Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1942, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1942, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Maður er aítai að læra — segir Jón Halldórsson trjesmíðameistari. Fáeinar endurminningar frá námsárum hans. JÓN Halldórsson trjesmíða- meistari átti sjötugsafmæli síðastliðið haust. Daginn áður mætti jeg honum í Bankastræti og spurði hvort hann vildi ekki segja mjer eitthvað til að setja í blaðið á afmælisdegi hans. ,,Nei“, sagði Jón. „Þessar af- mælisgreinar, tómt hól og skrum. Jeg vil ekki sjá þær. Á sextugsafmæli mínu veisla á Hótel Borg. 180 manns, og hver keptist við annan að halda ræð- ur fyrir mjer. Þá spurði jeg Lvort jeg ætti þetta alt skilið. Þeir sögðu það. Jeg sagði nei. Jeg hefi ekkert gert, sem á að skrifa um, ekkert, sem er til að fjasa um. Það er nú það“. Svo kvöddumst við Jón þarna í brekkunni, og sagði jeg eitt- hvað á þá leið, að jeg myndi hitta hann að máli seinna, og kom svo til hans, er komið var fram á vetur á verkstæðið við Skólavörðustíginn. Hann vísaði mjer uþp í íbúð sína framhjá ,,Letigarðinum“, er hann kallar svo, en það er teiknistofa hans og inn í dag- stofuna. „Þarna er maddömu- stóllinn“ sagði hann, og vísaði mjer á haegindastól gegnt skrif- borði sínu, og þarna er skrif- borðsstóllinn. Og þá er best að jeg setjist í slcrifborðsstólinn, nn þjer 1 maddömustólinn.“ Og svo varð það. En jeg tók upp pennanm En auðsjeð var á Jóni að hann taldi málið ekki út- kljáð okkar í milli, og segir hann: „Hjer hafa komið ýmsir menn, Helgi minn Hjörvar, og sagði sig vantaði eitthvað í út- varpið; Sigurður Skúlason og Guðlaugur Rósinkranz, og all- ir vilja eitthvað um mig segja. Jeg hefi sagt þeim sitt hverjum. En ef þessu á að halda áfram, þá er þetta orðið „pral“. Á VESTFJÖRÐUM „Mig hefir lengi langað til að skrifa upp allan árshringinn eins og hann var á Vestfjörðum í ungdæmi mínu, þegar karl- mennirnir fóru til sjóróðra á páskunum, og konurnar einar eftir heima og oft lítil björg fyrir menn og skepnur, konurn- ar að bera heyin milli húsa, sinna öllum skepnum, stinga út tað, bera á völl, sjá um sauð- burð og gera alt saman fram um Jónsmessu, þegar karl- mennirnir loksins komu heim úr verinu, og komin græn grös fyrir löngu. Að EÖnnu koinu þeir heim um helgar og færðu þá oftast björg í bú. Um þetta vildi jeg skrifa, svo það geymd ist í minningunni. En ekki um sjálfan mig“. „Hvenær lærðuð þjer að smíða?" „Jeg veit ekki hvað jeg á að segja um það. kannske hefi jeg altaf kunnað það, eða aldrei lært það. Maður er í rauninni alt af að læra. Hjörvar var eitthvað að tala um það, þegar jeg var smali og gleymdi ánum, af því smiðjan á bænum var opin, en jeg þar, og smiðjan var síðan lokuð fyrir mjer, en jeg skreið með öðrum strák niður í gegn um strompinn, niður á skamm- bitann, niður á aflið og svo vor- um við þar. Það var eiginlega f.íí'ákurinn, sem með mjer var, rem fann upp á þessu. En við þóttumst vera að smíða ekki vantaði það. TIL NOREGS Svo fór jeg til Ellefsen hval- íangara sumarið 1895 og spurði hann að því, hvort jeg gæti ekki fengið far með skipinu hans um haustið, er hann flytti verkafólk sitt heim. Hann taldi öll tormerki á því, svo margt með skipinu, en sagði samt, að 1 etta kynni að geta orðic, ef jeg passaði fyrir hann tvo hesta á leiðinni. Hólmgeir Jensson mógur minn var með í ferðinni til að kynna sjer dýralækning- ar. Seinna hitti jeg Ellefseri og spurði hann hvað fæðið kostaði á skipinu og sa(_ði hann 5—6 krónur á dag. Það þótti mjer •Tikið. Skipið á stað urn haustið með verkafólkið, hestana og mig. Alt gekk vel. Þegar við komum til Tönsberg kallaði matsveinn- inn á mig og sagði: Ef þú ætl- ar að kveðja hann Ellefsen þá vtrður þú að flýta þjer, Og jeg eins og byssubreodur, því Ell- efsen var kominn í bátinn, kall- aði til hans og spurði hvað jeg ætti að bcrga. — Líði þjer alla daga vel, sagði hann við mig. Og svo ekki meira um það. Hann var góður karl, en ákaflega illa við slæp- ing og fyllirí, í því líkur Tryggva gamla Gunnarssyni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.