Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 10
394 LESBOK MORGUNBLAÐSINS yngst. En það er líka nokkurn- veginn áreiðanlegt, að Erlendur biskup ljet byrja á smíði henn- ar, samkvæmt skjölum þeim, sem i'undist hafa. Því verður heldur varla mót- mælt, að guðsþjónustur hafa farið fram í Ólafskirkjunni, meðan verið var að reisa dóm- kirkjuna, og að Ólafskirkjan er þess vegna (mikið) eldri en dómkirkjan. Enginn efi er á því, að Maríu- kirkjan er elst af öllum kirkj- unum. Glögg sönnun þess er hinn steinlagði kirkjuvegur, sem ekki liggur til bústaðar biskupsins, heldur beint til elstu bæjarrústanna, sem eru frá landnámstíð, en þennan bæ tók sjórinn snemma af. Þessi kirkja og kirkjugarður og vegur, er áreiðanlega mörg hundruð ár- um eldra heldur en byggingar Erlendar biskups. Stórkostlegt snjóflóð og skriða hljóp árið 1772 yfir aðalbygg- inguna og útihús. Samt sem áð- ur er nokkur hluti aðalbygging- arinnar enn við líði. Þess er getið í Sverris-sögu, að hann hefði einu sinni drepið mann, og verið eltur af sýslu- manni konungs. Sverrir komst undan á þann hátt, að hann faldi sig í ofni í einu húsinu í Kirkjubæ. Kona nokkur lagði hellu fyrir sjálfan ofninn (reyk- háfinn) og kveikti eld á hlóð- um fyrir framan. Kom sýslu- manni því ekki til hugar að leita í ofninum, og fann ekki Sverri. Oft hefir verið grafið í rúst- irnar, sem urðu undir skrið- unni 1772, og hefir ýmislegt merkilegt fundist þar. Þannig fanst fyrir nokkuru í horni á einu af steinhúsunum ofn, hlað- inn úr steini, og var 2X1 meter að innanmáli. Grjóti var hlaðið í ofnbotninn, veggirnir voru límdir með kalki og ofan á lágu stórir steinar. 1 ofninum fanst járngjall. Er þetta sami ofninn, sem einu sinni bjargaði lífi Sverris konungs Sigurðsson- ar? — oo<x>o<x>ooo<>o<x«x><x>oo<x><><x><x><><><xxx><><>^ »•••••••••••••••••••••••••< at w^ ^r w^ ^r ^r w^ w w ^r ^ w ^r w w ^r ^ ^r ^r ^r w^ w^ w^ ^r ^r ^ * Haglbylur Eftir Karl Guhnarsson. norðvestur hluta hins ív, sólríka fylkis Alberta í ~£M£, Kanada er Fort Comfort búgarðurinn. Þegar þessi saga gerist var eigandi búgarðsins ekkjufrú, Mc. Lean að nafni og átti hún firnm dætur uppkomnar. Auk þess voru þarna margir cow- boys og margar cowgirls, og voru ]>ær allar af norrænum settUM. Búgarðinum fylgdi víð- áttumikið beitiland og þar voru stórar hjarðir hesta og naut- gripa. Þetta var um hásumar. Um þriggja vikna skeið hafði jeg, ásamt sex stúlkum, unnið að heyskap á útengjum búgarðs- ins. Hitt fólkið hugsaði um heimilisverkin og gætti hjarð- anna. Engjarnar voru syðst og austast í landi búgarðsins og vegna þess, að þangað var löng leið að heiman, lágum við þar í tjaldi. Frú Mc. Lean kom sjálf akandi til okkar á hverj- um degi með matinn. Á laug- ardagskvöldum fórum við heim á búgarðinn og dvöldum þar yfir helgina til þess að hvíla okkur. Árla á morgnana gengum við til vinnu og unnum fram í myrkur. Einn daginn slógum við, og hafði þá hvert okkar sína sláttuvjel að stýra. Dag- inn eftir var heyið orðið nægi- lega þurt til þess að takast saman. Þá ókum við því saman í rifgarða, með stórum rakstr- arvjelum, og gengu tveir hest- ar fyrir hverri. Úr rifgörðun- unm var heyið svo tekið og látið á vagna og ekið þangað, sem það var sett saman. Heyið þornar þarna ótrúlega fljótt á ljánni, og þess vegna er heyskapurinn bæði auðveld- ari og skemtilegri heldur en á Islandi. Ef ekki kemur rigning, er heyfengurinn alveg ótrú- lega mikill á hverjum degi. Að þessu sinni var brakandi þurkur á degi hverjum og alt gekk eins og í sögu. Vinnan var okkur leikur einn, og það var glatt á hjalla hjá okkur meðan á máltíðum og kaffi- drykkju stóð. Hugsið yður mið- degishvíld í nýslegnu ilmandi heyinu, hjá sex af hinum fjör- ugu ,,Cowgirls", hinum lífs- glöðustu og bestu stúlkum, sem til eru á jörðunni! Þeirra stunda minnist maður svo lengi sem líf endist. Þannig höfðum við haldið á- fram dag eftir dag, viku eftir viku, og eins og jeg hefi áð- ur sagt var vinnan okkur leik- ur einn. Hvert heyið settum við saman á eftir öðru, og þau voru orðin rúmlega hundrað. Það þætti góður heyskapur á íslandi. Á hverjum degí hafði verið sólskin og blíða. Að vísu hömluðu þurkarnir sprettu, en þetta var dásamleg heyskap- artíð. Svo var það einu sinni seinni hluta dags, að snjóhvítur mökkur kom upp í norðaustri. Loftið kólnaði þegar. Jeg var einmitt um þetta leyti að ganga frá kollinum á einu heyinu, og vegna þess hvað jeg stóð hátt, tók jeg fyrstur eftir þessu. — Haglbylur er í nánd, stúlkur! Leysið hestana frá vögnunum! kallaði jeg til stúlknanna, sem voru að raka saman dreif í kring um heyið. — Ertu genginn af göflun- um, drengur! kölluðu þær aft- ur. Það hefir ekki komið hagl- bylur hjer um slóðir í manna minnum! Samt sem áður klifu þær nú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.