Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1936, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1936, Síða 4
148 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ur, var orðinn nokkurs konar próventukarl hjá Kristjáni Þor- grímssyni. Hann var farinn að ganga í barndómi, en jafnan ölv- aður. Einu sinni settust gárungar að honum í Hótel ísland og töldu honum trú um það, að hann væri ekki Halldór Guðmundsson held- ur Kristján Þorgrímsson. Ber nú Kristján þarna að og lieilsar Hall- dóri með nafni. ,,Jeg lieiti ekki Halldór; jeg heiti Kristján Þor- grímsson“, svaraði hinn í fullri alvöru. LÆKNIRINN VARÐ AÐ BÍÐA FRAM Á NÆTUR EFTIR SLÖSUÐUM MÖNNUM. í Hótel ísland var liin svo nefnda „Svínastía“. Þar feúgu menn brennivín fyrir lítið verð, og var ekki lokað fjrr en klukkan 12. Var þar þá oft all sukksamt, eink- um á laugardagskvöldum. Þau kvöld var þýðingarlaust fyrir mig að ganga til hvílu áður en lokað var, því að altaf komu ein- hverjir þaðan meira og mi . meiddir. Lf INS var á sunnudagskvöldum ■*“* að jeg mátti ekki hátta fyr en fólk var komið úr útreiðar- túrum. Þeir voru helstu skemtanir bæjarbúa á sumrin. Komu margir meiddir úr þeim, vegna þess að þeir höfðu dottið af baki, eða hestarnir dottið með þá. Var þá eins og nú, að umferðarslysin gerðust á vissum stöðum aðallega, og langflest í Rauðarártröðunum. Var þar dálítil brekka og altaf sleipt í tröðunum og þe'gar menn riðu geist í þær, skrikuðu hestum fætur, eða bnutu, og urðu þá þrá- faldlega slys að því. LJELEGIR FARARSKJÓT AR Á LANGRI LEID. Bæjarmenn áttu þá margir góða hesta, en í nærsveitunum voru þá engir almeúnilegir hestar til. Hjeraðslæknisumdæmið náði þá yfir Kjós, Kjalames, Mosfells- sveit, Reykjavík, Seltjarnames, Álftanes, Hafnarfjörð og suður í Hraun. Og þá voru ve'gir svo að ekki var farið öðm vísi en á hestum. Komst jeg þá oft í vand- ræði er jeg var sóttur upp um sveitir, vegna þess hvað komið var með slœma hesta. Einu sinni um haust var jeg sóttur til konu í bamsnauð upp í Mosfellssveit, en þá var reiðskjótinn ekki betri en svo, að hann lagðist með mig í Varmá. Jeg varð því að kaupa mjer hesta, en etiga borgun fekk jeg fyrir þá á ferðalögum, og varð þetta mjer all dýrt, því að margar vom ferðirnar og he'stana varð að stríðala vegna mikillar brúkunar. Venjulega varð jeg að fara tvisvar í viku til Hafnarfjarðar og var það oft erfitt ferðalag á vetrum, því að ve'gurinn var ekki góður. En furðulegt þótti mjer það hvað jeg mætti mörgu gang- andi fólki í hverri ferð. Fyrstu vegabæturnar á Hafnar- fjarðarvegi munu hafa verið þær er gerð var þar „brú“, stuttur vegar- spotti, en slíkir vegir voru oft á þeim ámm kallaðir brýr. Hygg jeg að Þórarinn Böðvarsson pre'stur í Görðum hafi gengist fvrir því. Að minsta kosti kvað Þorlákur al- þingismaður í Fífuhvammi svo: Jeg þeýtti á sprett vfir Þórarins brú, þar varð engin bið, en jeg lötraði hægt yfir Lög- mannsskeið því að leðjan var upp í kvið. (Lögmannsskeið mun sennilega hafa verið í mýrinni sunnan Kópavogs). SÍMINN KEMUR. UND- ARLEGAR HUGMYNDIR. YRSTI síminn á íslandi var milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar. Vom þeir Jón Þórarins- son, síðar fræðslumálastjóri, og Breiðf.jörð kaupmaður forgöngu- menn þess að hann var lagður. Höfðu menn þá undarle'gar og barla broslegar hugmyndir um símann. T. d. þótti Hafnfirðingum það skrítið að síminn skyldi vita hve mikinn afla skúturnar komu með úr hverri veiðiför. Það kom og fyrir oftar en einu sinni, að meún vildu fá sehd brjef með símanum. Og einu sinni þurfti karl af Álftanesi að leiða kú sína undir naut til Reykjavíkur, en ætlaði að spara sjer ómak og fá kúna senda með símanum. Einu sinni bilaði síminn. Þá lagði maður nokkur á Skjóna sinn og kvaðst ætla að ríða suður með símalínunni, en bað menn að tala altaf í símann svo að hann gæti heyrt hvar bilunin væri. Fyrsti bæjarsíminn í Reykjavík var einkafyrirtæki. Ætlaði að ganga illa að fá fje til þess, því að menn höfðu ehga trú á að það gæti borgað sig. Þetta væri bara vitleysa. Var því spáð, að ekki mundu fást fleiri en 16 símnotend ur, en við urðum nú samt 60 í bvrjun. ELSTI HJÓLREIÐAMAÐ- UR Á ÍSLANDI. EGALENGDIR í Reykjavík voru þá ekki eins iniklar og nú, en ])ó var erfitt fyrir lækni að fara alt gangandi. Mikið brá mjer því við þegar jeg bafði feng ið mjer reiðhjól. Þá voru aðeins þrjú reiðhjól önnur til í bænum og áttu þau Guðbrandur Finnbogason, Pálmi Pálsson og Sigfús Eymunds son. Við stofnuðum hjólreiðafje- lag og greiddum í það iðgjöld í nokkur ár. En svo var samþykt að le'ggja fjelagið niður og kom okk- ur saman um að eta upp sjóðinn, og var það gert í Hótel ísland. Jeg er nú elsti hjólreiðamaður- inn á Islandi, en frú Finnbogason, ekkja Guðbrands, er elsta hjól- reiðakonan. ÞEGAR BANNA ÁTTl BÍLANA. O VO komu bílarnir til sögunn- ^ ar og þeir hafa gjörbreytt öllum samgöngum innan lands. En ekki voru þeir vinsælir í byrj- un. Þótti le'stamönnum á vegun- um austur þeir vera óþarfir gestir, því að þeir fældu hesta og varð það stundum að slysi. Bændur fyrir austan fjall sendu því Al- þingi áskorun 1914 um það að banna bílum að fara um þjóðve'g- ina, vegna þess að þeir trufluðu aðra umferð, væri valdir að slys- um og ónýttu vegina. Það lá við sjálft í þinginu að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.