Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - 405 Mynd frd þjóðhdtíðinni d Þingvöllum 1874 Hjer birtist mynd af Þing- völlum frá þjóðhátíðardög- unum þar dagana 6.—8. ágúst 1874. Er blaðinu ekki kunnugt um, bver tók ljósmynd þessa, nje hvort hún hefir birst áður. Eins og allir kunnugir sjá, er myndin tekin úr hraunbrekkunni austan Almannagjár og sjer suð- ur yfir vellina. í „Frjettum frá íslandi 1874“, þar sem hátíðahaldinu er lýst, er skýrt frá tilhögun og tjalda- skipun, svo hægt er að átta sig nokkuð á myndinrji eftir lýsingu þeirri. Þar segir svo m. a.; „Þenna stað höfðu landsmenn nú prýtt til hátíðahaldsins eftir sinnar aldar sið, með föngum þeim er fyrir hendi voru. Breið brú (vegur) var gerð sunnan frá túni því, er húsabær prestsins og kirkjan stendur á, og norður á vellina, en þar voru áður klung- ur og gjár og mjög ógreitt yfir- ferðar. Ennfremcr voru brýr gerðar yfir sumar kvíslarnar í Öxará, og borðviðir lagðir yfir meginána, svo að ganga mátti þurrum fótum yfir ána austan frá Lögbergi og völlunum og vestur í gjána. Ennfremur segir þar: „Aðalhátíðastaðurinn var fyrir búinn norður á völlunum, þar sem áin steypist iir gjánni. Þar voru reist tjöld mörg“. Það er þessi aðalhátíðastaður, sem sjest á nærsviði myndarinn- ar. Eftir lýsingunni í „Frjettum“ er hægt að átta sig á, hvaðaLtjöld það eru, sem stærst eru og mest ber á á myndinni Stærsta tjaldið vestast á árbakk anum næst hraunbrekkunni var „ætlað til fundarhalda, og til að veita þar í viðtökur konungi. Það tjald tók hátt á 2. hundrað manns. Yfir því miðju gnæfði merki og voru þar á mörkuð orðin: „Þjóð- hátíð íslendinga 1874“. Miðhluti tjaldsins var keilumyndaður, prýddur blómsveigum, og íslensk- um skjaldarmerkjum. Báðumegin við þetta aðaltjald voru reistar upp 2 tjaldbúðir er voru áfastar við það“. Á myndinni sjest greinilega, að þessi mikla tjaldbúð er þrískift, og er miðhlutinn, aðal „móttöku- tjaldið“, keilumjmdað í lögun. Fáninn, eða merkið, sem tal- að er um í lýsingunni, sjest ó- greinilega yfir keilumyndaða tjaldinu. Austar á árbakkanum sjást þrjú tjöld, sem eru mun stærri en önnur. Samkvæmt lýsingunni í „Frjettum" er vestasta tjaldið af þessum þrem tjald Reykvík- inga, næst tjald stúdenta og hið austasta tjald iðnaðarmanna. „Fyrir aftan þessi tjöld, segir í „Frjettum“, var ætlað svið öðrum tjöldum handa landsmönnum, er komu til hátíðarinnar". Af þeim sjást á myndinni 20—30. Tjöld konungs voru í Þingvallatúni, og sjást þau greinilega á myndinni vestur af kirkjunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.