Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Side 4
«4 -LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Frá því er skýrt í Landnámu, að setstokkar Hallsteins Atlasonar hafi komið á Stálfjöru fyrir Stokkseyri. Ornefnið Stálfjara er nú týnt, en sterkar líkur eru fyrir því, að það hafi einmitt verið þessi fjara. Sumir frœðimenn telja, að Stálfjara hafi hlotið nafn á undan Stálinu og virðast setja það í samband við málminn stál (vopn). Þegar Stálfjöru var gefið nafn, hafi Stálið ekki verið komið fram undan bakkanum, en þegar það kom fram, hafi nafnið Stálfjara ekki verið týnt og Stál- ið Jsá hlotið nafn af henni. Þetta er vafalaust alröng skýr- ing. Stálið hefir eflaust hlotið nafn á undan og fjaran svo verið nefnd eftir því, enda þótt Stálið sje ekki nefnt í Landnámu eða öðrum heimildum. Stál í þessu sambandi merkir eitthvað, sem myndar ljóðrjettan vegg. Það er skylt sögninni að standa, og er ennþá til í samböndum t. d. tað- stál og heystál, sbr. gamla reglan um heylán; „Einn kapall úr stáli jafngildir tveimur á teig“. Nafnið hefir það vafalaust fengið af lög- uninni og lóðrjetta veggnum móti suðaustri. Eins og áður er sagt, eru um 50 metrar frá Stálinu og upp að fjörusandi, og um 200 metrar frá því upp að sandbakkanum. Hafi nú Stálið verið komið fram undan jarðvegi um það bil og land var numið þarna, eða þegar Landnáma eða drög að henni voru samiu, eins og jeg þegar hefi fært sterk- ar líkur fyrir, þá er það augljóst mál, að tiltölulega lítið hefir brotnað þarna framan af landinu og miklu minna en alm.ent virðist talið. STJÖRNUSTEINAE. Hvar hefir bærinn staðið? Samkvæmt Landnámu (Sturlu- bók) bjó Ilallsteinn að Stjörnu- steinum. Enginn bær er nú til með því nafni á þessum slóðum, og menn vita nú ekki, hvar hann hefir staðið. Örnefnið Stjörnu- steinar er þó ennþá til. Nokkuð fyrir austan Stokkseyri gengur klappa- og grjótrif frá fjörusandi og alveg fram í skerjagarðinn. Rif þetta heitir Langarif. Á suð- austurhorni þess eru nokkrir klett ar, sem eru svo háir, að sjávar- gróður festir sig ekki á þeim, en þó ekki hærri en það, að þeir fara í kaf um stórstraumsflóð. Klettar þessir heita Stjörnustein- ar. Sumir ætla, að þar hafi bærinn Stjörnusteinar staðið og telja sig hafa fyrir því gömul munnmæli. Það virðist ekki geta komið til mála, að þar hafi nokkurn tíma staðið bær, þar sem þetta er í sjálfum skerjagarðinum. Hann er vafalaust á þessu svæði sá hinn sami og hann var á landnámstíð. Landið virðist hafa brotnað til- tölulega lítið þarna, og mjer vitan- lega hafa engin óyggjandi rök verið færð fyrir því, að það hafi sígið síðan fyrst var bygt þarna. Austan við Langarif er þröngt og grunt sund í skerjagarðinum. Mætti vera, að það væri hið forna Hallsteinssund, þar sem Hall steinn braut skip sitt. í rekaskrá staðarins í Skálholti, sem Jón Sigurðsson telur vera frá tíð Árna biskups Þorlákssonar, eða frá því um 1270, er nefndur Stjörnusteinn við Stokkseyri'. í rekaskránni stendur eftirfarandi klausa: „Kirkjan í Skálholti á 10 hundruð í rekanum er liggur .. .......... og þann, sem liggur fyrir Stokkseyri á Eyrarbakka í millum Dyralóns og Stjörnusteins og sjónhending fram í öldurif, að undanteknum svo stórum hval, sem allir heimamenn af einföldu búi á Stokkseyri með einum eyk geta af stað hrært og allan við tveggja álna langan millum sniða og þaðan af stærra“. Út af reka þessum urðu síðar málaferli og svardagar. Það virðist lítill vafi geta leikið á því, að hjer sje átt við bæinn Stjörnusteinar. Nafnið stendur í eintölu, og er það út af fyrir sig athyglisvert. Stjörnusteinn sá, sem miðað er við, hlýtur að hafa staðið á sjávarbakkanum eða ná- lægt honum, þar sem mörkin eru frá honum og sjónhending fram í öldurif. Ekki getur hjer verið átt við Stjörnusteina þá, sem nú eru þektir, þar sem þeir eru á öldurifinu. Rekaskráin er talin vera frá síðari hluta 13. aldar, eins og sú gerð Landnámu, sem kend er við Sturlu lögmann Þórðarson, en Sturlubók telur bæinn StjörnU- steina vera til og heiti hann þa Ölvisstaðir. Má vera, að nöfni'-1 á honum hafi fyrst framan af verið nokkuð á reiki. Af reka" skránni má ennfremur sjá, a® staður þessi hefir verið austan við Stokkseyri. Jeg tel vafalítið, að bærinn Stjörnusteinar hafi staðið einhvers staðar á sjávarbakkanum á svæð- inu frá Stokkseyri og austur að Grímsá. Líklega upp af Langa- rifi. Á þessu svæði hafa verið, svo vitað sje, tvö grasbýli, þ. e. Grjótlækur og Skipar. Grjót- lækur er í jarðabók Á. M. talinn hjáleiga frá Traðarholti, sem virð- ist brátt hafa orðið ættarsetur afkomenda Hallsteins. Jeg fæ ekki betur sjeð en bær- inn Skipar svari til hinna fornu Stjörnusteina. Sú jörð er hverg* nefnd með því nafni í fornum rit- um, svo að jeg viti til. Sæmilega góðar heimildir eru fyrir því, að bærinn hafi verið fluttur upp. Það, sem tvímælalaust styður þá skoðun, að bærinn Stjörnustein ar hafi staðið á þessu svæði, eru haugar þeirra feðga, Hallsteins og sona hans við Haugavað, sem nú heitir Barnanesvað. Sigurður Vig' fússon gróf í hauga þessa sumarið 1880. Kom þá í ljós, að frásögn Landnámu um þá er svo að segj3 hárrjett. Engin ástæða er til a® ætla, að líkami Hallsteins haf1 verið fluttur langt burt frá bæ hans til haugfagningar. Slíkur var ekki háttur fornmanna, nema sj®r stakar ástæður væru fyrir hendi, sem ekki verður sjeð, að hafi verið þarna. Af heimildunum verð- ur ekki heldur annað sjeð, eíl hann hafi andast fyrstur þeirra feðga. Jeg tel ekki ólíklegt, að steirt' arnir á Langarifi hafi fyrst hlotið nafnið Stjörnusteinar og bærinn svo verið nefndur eftir þeim. Frú Filomena Fazatta, sem er komin fast að 108 aldurs ári, á von á því að verða amerískur borgari árið 1944. Hún hefir látið svo um mælt: „Jeg er við góð3 heilsn. Ekkert liggnr á“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.