Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 387 streitu, að jóla-öl sje sama sem jóla-jól eða veislu-veisla og þess vegna andhælislegt eða órjett, vil jeg minna á þetta, sem þrumu-Þórr kvað forðum: Hverr er sá sveinn sveina er stendr fyrir sund handan? Hverr er sá karl karla, er kallar um voginn? Hjer má nú tvent um dæma- annaðhvort að sveinn sveina sje hinn miklfsveinn og karl karla hinn forkunnar mikli karl, eða sveinn sveina sje mikill aum- ingi og afmán annara sveina og karl karla aumastur allra karla, en hvort sem er, hlýt- ur hjer að vera átt við nokkurs konar yfirtak fram yfir það sem er algengt. Annað dæmi sýnir Sæmundar Edda í Skírn- isf ör: Hvað er það hlym hlymja er ek hlymja heyri nú til. Hér er hlym hlymja, sama sem hljómur hljóma. Enn má benda á vísuhlut Hallfreðar: Eitt er það sverð sverða, sverð auðgan mig gerði Sverð sverða kallar hann ágætt sverð, afbragðs sverð. — Þess var áður getið að örð- ugt mundi vera að færa líkur að uppruna orðsins jól. — Sum- ir fræðimenn vilja draga það af hebreska orðinu jalað (hefir fætt) og ætla að það bendi á fæðingu Krists. En jólanafnið er eldra, enda ólíklegt að heiðnir menn hafi vitað um fæðingu Krists, þegar nafnið varð til. Enn eru þeir menn, sem halda að jól sje dregið af orðinu hjól og þar sje undirskilið aft- urhvarf sólar, eða snúningur hennar, og árstíðarinnar frá skugga eða húmi til meira ljóss. En sú tilgáta er ólíkleg. Hvað gat Ægis drykkja verið skyld hjóli? Hvers vegna hjet þá Óð- inn Jólnir og Æsir Jólnar? Hví hjet þá björninn Jóifinnur? Hvaða sælgæti var þá hröfn- unum ?ð því, að þeim væri bor- in hjól við Þjólarnes, þegar örn drakk blóð en úlfur át hold Jóta? Hefði þá verið misskift, ef hrafninn hefði setið yfir hjólum. Það sjest enn í Ljósvetninga- sögu, að öl þýðir sama sem gleði. Þegar Guðmundur ríki fjekst um það, að Isleifur úr Núpafelli, sem vegið hafði Rindil, kæmi seint í Eyrarskóg, mælti Guðmundur: „Jeg ætla að þeim þætti eigi vera til öls boðið" — þ. e. a. s. til fagnað- . ar eða veislugleði. — Þá er að líta á skyldleika eða frændsemi orðanna jól og öl. Það er all títt í fornu máli og sjerstaklega í skáldamáli að hljóðstafaskfiti verða eða hljóð- skifti. Á ]>að má benda t. d. að í Landnámu er nefndur jöldu- hteinn en sami steinn í Njálu heitir öldusteinn og á írlandi er nefnt Jolduhlaup, sem er sama sem ölduhlaup. Þetta er sams konar sem jól og öl — sams kon- ar mismunur. Jó, au og ö skift- ast á sífelt og í lausri ræðu all- oft, enda er það kallað ásamt v. hljóðstafabróðir. Þess eru mý- mörg dæmi í fornum kveðskap. Benda má á Brönurímur: Járnhaus nefna öldin má, jötuninn býr þar nærri. Þetta gildir eins og skáldið hefði sagt, eftir vorum skáld- skapar reglum: Járnhaus nefna jöldin má, jötuninn býr þar nærri. Þá er annað dæmi að nefna í Haraldssögu harðráða sem sýnir að j er haft fyrir hljóð- staf: Skáru jast úr osti eybaugs Dana meyjar. 1 Njálu segir: Nú er fyrir oddum jarlmaður hniginn. í Egilssögu segir um fall Þór- ólfs á Englandi: Gekk sá er óttaðist ekki jarlmanns bani snarla. Einar skálaglam segir í Jóms- víkinga bardaga: Sækjum jarl þann er auka úlfs verð þorir sverðum. Svo er að orði kveðið í Helga kviðu Hundingsbana: Því að þeir áttu jöfri at gjalda fjárnám mikit og föður dauða. Enn stendur í Helga kviðu Hundingsbana: Ljestu eld eta jöfra bygðir. Egill Skallagrímsson segir um hernað Ólafs konungs: Jörð spenur Engla skerðir Álfsgeirs und sik halfa. Og í kvæðinu Lilju er þetta t.d. Engin heyrði, engin urðu jöfn tíðindi fyrr nje síðar. í öllum þessum ljóðum krefja reglur og náttúra skáldskapar- ins að gleyma næstum því fram- burði stafsins j svo að kveð- andi haldist og er það bersýni- legt að tungan hefir talið sjer þetta heimilt. Stundum skiftast á stafirnir ó og á — Ólafur er þannig í Hallfi-eðar skáld- skap nefndur Áleifur. Er sú breyting síst minni en sú að segja jól fyrir öl. Á það má benda einnig að grannir og breiðir hljóðstafir skiftast á t. d. eftir sveitum, í sama landi. Vestfirðingar segja t. d. lang- ur, þar sem aðrir Islendingar segja lángur og eru slík fram- burðardæmi mörg fyrr og síðar. Þess eru mýmörg dæmi í fornum skáldskap að staf er slept vegna rímsins; v fellur burt; t. d. segir Egill Skalla- grímsson: Upp skulum orum sverðum úlfs tann lituðr glitra. Þar er v felt úr í orðinu orum. Ungfrúin í Egilssögu, Ármóðs- dóttir segir: Eiga orir gestir æðra nest á frestum. Stundum er þ slept fremst úr orði. Svo segir í Grípisspá: Er munuð allir eiða vinna — fyrir þjer munuð. Oftast snúast hljóðskiftin um j Og ef til vill hefir það forð- um verið borið fram með í hljóði, þegar rímreglur heimt- uðu þessháttar viðvik. Gat á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.