Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 91 eða þar um bil og eina kú. Hann leitaði aldrei atvinnu utan heim- ilis og var svo „stór upp á sig“ að hann svalt heldur en leita til sveitar sinnar. Kýrin stóð geld 2—4 vikur undan burð, eins og gerist og gengur. Þá var fjöl- skyldan þurbrjósta. Annars var lifað á mjólkurdropanum og brauðbita úr rúgmjöli, sem ,et- inn var af eldinum, úr heima möluðu rúgkorni. Þessi bóndi fór um hlað föður míns, þegar hann fór í kaupstað. Og þangað ‘fór hann all-oft (ók þangað heyi hönd þessa manns. Hún var hlý fyrir brennivín). Jeg tók oft 1 og þykk. Og hann var rjóður í kinnum (þó að vínólga væri ekki í blóðinu). Börn þessa manns náðu meðal þroska. En þigar hugsað er til þeirrar bú- sveltu, sem þarna var í kotinu, verður torskilið, hvernig fólkið gat lifað og litið allvel út. Sú gáta verður ráðin með einu móti: Númjólkursopinn og brauð- bitinn — úr ósviknu mjöli — gátu nokkurnveginn fullnægt þörf líffæranna og varið þau vanheilsu. Þessi kotbóndi — kallaður letingi og sjervitrungur — mun hafa haft hugboð um ágæti ný- mjólkur og rúgmjels-brauðs. Hann var mjög greindur maður og opnaðist uppspretta vits- muna hans „þegar hann hafði mátulegt í kollinum“, orðhepp- inn þá og getspakur, annars fá- látur og innibyrgður, drumbur á heimili — sterkur maður og hjelt fullum kröftum, þó að hann æti minna en lítið langa hríð. Jeg sá eitt sinn fulltíða mann vel sterkan og glíminn fljúga á bóndann og vóru báðir nokkuð ölvaðir, þá var bóndinn 1-oskinn. Hann hóf á loft árásar- manninn og rak hann niður fall mikið. Hann kom fyrir sig hönd- unum, en braut í sjer aðri pípu framhandleggs, þegar niður kom. Að svo mæltu tjái jeg Jónasi lækni Kristjánssyni þökk fyrir baráttu hans í þessu þjóðþrifa- máli. ★ Bœtikostur. Það er fagurt orð og merkilegt, eldra en bætiefni, en getur þýtt þann mat, sem lum ar á bætiefnum. Jónas læknir Kristjánsson ber bætikost fyrir brjósti þjóðinni til handa. Knútur Hamsún, skáldmær- ingur mun hafa haft í huga bætikost handa Norðmönnum, þegar hann samdi skáldsögu sína um ,Seglfossbý‘ — miklu athyglisverðari sögu, en flestar þær skáldsögur, sem hafa verið þýddar á íslensku. Sagan segir frá Norðmanni, ,sem kemur heim vestan um haf, byggir korn- mylnu við Segulfoss til mölunar hveiti korni, og er henni ætlað að byrgja Noreg að brauðefni. — Þangað streymir fólk frá sjó og sveitum til að ná í atvinnuna. Fiskibáta fjarar uppi, jarðir leggjast í auðn. Þetta gæti ver- ið íslenskt „ævintýr“. En þó að forsprakki þessarar framkvæmd ar kæmi með loðna lófa að vest- an, veltur mylnan um koll áður en mörg ár líða. Hruni hennar Valda: kaupskrúfur, verkföll og hangandi vinnuhendur. For- sprakkinn stofnaði blað til upp- lýsingar fólki sínu — verkalýðn- um — það snerist móti honum og ól á þeirri kenningu, að sá ríki maður hefði nógu breitt bak til að bera allar kröfur. Loksins gafst hann upp og fór sína leið. Orð Bólu-Hjálmars geta verið grafskrift þessa manns: „Rékkur mætur rýmdi burt, rústin grætur eftir“. ★ Nú víkur máli mínu hingað. Rögnvaldur Pjetursson, sá vitri, veglegi og velviljaði mað- ur þjóð vorri, gerði sjer ferð hingað vestan um haf, á einu sumri, 1 þeim vændum að koma til leiðar stórfeldum viðskiptum milli Canada og íslands. Rögn- valdur bar fyrir brjósti m. a. að koma hingað hveitikorninu. Það skyldi malað hjer handa allri þjóðinni og jafnvel handa Norð- urlöndum. Þetta bar á góma milli okkar Rögnvalds, svo að jeg veit með vissu, að þetta er eigi gripið úr lausu lofti. Rögnvaldur hafði í huga versl unarhag beggja þjóðanna. Og á hinn bóginn vissi hann um næringargæði hveitikornsins. Og vildi að þjóðin yrði þeirra að- njótandi. Rögnvaldur mun hafa lagt í sölurnar fyrir þetta áhugamál sitt mikinn ferðakostnað og dýr- mætan tíma. Tvennum sögum fer um það, hvers konar óvættur hafi varn- að þessari þjóðþrifa hugmynd — gjaldeyrisvöntun eða einhver mótspyrna bak við tjöldin, nokkurskonar skotta, sem mátti sín mikils í skugganum. Nú eru hafin verslunarvið- skifti milli Garðarseyjar og Vest urheims. Vorir duglegu kaup- sýslumenn ættu nú að muna eft- ir hveitikorninu og mylnu til að mala það hjerlendis — kaup- sýslumenn, Sambandið og land- stjórnin. Sú þrenning ætti að vera megnug þeirrar fram- kvæmdar, þá mundi verða á borðum Islendinga bætikostur. 7—2—’42. Guðmundur Friðjónsson. Smælki. Húseigandi við tilvonandi leigj- anda: Við erum ákaflega rólegt fólk og okkur er illa við hávaða. Eigið þjer börn, — Nei. — Píanó, útvarp eða grammó- fón, — Nei. — Leikið þjer á nokkurt hljóð- færi, Eigið þjer hund, kött eða páfagauk, — Nei, en það ískrar ögn í sjálf blekungnum mínum, er jeg skrifa með honum. ★ Kona nokkur í Salt Lake City var að bisa við að koma stóru útvarpstæki gegnum dyrnar á íbúð sinni. Alt í einu kom húu auga á karlmann á ganginum og bað hann að aðstoða sig. Konau skýrði manninum frá, að hún væri að koma útvarpstækinu und an, vegna þess að hún byggist við að þá og þegar myndi lög- taksmaður koma til að gera lög- tak í tækinu fyrir ógreiddum skatti. Þá kom í ljós, að maður- inn, sem hún hafði beðið um að- stoð, var enginn annar en lög- taksmaðurinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.