúðarríkra einstaklinga, er ynnu að sameiginlegri heill allra og gerðu skyldu sína í hvívetna. Á árunum 1887—92 vaim Höff- ding að Sögu hinnar nýrri heim- speki (Den nyere Filosofis Hi- storie) frá endufreisnartímabilinu fram til vorra daga. Er þetta mik- ið verk í 2 bindum og hefir hlotið viðurkenningu ýmissa sjerfræð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.