Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1942, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Kvennaheimilið Hallveigar- staði“. Bandalag kvenna í Reykjavík hefir um mörg ár liaft húsmæðraskólamálið á stefnuskrá sinni. Það var því ekkert undarlegt, að einmitt stjórnir þessara aðila tækju málið upp að nýju. Stjórnir Ilalveigarstaða og Bandalags kvenna boðuðu því nokkrar konur á fund, þar sem ákveðið var að undirbúa málið, og í nóvember var nefnd kosin til að hafa allar aðalframkvæmdir í málinu. Þessar konur voru kosnar: Guðrún Jónasson bæjarfulltrúi, Soffía Ingvarsdóttir bæjarfull- trúi, Elísabet Jónsdóttir fyrv. kennari, Fjóla Fjeldsted fyrv. kennari, Kristín Ólafsdóttir læknir, Laufey Vilhjálmsdóttir fyrv. kennari, Vigdís Stein- grímsdóttir ráðherrafrú, Stein- unn H. Bjarnason og Ragnhild- ur Pietursdóttir. Fyrsti fundur nefndarinnar var 27. nóvember 1940. Ragn- hildur var kosinn formaður, Laufey ritari og Vigdís gjald- keri. Nefndin ákvað að senda út ávarp til borgara bæjarins og skora á þá að leggia fram fje til stuðnings málinu, líkt og gert hafði verið annarstaðar á landinu, þar sem húsmæðra- skólum hefir verið komið upp. öll dagblöð bæjairins voru málinu hlvnnt og Iofuðu að taka á móti gjöfum og styrkja málið. F’yrstu gjafirnar sem komu til blaðanna voru frá Silla og Valda og frá systrunum á Skjaldbreið. En síðar komu margar gjafir og mun jeg geta þeirra síðar. HÚSIÐ KEYPT Nefndinni var það brátt ljóst að ef hún ætti að koma þessu máli áleiðis, að þá yrði hún fyr- ir fyrstu peninga, er henni gæf- ust til skólans, að reyna að festa kaup á húsi. Með þetta fyrir augum fór hún í húsaleit og í þeirri leit benti frú Stein- unn H. Bjarnason á þetta hús, Sólvallagötu 12. Eftir því, sem Frú Ragnhildur Pjetursdóttir. nefndin athugaði málið nánar ákvað hún að kaupa húsið. Til skólans höfðu þá gefist 22,000 kr. og margir höfðu tekið vel undir málaleitanir okkar með gjafir til húsmæðraskóla. — í janúarmánaðarlok var hús- mæðraskóli Reykjavíkur orðinn húseigandi. Það eru tveir menn, sem jeg vil sjerstaklega minnast í sam- bandi við húsakaupin. Það eru þeir Jónas Hvannberg kaupm. og Sveinn Benediktsson fram- kv.stj. Annar hvatti okkur til að festa húsið, en hinn annaðist öll kaup og fjármál. Það er mjög líklegt, að ef við hefðum ekki fest kaup á húsinu einmitt á þessum tíma, sem við gerðum það, þá væri málið ekki komið eins langt og það nú er. Húsið er 20 ára gamalt, kaup- verð þess var 100,000 krónur. Það er bygt af Jónatan Þor- steinssyni kaupmanni, er var mikill athafnamaður. Tyiknað af Einari Erlendssyni húsa- meistara. Um smíði er mjer ekki kunnugt. VIÐGERÐIR Á SKÓLAHÚSINU Húsið var í mikilli niðufníðslu og þurfti gagngerðrar hreinsun- &r og viðgerðar við. Fyrst í stað hugðum við að komast hjá mikl- um viðgerðum. En eftir því sem við athuguðum málið betur og vandaðri rannsókn fór fram á húsinu, var horfið að því, sem nú er að mestu framkvæmt. Að gera húsið svo vandað og vel úr garði sem kostur væri a. Hvað hefir þá verið gert við húsið ? Allar leiðslur hússins hafa verið endurnýjaðar. Hitaleiðsla og ofnar, vatnsleiðsla, raf- magnsleiðsla og skolpleiðsla að nokkru. Efsta hæðin hefir ver- ið forskölluð og máluð og breytt þannig, að nú á hún að vera svefnherbergi fyrir heimavist- ina og tvær kenslukonur, enn- fremur er þar snyrtiherbergi og bað. Á annari hæð hússins verður eldhús og borðstofa, sem jafn- framt verðulr kenslustofa. Á þessari hæð hefir forstöðukon- an tvö herbergi. Þessi hæð er ætluð heimavistarskólanum. Á fyrstu hæð verður eldhús, skrifstofa skólans, setustofa fyrir heimavistina og hátíða- salur skólans, sem jafnframt verður kenslustofa og borð- stofa heimangönguskólans. Á báðar hæðir hússins hefir verið lagt ,,parkett“-gólf ofan á steingólfið, slíkt hið sama verður gert í kjallara hússins. Hæðirnar hafa verið málaðar og eldhús útbúin svo vel sem föng eru á. í kjallara hússins hafa ver- ið gerðar miklar endurbætur. Þar hefir verið komið fyrir snyrtiherbergi fyrir heiman- gönguskólann. Þar verða kenslu stofur fyrir handavinnu og vefnað. Þar er þvottahús og s<|raustofa, miðstöðvarherbergi og aðalmatargeymsla skólans. Forstofa skólans heldur sinni upphaflegu málingu, en hefir verið endurbætt. — Vjð alla glugga hússins hefir verið gert, og eru tvennir gluggar fyrir öllu húsinu nema kjallaranum. Þak hússins hefir verið málað og endurbætt. Viðgerð hússins er ekki enn lokið, og viðgerðarkostnaður er ekki uppgerður, svo það er ekki hægt að segja með neinni vissu hver hann verður, en það er ekki ótrúlegt að hann fari eitt- hvað yfir 100,000 krónur. HÚSBÚNAÐUR Húsbúnað í borðstofur og 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.