Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1938, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1938, Blaðsíða 1
|H0r0nnMaí$$ti« 28. tölublað. Sunnudaginn 17. júlí 1938. XIII. árgangur. íufoldarpiMtnilllJi h.f Bernskuminningar stiftamt' mannsdótturinnar Frú Anna Hilma Finsen KlöcUer í heimsókn eftir 56 ára fjarveru Hilmar Finsen landshiifðingi. I>að nafn liefir lengi verið í siigu landsins. Síðasti stiftamt- maðurinn. Fyrsti landshöfðingi. Fólki, sem nú er á ljettasta skeiði finst nútímasagan byrja þegar síð- asti landshöfðinginn ljet af stjórn og fyrsti ráðherrann tók við. I>að er því ekki undarlegt þó manni þyki í frásögur færandi, að dóttir Hilmars Finsen sje komin hingað til bæjarins. Hún heitir Anna Hilma að skírnarnafni, fædd lijer í Reykjavík í stiftamtmanns- húsinu, er það þá var kallað árið 1868. Hún flutti með foreldrum sínum hjeðan sumarið 1882, misl- ingasumarið, sem kallað var, og hefir aldrei komið til íslands í 56 ár, þangað til núna um daginn. Hún giftist í Arendal í Noregi árið 1902 Isaac Kallevig Klöcker yfirrjettarmálafærslumanni. Mað- ur hennar er dáinn fyrir nokkr- !um árum. Þegar jeg gekk á fuiul frú Finsen Klöcker fyrir nokkrum dögum, kom á móti mjer höfðing- leg gömul kona. Svipur hennar getur við fyrstu sín greinilega mint mann á hina alkunnu mvnd af Finni Jónssyni Skálholtsbisk- upi. Hún falar alveg lýtalausa ís- lensku. Er framburður hennar al veg laus við annarlegan lireim. — Jeg lield að við ættum held- ur að tala dönsku, segir hún þó. Því jeg hefi aldrei lært íslensku, og sjaldan heyrt iiana eða talað í 56 ár. Á heimili foreldra minna hjer í Reykjavík höfðum við börn in danska kenslukon'u. Og svo er aunað. Ef þjer skrif ið eitthvað um mig í blöð, þá megið þjer ekki gefa því þann svip, að mjer finnist það sem jeg segi vera neitt sjerlega merkilegt. Því það er það ekki í mínum aug um. Jeg er ekki annað en óbreytt kona úr norskum kaupstað, sem hefir langað til þess að sjá Island, koma til Islands í 56 ár. Þegar ættingjar mínir og vinir kvöddu mig, áður en jeg lagði af stað, þa sögðu þeir, að jeg m}rndi verða vonsvikin er hingað kæmi. Því alt fólkið sem jeg þekti hjer á mínum ungu árum væri nú dáið. En jeg vissi að svo var ekki. Því í öll þessi ár hefi jeg skrifast á við tvær vinkonur mínar hjer, frú Þórunni Thorsteinsson, nei Siem- sen, vildi jeg sagt hafa, og frk. Thoru Friðriksson. Við ljekum okkur saman þegar við vorum krakkar. Ennfremur sagði jeg kunningjum mínum áður en jeg fór, að hvað sem fólkinu liði væru fjöllin þau sömu og áður. Og þau þyrfti jeg að sjá. áður en jeg færi í mína kistu úti í Noregi. Og nú hefi jeg hvorki orðið von- svikin yfir fjöllunum nje fólkinu. Jeg hefi þotið í bíl um landið, og m. a. komið í Skálholt, fæð ingarstað afa míns. — En afi yðar var —? — Jón Finsen, sonur Ilannesar biskups. Hann fæddist í Skálholti 1792, var elsti sonur Hanuesar biskups og Valgerðar Jónsdóttur. Hann var hjeraðsfógeti á ýmsum stöðum í Danmörku, síðast í Ár- ósum. En faðir minn, Hilmar Fin sen, var fæddur í Kolding 1824. — Hafði faðir yðar aldrei kom- ið til íslands áður en hann varð hjer stiftamtmaður ? Stiftamtmaðurinn. — Nei, aldrei. Eu hann fann mikið til þess, að hann var af góðu íslensku bergi brotinn. Og hann kunni íslensku til fullnustu. En að hann tók að sjer stiftamtmanns- embættið hjer, var líklega vegna þess, eins og þjer kannske vitið, að hann var bæjarfógeti í Sönd- erborg á Suður-Jótlandi 1864, er Þjóðverjar tóku þann stað. Móðir mín hafði flúið úr borginni með börnin þegar þýski herinn kom þangað. En faðir minn var þar kyr meðan skothríðin dundi yfir. Ilann fór þaðan ekki fyrri en ekkert var fyrir hann að gera þar lengur. Iíann var svo emhættisiaus ý

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.