Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 15
er mjer sagt, að þú getir komið öllum til að hlœja1 „Það getur vel verið“, mællti Hans Pjetur. „ En nú hefi jeg lítinn tíma, því að jeg er á leið heim í kóngsríkið. Konungur hefir gert boð eftir mjer“. Prestur leit forviða á hann. „Þetta er satt“, mælti pilturinn. „Kóngsdótturinni stekkur aldrei bros, og nú á jeg að reyna að koma henni í gott skap. En kon- ungur hefir hótað því að kasta mjer í ormagarð, ef mjer tekst það ekki“. Og svo helt Hans Pjetur áfram, en prestur stóð þar eftir gapandi af undrun. Eftir þriggja daga göngu kom Háns Pjetur til konungshallarinn- ar. Hann ætlaði hiklaust að ganga í höllina, en varðmaður bannaði honum inngöngu. „Hleyptu mjer inn“, sagði Pjet- ur brosandi. „Jeg hefi verið kvadd- ur hingað til þess að koma kóngs- dóttur til að'hlæja.“ Varðmaður hleypti honum þá inn, og Hans Pjetur gekk fyrir konung. Konungur tók lionum vel, og sagði, að ef hann gæti komið dótt- ur sinni til að hlæja, þá mætti hann óska sjer hvers, sem liann vildi, en gæti hann það ekki, yrði honum fcastað í ormagarð. Hans Pjetur var nú leiddur fyrir kóngsdóttur. Hún sat í perlu- skreyttum hægindastóli og var svo súr á svip, að það lá við að Hans Pjetur yrði gramur og gleymdi því, að vera mjúkur á manninn. Úr því að hann gat verið síkátur, þrátt fyrir fátækt og sult, fanst honum kóngsdóttirin ætti að leika við hvem sinn fingur, þar sem hún fekk alt er hún óskaði sjer og var tignasta konan í landinu. „Hvaða betlari er þetta?“ spurði kóngsdóttir. „Jeg er kominn til að biðja um bros“, mælti Hans Pjetur. „Og nú hefi jeg einsett mjer að koma kóngsdótturinni til að hlæja, því að þá verður hún svo faJlleg". Kóngsdóttir leit forviða á hann. „Jeg þekki þig ekki“, sagði hún. „Og ef þú ert kóngssonur í dular- klæðum, þá er þetta ekki fallegt bragð“. LESBÓK MORGTJNBLAÐSIÚS Hans Pjetur Ihugsaði sig um and- artak. Og um leið tók hann eftir því að höllin var líkust framlið- inna gröfum. Þar var enginn í góðu skapi. í sama bili kom kóng- urinn og stallari hans inn i her- þergi kóngsdóttur. Þeir settust á stóla, sinn hvorum megin við liana, og ætlluðu að sjá hvernig þetta gengi. En kóngsdóttir var jafn súr á svipinn og áður. Kanslarinn stóð snöggvast á fæt- ur. „Nei, sitjið þjer kyrrir!“ sagði Hans Pjetur. Og um lleið og stall- arinn settist, kippti Hans Pjetur stólnum undan honum, svo að stallarinn datt á góllfið og kút- veltist þar. Þetta var svo mikil ósvífni að konungur varð byrstur á svip, og stallarinn náfölnaði af bræði. En kóngsdóttir? Hló hún? Onei, en svipur hennar varð þó dálítið bliðari. Konungur tók eftir þessu, og þá rann iionum undir eins reiðin. Haldið þið, að Hans Pjetur hafi látið þetta nægja? Nei, hann ætl- aði sjer að fá kóngsdóttur til að skelbhlæja, svo að undir tæki í höLlinni. Og hann ætlaði sjer að koma kóngi til þess að lilæja líka. Og nú fann hann upp á öðm bragði. „Fagra kóngsdóttir“, mæltí hann. „Jeg skal veðja við yður að þjer getið ekki leikið eftir mjer það, sem jeg ætla að gera núna, enda þótt þjer sjeuð kóngsdóttir“. „Það þætti mjer gaman að sjá“, mælti hún. IJm leið og hún sleppti orðinu brosti Hans Pjetur út undir eyru. „Getið þjer þetta?“ spurði hann. Kóngsdóttir vildi ekki láta þenna leppalúða snúa á sig, og því reyndi hún að brosa. Það varð nú í rauninni ekkert bros, heldur teygjur í andlitinu, en kóngur komst á loft og neri hendumar af ánægju. „Já, já, þetta gengur vetl“, sagði hann, „en jeg setti það skilyrði að þú yrðir að koma henni til að hlæja“. „Bíðið við, herra“, sagði Hans Pjetur. „En nú þarf jeg að fá að sjá fætur konungsdóttur“. Hún sagði að það væri velkomið, því að henni var farið að geðjast vel að þessum 'brosandi pilti. Nú 399 var kallað á hirðmey, og hún var látin draga skó og sokka af kóngs dóttur. „Alt er þá þrent er“, sagði Hans Pjetur. „Nú er að eins herslumun- urinn eftir! Ha! ha! ha!‘ ‘ Hann skellihló svo að undir tók í hölll- inni. „Að hverju ertu að hlæja?“ spurði konungur byrstur. „Jeg er að lilæja að því, að þótt kóngsdóttur hafi ekki stokkið bros í fimm ár, þá skal hún nú hlæja eins lengi og mjer sýnist“, sagði Hans Pjetur. Þeir konungur og stallari gláptu á hann eins og tröll á heiðríkju. Hans Pjetur gekk nú till kóngs- dóttur og tók um annan fallega fót hennar. Svo dró hann hana- fjöður upp úr vasa sínum og fór að lcitla kóngsdóttur með henni undir ilinni. Og þá byrjaði kóngs- dóttir að Ihlæja, og konungur og stallari hlógu Hka. Og eftir því sem Hans Pjetur kitlaði hana leng- ur því liærra hló liún. Já, seinast liló hún svo dátt, að tárin streymdu niður kinnar hennar. Þá liætti Hans Pjetur að kitla hana. „Hvaða töfragrip hefirðu þarna?“ mælLti konungur að lok- um, er hann hafði náð sjer eftir hláturinn. „Já, það er nú sannkallaður töfragripur", sagði Hans Pjetur. I IhölHnni varð nú glaumur og gleði út af því að prinsessan hafði getað hlegið. Og henni líkaði svo vel við Hans Pjetur, að liún vildi endilega giftast honum. Og upp frá því ljek alt í lyndi í ltóngs- ríkinu. Jeg skal segja ykkur það, að það borgar sig að vera kátur og lífsglaður. Bros og ljettlyudi vinna sigur á mörgu mótlæti. Þið sjáið nú hvernig fór fyrir Hans Pjetri. Vegna þess að hann var ljettlynd- ur fekk hann kóngsdótturina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.