Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Qupperneq 1
JSlcrauaMaösjtis
tölublaC. Sunnudagur 29. mars 1942. XVII. árgangur.
l«afoldkrpi«ntamlðJa fc.t.
Pálí Sigurðssoti:
Nokkrar staðfræðilegar athuganir
í landnámi Hallsteins Atlasonar
A fáum stöðum á landinu mun
vera jafn-erfitt að átta sig
^ staðháttum, eins og þeir eru nú
samanborið við frásagnir hinna
f°rnu heimilda um þá á land-
námsöld, og í landnámi Hallsteins
-A-tlasonar, þegar tekið er tillit til
þess, hversu greinilega heimild-
irnar lýsa þeim. Til þess liggja
ýmsar orsakir: Örnefni hafa týnst
°g önnur komið í staðinn. Ár virð-
ast hafa breytt um farveg og nöfn.
Ijandið hefir brotnað. Heimildum
t*er ekki saman í ýmsum minni
káttar atriðum o. s. frv.
í Landnámu (Sturlubók) segir
sv° frá landnámi Hallsteins: „Há-
sfeinn stökk þá undan ok brá til
íslandsferðar. Hann átti Þóru
Ölvisdóttur. Ölvir ok Atli voru
sýnir þeira. Hásteinn skaut set-
stokkum fyrir borð í hafi at forn-
llla sið. Þeir komu á Stálfjöru
fyrir Stokkseyri, en Hásteinn kom
1 Hásteinssund fyrir austan
^tokkseyri, ok braut þar. Há-
steinn nam land milli Rauðár ok
ttlvisár upp til Fyllarlæltjar, ok
®reiðamýri alla upp at Holtum,
bjó á Stjörnusteinum, ok „vo
^ivir son hans eftir hann. Þar
keita nú Ölvisstaðir. Ölvir hafði
iandnám alt fyrir utan Grímsá,
ktokkseyri ok Ásgautsstaði, en
Atli átti alt milli Grímsár ok
Rauðár. Hann bjó í Traðarholti".
f Flóamanna sögu, Egils sögn
og einni Landnámugerð er Há-
steinn nefndur Hallsteinn, sem jeg
liygg að sje rjettara. Sennilega
stafar nafnið Hásteinn upphaf-
lega frá misritun. Jeg hefi veitt
því athygli, að nafn tveggja
manna, sem með vissu er vitað að
hjetu Hallsteinn, hefir í fornum
heimildum misritast Hásteinn.
Nafnið Hallsteinn virðist að fornu
fari stundum hafa verið ritað;
Halstein. Þarf þá ekki annað en
1 falli burt, svo að úr því verði
Hastein. Hjer er ekki rúm til að
rökstyðja nánar, að hið rjetta
nafn landnámsmanns þessa hafi
verið ITallsteinn, en jeg mun í
grein þessari láta hann halda því
nafni.
RAUÐÁ.
Tveir þeirra fræðimanna, sem
hafa ritað um landnám þetta, þeir
Kálund og Brynjólfur Jónsson,
telja, að Rauðá muni hafa verið
lækur sá, sem rennur til sjávar
fyrir austan Baugsstaði og heitir
þar Baugsstaðasíki. Ofar er hann
ýmist nefndur Stórilækur eða
Hróarslækur (Hróarsholtslækur).
Báðir þessir fræðimenn virðast þó
vera í nokkrum vafa um þetta,
og það, sem veldur þeim heila-
brotum hvað þetta snertir, er
nafn á tveimur hjáleigum rjett
austan við Stokkseyri, er heita
Vestri-Rauðarhóll og Evstri-Ranð-
arhóll. í jarðabók Á. M. og víðar
hefir nafnið, að því er virðist
vegna misskilnings, verið ritað
Rauðárhóll. Slíkt segir enginn
maður þar eystra, heldur Rauðar-
hóll. Ýmsar skýringar um afbak-
anir hafa komið fram, en eftir því,
sem jeg veit best, allar frekar
ósennilegar. Mjer finst lang-lík-
legast, að nafnið sje dregið af
liestnafninu Rauður, og er þá með
röngu eignarfalli, fyrir Rauðshóll.
Rauðarhóll fer fult svo vel í
munni. Sambærilegar rangar beyg-
ingar á íslenskum bæjarnöfnum
eru alltíðar, t. d. Fjósar, Holtar,
Hrísar, Lyngar, Nesjar, Seljar,
Skipar, Vetnir o. s. frv.
Eitt er víst, að þess sjást engin
merki, að nálægt þessum bæjum
hafi nokkur á runnið, og ekki
sennilegt, að svo hafi verið.
Það virðist enginn vafi leika á
því, að lækur sá, sem nú heitir
Stórilækur, Baugsstaðarsíki og Hró
arslækur, sje hin forna Rauðá.
Hefir hún vafalaust fengið nafn
sitt af því, að í henni er afar
mikið af mýrarauða,
Af frásögn Landnámu má sjá,
að Rauðá skilur landnám Hall-
steius frá næsta landnámi þar
fyrir austan, landnámi Lofts hins
gamla Ormssonar. Ekkert annað
vatnsfall er t.il á þessu svæði, sem
til greina virðist geta komið.
Baugsstaðir, sem kendir eru við