Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 2
386 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Jól og Heiðni. TJtdráttur úr ritgerðum eftir lögmann Pál Vídalín. VERT mannsbarn í landi voru veit hvað jól þýðiv — og veit þó alls ekki. Unglingar og öldurmenni vita það: að jól er sama sem fæð- ingarhátíð frelsarans. En þessi skilningur nær ekki alla leið, af því að jól er eldra orð í norrænu máli en kristnin sjálf. Páll lögmaður Vídalín hefir skýrt þetta orð í bók, sem nú er fágæt og heitir Skýringar yfir fornyrði lögbókar. Mjer kemur í hug, að gefa almenn- ingi reykinn af rjettum Víði- dals-spekingsins, sem var dótt- ursonur Arngríms lærða. Reyk- urinn einn af rjettum þessa fræðimanns, hefir í sjer meira næringarefni handa sálum vor- um en ljettmetið sem borið er á borð fyrir þær, oftast nær um jólaleytið. Þó að örðugt sje að finna uppruna orðsins jól, af því að það er til orðið í heiðnum sið, endur fyrir löngu, vil jeg kunn- gera það, sem mjer virðist orð- ið þýða i heiðni. Það þýðir þar: rikulega veislu. Þetta sanna jeg fyrst og fremst með vísu, sem Grani skáld kvað um hernað Haralds konungs harðráða í Danmörk, þar sem hjet Þjólar- nes á Jótlandi: s Dögglingur fjekk at drekka danskt blóð ara jóði; hörð frá jég hilmir gerði hugins jól við nes Þjólar. Ætt spornaði arnar all-vítt um val fallinn. Hold át vargr sem vildi (vel njóti hann þess) Jóta. Hjer er alt sem til veislu heyr- ir, handa boðsgestunum: ara- jóð þ. e. a. s. arnabörn fá danskt blóð að drekka. Ætt arnar spornaði þ. e. sparkaði um valinn. Vargur þ. e. úlfur- inn át hold Jóta eins og hann lysti; og þetta kallar skáldið hugins-jól, þ. e. hrafnsins-jól, sem konungur hafi gert fyrir Þjólarnesi, því að hrafninn er og meðal gestanna talinn að þessum jólúm — þ. e. ríku- legum sælgætisveitingum — er Dönum var hart úti að láta. Annað vitni mitt um það, að jól þýði veislu, er Sæmund- ar Edda í Lokasennu, þegar Loki gekk í höll Ægis, þar sem goðin öll — Æsirnir — sátu að veislu hjá Ægi í Hljeseyju: Inn skal ganga — Ægis hallir í á þat sumbl at sjá, jól ok áfó — færi ek ásasonum ok blend eg þeim svo meini _ A_. mjöð. Hann kveðst vilja sjá á sumbl, og færa þeim jól, þ. e. veislu og áfó, þ. e. áfengi. Þriðja vitnið, sem sannar að jól þýðir veisla, er í Eddu, þar sem björninn er nefndur finn- andi jóla, þ. e. krása eða veislu- fagnaðar, því að hann er fund- vís á bráð. Fjórða vitnið er nafn Óðins í Eddu: Jólnir, dregið af jól- um, því að Óðinn var höfundur blótveislna í fornum sið. — Það legg eg enn til þessa máls, að alþýða kallar það jóla-bál sem er. vel logandi, eld eða ljós. — Svo segir í Hávamálum: „Við eld skal öl drekka" og þá heitir gestaboðseldurinn jólabál, veislubál, gestboðslogi. Löngu síðar, þegar langeldarn- ir lögðust niður sem (jóla)-öl var borið um og Ólafur kyrri Noregsk'onungur hafið sett kon- ungshásæti fyrir þverpalli, komu þar mörg ljós í staðinn fyrir langeldana og færðist þá nafnið jólabál yfir á Ijósin og helst það enn í dag — segir Páll Vídalín. Nú mundi mjer verða svar- að á þessa leið: að þar sem jeg segi að jól þýði sama sem veisla, þá sje óviðfeldið að segja jóla- veisla, því að það væri sama sem veislu-veisla. Þar til liggja þau svör, að þetta málfar er eigi andhælislægra en hitt, að segja blótveisla, því að orðið blót merkir veislu. Þetta sann- ar Ólafs saga helga, þar sem hún segir frá Sigurði föður Ás- bjarnar Selsbana: „Hann var því vanur meðan heiðni var at hafa þrenn blót: eitt at vetur- nóttum, annat at miðjum vetri, þriðja at sumri. En síðan Sig- urðr fók við kristni, hjelt hann teknum hætti um veislurnar. En hafði þá um haustið vina- boð, en um veturinn jólaveislu, ok bauð þá enn til sín mörgum manni. Þriðju hafði hann um páska". Hjer er það sýnt, að það sem fyrst heita þrenn blót í heiðni, heita þrjár veislur í kristni. Nú hefi jeg sýnt fram á það, að ekki er það andhælislegt að nefna jólaveislu, þó að jól þýði veislu og er þess að gæta, að kristnir menn hafa ritað sög- urnar og fært nafnið yfir á fæðingarhátíð lausnarans. Snorri segir um Hákon kon- ung Aðalsteinsfóstra: „Hákon konungur setti þat í lögum, að hefja þann tíma jólahald, sem kristnir menn; skyldi þá hverr maðr eiga mælis öl, en gjalda fje ella, en halda hei- lagt, meðan öl ynnist, en áður var jólahald haft höggu-nótt, þat var miðsvetrar nótt ok haldin þriggja nátta jól". Nú má af þessu sjá að þetta gjör- valt orða tiltæki Snorra gef- ur til kynna, að hann telur það eitt og sama, að halda jól og halda veislu. En ef því verður haldið til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.