Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1936, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1936, Síða 3
hlaðin úr grjóti. Nafn sitt fekk hún af því hvað hún varð dýr. VETRAESULTUE SVO AÐ SÁ Á FÓLKI Á VORIN. Kotunum var farið að fækka, en þó voru mörg í Vesturbænum, Skuggahverfi og Þingholtunum. Var þar oft þröngt í búi, einkum á veturna, svo að sá á fólki. Og oft blöskraði mjer er jeg kom inn í þessi hreysi að sjá stálpuð böm með þunna rúgbrauðssneið í annari hendi og bolla með svörtu og sykurlausu kaffi í hinni hend- inni. Þetta var aðalfæða þeirra. Eftir að þilskipm komu batnaði þetta nokkuð, en þó sá á sumum um það leýti er skipin fóru út. Og það var merkilegt að veita því eftirtekt, að sjómennirnir fitnuðu bráðlega um borð, þótt þeir he'fðu þar dæmalaust erfiði. Þetta sýndi að þeir fengu þar betra viðurværi heldur en heima hjá hjá sjer og þótti „skútukosturinn“ þó ekki merkilegur. Vetrarsultur var þá líka í sveit- unum. Það gengu einnig sögur um það, að fangarnir í Hegning- arhúsinu væri sveltir. Jeg- kynti mjer þetta og sá undir eins að það var vitleysa. Þeir fengu þar nóg að eta. Sást það best á því, að jeg ljet vega hvern fanga, sem þangað kom, og síðan á hverjum mánuði og þyngdust nær allir. Jeg minnist sjerstaklega karls nokkurs norðan af Ströndum sem var sendur í Hegningarhúsið. Þetta var besta skinn og meinleysismað- ur. Eftir að hann hafði verið um tíma í Hegningarhúsinu, fór hann að kvarta um það að hann væri veikur í maganum. Jeg skoð- aði hann og spurði svo að því hvort þetta gæti ekki stafað af því að hann fengi of mikið að eta. „Jú, jeg held það geti verið“, sagði hann, „það er svo sem mun- ur á æfinni minni hjerna eða heima“. HEILSUFAE BATNAR OG BARNADAUÐI MINKAR SKYNDILEGA. Á fyrstu læknisárum mínum sá jeg það oft á sjúklingum, sem komu úr sveitum, að þeir höfðu liðið skort, en á seinni árum varð jeg þess ekki var. Heilsufar breyttist og rnjög til batnaðar og eru skýrslur um barnadauða ljós- asti vottur um bætt kjör alþýðu í sveitum og bæjum. Á öldinni sem leið var barnadauði hjer miklu meiri heldur en í nálægum lönd- um, þar sem hann fór stöðugt minkandi. En á þessari öld hefir hefir orðið svo skjót breyting á þessu, að nú deyja hjer hlutfalls- lega færri börn en í flestum öðr- um löndum og þykir það stór- inerkilegt. Merkur erlendur læknir sem var að rannsaka þessi mól, skrifaði mjer og sagði að minkun barnadauða erlendis hefði verið ,,evolution“, en hjer hefði orðið svo snögg umskifti að kglla mætti það „revolution“. FÁBREYTTAR SKEMT- ANIR. — LÍFIÐ í HÓTEL ÍSLAND. KEMTANIR voru harla fá- breyttar hjer í bæ fyrstu árin mín. Stundum voru efiansleikar eða leiksýningar-. Þá var Reykja- ^íkurklúbburinn aðal skemtifje- lagið í borginni. En aðal samkömu staður bæjarbúa var Hótel Island, hjá Halberg. Þar söfnuðust heldri borgarar saman á kvöldin og drukku, en þó ekki mjög mikið. Ymislegt broslegt kom þar þó fyrir og er mjer minnisstæð ein saga af því. Halldór Guðmundsson kennari, sem venjulega var nefndur Stubb- Reykjavík um 1880 — halfdanskur bær.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.