Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 11
LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS 39ó allar upp á heyið til mín, og þá sannfærðust þær um það, að haglbylur væri í aðsigi. í mesta flýti leystum við hestana frá vögnunum, tókum af þeim ak- týgin og sleptum þeim svo, því að fyrir haglbyl stenst enginn hestur. Tryltir æða þeir und- an ofviðrinu og lina ekki á sprettinum fyr en það er um garð gengið. Nú voru góð ráð dýr um það hvernig við *ættum að forða okkur sjálfum, því að haglbyl- ur lemur alt niður, sópar öllu burtu, sem verður á vegi hans. Ekki þorðum við að leita skjóls undir nýju heyunum, því að líklegt var að bylurinn mundi feykja þeim um koll og þá áttum við á hættu að verða undir heyinu og kafna þar. — Það er gamalt fyrninga- hey svo sem einni enskri mílu hjer vestar. Það hefir staðið þar í þrjú ár, sagði ein af dætrum Mc. Lean. Jeg er viss um að bylurinn feykir því ekki um koll. Uppástungan var góð. Hest- arnir voru á beit rjett hjá okk- ur. Hvert okkar hljóp nú á bak sínum hesti og svo riðum við í loftinu þangað sem fyrninga- heyið var, en hinir hestarnir eltu okkur. Þegar þangað kom, ljetum við hendur standa fram úr ermum að grafa geil inn í heyið, þar sem við gætum leit- að skjóls. Og brátt tókst okk- ur að grafa svo stóra geil, að við komumst þar fyrir öll sjö. Það mátti ekki tæpara standa því að í sama bili skall hagl- bylurinn á. Fyrst kom nístandi kuldagustur, eins og á Þorra og um leið heyrðum við hvin mikinn í lofti. Hestarnir gerð- ust óróir, snugguðu upp í vind- inn og dingluðu eyrunum. Þeir fundu, að hætta var í nánd. Svo komu fyrstu höglin, og í sama bili skall ofviðrið og bylurinn á með þvílíkum kyngi- krafti að það var engu líkara, en að öllum illum öndum lofts og láðs hefði verið slept laus- um. Það hvein, öskraði og dun- aði í loftinu, og jörðin skalf er bylurinn lamdi hana af ó- mótstæðilegu afli með glerhörð- um höglunum, sem voru a stærð við kríuegg. Tryltir af ótta og lamdir áfram af of- viðrinu þutu hestarnir eitthvað út á sljettuna. Það varð dimt, svo að við sáum ekki neitt, en við heyrðum hvernig bylurinn reif upp trje með rótum og slöngvaði þeim langar leiðir. Eftir stundarfjórðung var ofviðrið gengið um garð. Það lygndi aftur í skjótri svipan og sólin skein i heiði. Haglbyl- urinn hjelt drynjandi til suð- vesturs, með dauða og eyði- leggingu í för með sjer. Við skriðum út úr skjóli okk- ar og virtum fyrir okkur við- urstygð eyðileggingarinnar. All- ar engjarnar voru þaktar hagl- skafli, sem var fet á dýpt. Viðs vegar um sljettuna stóðu upp úr snjónum svartir trjábolir með brotnum og blaðlausum greinum. Var engu líkara en að trjen hefði orðið fyrir stór- skotahríð. Flestum nýju heyj- unum hafði stormurinn feykt um koll. Hestar okkar voru horfnir. En hingað og þangað um sljettuna lágu dauðir hjer- ar og akurhæns. Við litum hvert á annað og öllum var sama í hug: Skyldi haglbylurinn hafa farið yfir alla landareignina? Þá hefði frú Mc. Lean orðið öreigi á einum stundarfjórðungi. Korn- ið á ökrunum hefði sópast bui'tu, grasið á engjum og bit- högum saxast sundur, kálfar og folöld strádrepist, alifuglarnir tvístrast út í veður og vind. Hrygg og þögul lögðum við á stað heimleiðis, fótgangandi. En ekki höfðum við langt farið er á móti okkur kom fólk að heiman, og reið í loftinu. — Hvernig líður ykkur? Slös- uðust þið ekki í haglbylnum? spurði það undrandi. — Nei, okkur líður vel. En hvernig líður heima? Þar leið öllu vel. Haglbylur- inn hafði aðeins farið yfir engj- arnar. Annars staðar í landar- eigninni hafði hann ekki gert Ungfrú Anna Rutz, sem að undanförnu hefir leikið hlutverk Maríu meyjar í helgileik- unum í Oberammergau, hefir nú ger.st vinnukona á bœ í Sussex í Englandi. neitt tjón. Heima hafði verið glaða sólskin allan tímann. Við hrósuðum happi út af því að svo vel skyldi hafa tek- ist til. Tjónið var ekki meira en viku aukavinna við að setja upp heyin aftur. Og tveir af hest- unum okkar fundust aldrei. Þúsundir manna mistu al- eigu sína þennan dag, á því svæði, er haglbylurinn fór yf- ir og lagði alt í auðn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.