Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 83 & túni og bæjarhúsum á Sltipum, enda eru bæði munnlegar og skrif- ^e?ar heimildir fyrir því, að svo l'afi verið. í Jarðabók Á. M. er þess getið, í stórflóðum falli sjór undir í^inn á Grímsdæl, brjóti' hann UPP» hrindi honum á túnið og ^jöri nieð því stórskaða. Aldrað sem nú er dáið fyrir nokkr- 11 m tugum ára, mundi eftir því, að miðja 19. öldina rann vatn eft- lr Grímsdæl og til sjávar fyrir anstan Skipa, eftir svonefndri Nýjuá eða Skipaá. Hefir þetta Verið afrensli Traðarholtsvatns. f stórflóðum stíflaðist þessi á stund- nm og gerði skaða. Rann þá stund- lltti vatn inn í bæinn á Skipum. þess að varna því, hlóðu eigendur eða ábúend- Skipa fyrir afrensli Trað- arholtsvatns og mynduðu nýtt af- rensli úr því með því að grafa skurð austur í Skipavatn, sem nefndur var Nýilækur. Hefir 'j'raðarholtsvatn afrensli eftir hon 'Un enn þann dag í dag. Eins og jeg hefi þegar tekið ^ram> er Grímsá ekki framar til a bessum slóðum, en þar er önnur a> sem ekki er nefnd í Landnámu, eÓa öðrum fornum heimildum, svo aÓ jeg viti til. Á þessi er Baugs- staðaá. Nú væri hugsanlegt, að það væri Grímsá með öðru nafni. en við nánari athugun sjest, að það fær ekki staðist. Samkvæmt ^rásögn Landnámu voru Baugs- a^aðir austan Grímsár. Það er nauð sýnlegt að taka það fram í þessu Sambandi, að Baugsstaðabærinn efir verið fluttur. Hann var áður ó Baugsstaðakampi. Sjest þar enn ^ fyrir garðsleifum suðaustur af narrarósvita. f fjörunni þar ram undan heitir Fornu-Baugs- staðir. Baugsstaðaá rennur til suðaust- ^rs> norðaustan við Baugsstaða- anip 0g hefir upptök í austur- enda Skipavatns, lítið eitt fyrir austan þann stað, þar sem jeg tel aÓ það muni hafa haft afrennsli ^ ' Grímsá. Við upptökin rennur augsstaðaá í gegnum einskonar j'Ó á tiltölulega mjóum klapp- arhrygg, og virðist vatnið annað 'Vort hafa sprengt í sundur klöpp 'na eða hliðið er mannaverk, og er það líklegra. Hinn merki fræði- maður, Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi, mun fjmstur manna hafa komið fram með þá tilgátu, og tel jeg hana mjög sennilega. Mjer finst næsta ólíklegt, að Skipavatn hafi upphaflega haft tvö afrennsli, svo að segja hvort við annað. Jeg get hugsað mjer að þetta hafi gengið fyrir sig á þann hátt, er nú skal greina: Eins og jeg þegar hefi bent á, þá hefir mynni Grímsár legið opið fyrir úthafinu og getur naumast nokkur vafi leikið á því, að áin hafi stíflast eða hálf- stíflast um stundar sakir í stór- flóðum, ekki stærra vatnsfall en hún hefir verið. Hefir hún þá valdið tjóni, einkum á Skipabæn- um. Það eru til sæmilega góðar heimildir fyrir því, að bærinn hafi verið fluttur upp þangað, sem hann stendur nú, á fyrri hluta 17. aldar. Eftir að hann var fluttur, má ætla, að hann hafi legið ennþá meira undir skemdum af völdum áídnnar. Má vel vera, að þá hafi það ráð verið tekið, að brjóta sundur klapparhrygginn fyrir austurenda Skipavatns og fá því þar afrensli. Við það hefir vatnsborð þess lækk- að og hætt að renna úr því út í Grímsá. Þetta hefir þó ekki nægt. Eftir var sá hluti Grímsár, sem kom úr Traðarholtsvatni, og ör- uggar heimildir eru fyrir því, að áin hafi enn valdið tjóni bæði á túni og bæjarhúsum á Skipum. Enda skiljanlegt að svo hafi ver- ið, þar sem hún var nú orðin allmiklu vatnsminni og hefir því átt erfiðara með að ryðja úr sjer stíflum eftir stórflóð. Virðist þá hafa verið tekið það ráð að grafa henni nýjan farveg vestar, nær Skipum, og var þar nefnd Nýjaá. Ekki hefir það dugað, sem varla var von, og var þá tekið það ráð, sem dugði og jeg hefi áður skýrt frá, en það var að hlaða fyrir afrennsli Traðarholtsvatns í Gríms á og grafa slturð austur í Skipa- vatn. Er vissa fyrir, að þetta hefir verið gert, og sennilega hef- ir það verið um miðja 19. öldina. Eftir það hefir áin engu verulegu tjóni valdið. Þess er hvergi getið, svo að mjer sje kunnugt um, við hvern Grímsá hefir verið kend. Mjer þykir ekki ósennilegt, að hún hafi verið kend við Grím landnáms- mann í Grímsnesi, sem Grímsnes ber nafn af. Guðbrandur Vigfús- son telur, að hann hafi verið með fyrstu landnámsmönnum. í Droplaugarsona sögu er sagt frá því, að hann hafi komið skipi sínu, sem tekið er fram að hafi verið knarrarskip, á Eyrar, í þá höfn er Knarrarsund heitir. Má vera, að sundið hafi verið nefnt eftir skipi hans. % Landnámu og Droplaugarsona sögu ber saman um, að Grímur J hafi numið Grímsnes og búið að Búrfelli. Annars er eitthvað bland að málum um ættfærslu hans í Droplaugarsona sögu. Landnáma segir, að hann hafi verið systur- sonur Vjeþorms Vjemundarsonar og að hann og Hólmfastur sonur Vjeþorms hafi herjað á Suður- eyjar og drepið þar Ásbjörn jarl skerjablesa. Þeir hafi tekið her- fangi Ólöfu konu hans og Arn- heiði dóttur hans. Grímur hafði síðar kvænst Ólöfu, en Ketill þyrmur Arnheiði. Við hana eru kendir Arnheiðarstaðir á Fljót- dalshjeraði. STÁLIÐ. í Stokkseyrarfjöru, framundan Vestra-íragerði, á að giska 50 metra frá fjörusandinum, eru leifar af standbergi, sem hefir sennilega verið 3—4 métra hátt og 8—10 metradangt. Um þykt þess er erfitt að segja, því að ofanverðu liefir flötur þess verið hallandi frá suðaustri til norðvesturs, ef til vill dálítið bungumyndaður, líkt og uppborið hey. Nú stendur eftir aðeins austasti hluti þess, þar sem áður stóð trje, sem notað var sem sundmerki Músarsunds. Hinn hluti Stálsins, sem sjórinn hefir ekki brotið, hefir verið brot- inn niður og notaður í byggingar, einkum sjóvarnargarðinn fyrir Stokkseyri. Standberg þetta hefir snúið móti suðaustri og1 virðist hafa myndað nokkurn veginn lóð- rjettan vegg. Framundan því er tiltölulega sljett þanggróin fjara. Ekki veit jeg til, að þessi fjara hafi nn nokkurt sjerstakt heiti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.