Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 8
392 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sleppa. En þeir voru ekki hræddir að láta lífið fyrir trú sína, fremur en aðrir. Fyrir dómstólnum viðurkendu þeir hispurslaust trú sína og hæddu hina rómversku guði. Það var nóg til þess að þeir voru dæmd- ir til dauða, og skyldi höggnir með sverði. Morguninn eftir var farið með þá til Via Appia og þar voru þeir höggnir fyrir framan hof guðanna, er þeir höfðu hætt. Cecilia tók lík þeirra og lagði þau í Praetextatus katakombur hjá veginum til Appía. Það er svo að sjá, sem menn hafi kynokað sjer við að stefna svo göfugri konu fyrir dóm. En í þess stað var þá fundið upp á því, að senda rjettarþjóna heim til hennar, og áVu þeir að fá hana til þess að taka þátt í einhverri lítilfjörlegri heiðinni siðvenju. Með því mót’ hefði lífi hennar verið borgið. En Cecilia skoraðist alger- lega undan þessu, og það var engu líkara en að hún reyndi á allan hátt að koma svo fram, að henni væri vís píslarvættis- dauði. Það fór líka svo, að hún var dæmd til dauða. Fyrir rjettin- um fór hún með goðgá og mælti meðal annars við dóm- arann: ,,Jeg veit sannarlo ekki hvar þú hefir augun, að þú skulir ekki geta sjeð það, sem allir heilskygnir menn sjá, að guðirnir, sem þið kallið svo, eru aðeins úr trje, steini eða málmi. Taktu á þeim og þá muntu komast að raun um þetta Og enn fremur: ,,Hvernig stendur á því, að þú vilt gera þig að athlægi? Allir vita að guð er á himnum. En eina gagnið að þessum líkneskj- um væri ef þeim væri brent“. Hún var dæmd til dauða og dómnum skyldi fullnægt á þann hátt, að hún væri lokuð inni í baðherbergi sínu og kæfð þar í gufu. En munnmælin segja að sjóðandi gufan hafi ekki gert henni neitt mein. Þegar þjónar rjettvísinnar vitj- uðu hennar morguninn eftir, var hún heil á húfi. En dauðadómnum varð að fullnægja. Og nú átti hún að hálshöggvast með sverði. Þrisv- ar sinnum hjó böðullinn, en hvort hann hefir dregið úr höggunum eða ósýnilegur mátt- ur lamað afl hans (eins og munnmælin segja), þá er hitt víst, að hann gat ekki full- nægt dauðadómnum. Samkvæmt rómverskum lög- um mátti böðull ekki höggva oftar en þrisvar, og böðullinn skildi Ceciliu eftir liggjandi í blóði sínu á gólfinu. Fjöldi trú- aðra hafði safnast saman fyrir utan höllina og nú streymdu þeir inn til að væta klæði sín í blóði píslarvottsins. Menn bjuggust við dauða hennar á hverri stundu, en Cecilia talaði við þá, huggaði þá og hug- hreysti. í tvo sólarhringa lá hún þannig. Á þriðja degi kom Urbanus, sá, er hafði skírt þá Valerianus og Tiburtius, til að leggja yfir hana blessun kirkj- unnar. Að því loknu gaf hún upn andann. Það var 16. sept- ember árið 178. Um kvöldið var lík henn- ar lagt í kistu úr kyprusviði, og síðan var hún jarðsett ,,inter Collegas suos, Episcones et Martyres" — meðal jafn- ingja sinna, biskupanna og písl- arvottanna. Eftir því sem árin liðu gleymdust grafir margra písl- arvottanna. Grafhvelfingarnar fyltust af sandi og mold. Um árið 300 hafði kristnin unnið sigrur og þá hættu menn að jarða líkin í grafhvelfingum. En legstaður Ceciliu gleymd- ist ekki. Hann varð helgireit- ur, sem pílagrímar streymdu til og streyma til enn í dag. Þegar Langbarðar gerðu herhlaup sitt á Italíu á 8. öld, rændu og brendu og fluttu jafn- vel á burt með sjer lík píslar- vottanna, var farið að flytja jarðneskar leifar helstu og elstu píslarvottanna til Róm og þeim skift á milli kirknanna. En lík Ceciliu var þar ekki með. Það var ekki fyr en Pas- cal páfi gerði gangskör að því, að bein hennar voru tekin upp. Kistan var ófúin og í henni lá Gecilia í hinum gullfjallaða klæðnaði, sem hún var í, þeg- ar hún dó. Við fætur hennar ■ ■ pjötlur þær, sem hinir trúuðu höfðu þerrað í blóð hennar. Kistan var flutt til kirkjunn- ar S. Cecilia í Trastavere. Þar var hún látin í stóra marmara- kistu og slæða breidd yfir lík- ið. Kistan var sett í hvelfingu undir háaltarinu. Það var árið 822. Um nær átta aldir hvfldu bein hennar í friði í kirkjunni í Trastavere og seinast höfðu menn enga vissu, heldur aðeins munnmæli um það, að Cecilia lægi þar. En í lok 16 aldar, var verið að gera við kirkjuna og þá var gröfin opnuð. Cecilia lá enn í kistu sinni í sömu stell- ingum og hún hafði dáið fvrir 1400 árum, og yfir henni lá slæðan, sem breidd hafði verið yfir hana fyrir nær 800 árum. Og í gegn um slæðuna sá í hinn gullfjallaða klæðnað hennar og þar undir fanst móta fyrir hin- um grófgerða vaðmálskyrtli, er hún bar inst klæða. Gröfinni var svo aftur lokað. En 22. nóvember 1599 var triekistan tekin þaðan, sett í forkunnarfagra silfurkistu og flutt í grafhvelfinguna þar sem hún hvílir enn. En áður höfðu margir málarar og mynd- höggvarar5 verið kallaðir til að gera af henni málverk og lík- neski. eins og hún lá í kist- unni. Meðal þeirra er hin fagra höggmynd eftir Stefano Ma- derno, og er hún fræg enn í dag. En í hinni litlu grafhvelf- ingu í kirkjugarðinum hjá App- ía-veginu, þar sem hún var fyrst grafin, er höggmynd þessi, og sumar og vetur er hún umgirt af angandi kransi suðrænna blóma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.