Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1942, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
93
Guð minn góður, hvað mjer þótti
leiðinlegt að sjá hana fara, og
hafði mikla óbeit á vinnudögun-
um, sem jeg átti í vændum.
Svo skrifaði jeg löng, ástar-
þrungin hrjef á hverri nóttu, og
beið eftir að fá fyrsta brjefið
frá henni. Þau komu fáein, sem
jeg las aftur og aftur, til þess að
gæta að, hvort jeg hefði ekkert
msit úr, en síðan skrifaði hún
aðeins klaustursleg póstkort, mik-
ið hataði jeg hana. Hún hafði
tekið fríið mitt, fríið, sem jeg var
alveg búinn að ráðstafa fyrirfram,
sem hafði haldið í mjer fjörinu og
dugnaðinum árum saman. Hugsun
in um það hafði altaf verið efst í
huga mjer, þegar jeg slökti í hálf
reyktri sígarettu.
Hún hafði svo eignast það. Jeg
hafði látið alt af hendi. En nú
var jeg ánægður — ánægður yfir
að hún hafði þarfnast mín, og
alt hafði farið eins og það fór.
Erfitt var að skilja að þetta
væri sama stúlkan, sem jeg hafði
hitt svona skyndilega. Þegar jeg
þá sá hana svo lasna, fylgdi jeg
henni heim. Hún leigði ódýrt her-
bergi. Hafði enga vinnu. Enga
vini, þegar hún þarfnaðist þeirra,
óþolinmóður húsráðandi, reikning-
ar í tonnatali, og svo borðaði hún
rjett nægilegt til þess að halda
sjer við dálítið lengur. Jeg upp-
götvaði þetta strax. Auminginn,
orðin þutu fram um varir henn-
ar, ósamanhangandi. Hún var svo
einmana, og svo þakklát, þegar
jeg gaf henni ríflega máltíð. Þá
sagði jeg henni frá öllu saman.
Hún var indæl. Svo datt mjer í
hug að taka hana líka með, til
þess að sjá liana glaða.
Við hittumst oft eftir það, en
mánuði seinna varð hún veik, jeg
vissi ekki hvað átti að gera, lækn-
irinn sagði að hún yrði að fara á
sjúkrahús og svo um tíma þangað
sem sólin skini, til þess að henni
batnaði. Hvað gat jeg annað gert
en sent hana eina, í stað þess að
við færum bæði saman. Og nú
var hún komin aftur. Jeg kysti
hana.
„Elskan", sagði hún, „jeg er
feginn því, að þú skulir vera
svona þögull í kvöld, það er svo
margt sem jeg þarf að segja þjer.
Guðmundur Friðjónsson:
Oef mjer
Það: að bera höfuðið halt,
hamlar brautargengi.
Hjarta mitt og höfuð salt
hafa vegið lengi.
Ýmsum verður örðug nú
ástleitnin við Mildi.
Margur hikar að taka trú —
trúna á lífsins ffildi.
Mjer fyrir döprum sjónum
senn
sortnar, á fótskör norna.
Gef mjer trú á guð og menn,
gæska, himinborna.
Þú skilur, meðan jeg hef verið í
burtu, hef jeg hugsað svo mikið
um okkur. Við getum ekki byrjað
á nýjan leik fyr en við erum gift.
Það mundi ekki vera rjett gagn-
vart hvorugu okkar. Og ef jeg er
með þjer, þá eyðir þú peningun-
um í stað þess að spara. Við gæt-
um aldrei skemt okkur saman,
værum altaf að hugsa um að nurla
saman í banka, til hveitibrauðs-
daganna. Mjer var boðin atvinna
meðan jjeg var að heiman. Góðó
atvinna, sem einkaritari, svo jeg
get lagt peninga til hliðar. Þú
skilur, Elskan er það ekki? Við
getum skrifast á og sjeðst öðru
hvoru, en jeg verð að fara norður.
Hann vinnur þar. Og svo brátt,
mjög bráðlega, hittumst við aft-
ur“.
Hún leit í augu mjer, og klapp-
aði höndinni á hönd mína. Núna
þeirri vinstri. Tárin stóðu í aug-
unum á mjer. Jeg gat ekki litið
framan í hana. Seinna ætlaði jeg
að mótmæla, grátbiðja hana. Núna
gat jeg ekki hugsað. Jeg leit niður
á litlu heitu höndina hennar.
Ósjálfrátt strauk jeg hana. Svona
sat jeg lengri tíma, það var aðeins
hægt sem rann upp fyrir mjer,
hvað það var, sem höndin bar með
sjer.
Á þessum tveim mánuðum hafði
sólin gert hana koparbrúna.
Á hringfingri var ennþá hvít
rák eftir umsamin svik.
Þar hafði sólin ekki komist að.
(Lauslega þýtt).
Bessastaðir
Örlítil athugasemd
IMorgunblaðinu 21. þ. m. er
sagt að íbúðarhúsið sje bygt
„kring um árið 1760“. Þetta er
nú að vísu rjett, en ekki nægi-
lega nákvæmt. Byrjað var að
flytja grjót frá Fossvogi til hús-
byggingar 1759 og 1760. Graf-
ið var fyrir grunni hússins 1761,
og byggingunni haldið áfram
til 1767. Var það þá að mestu
fullsmíðað. Margar heimildir
um Bessastaði er til hjer í Þjóð-
skjalasafni, á ýmsum stöðum,
þ. á. m. kostnaðarreikningur við
hús þetta. Innlendi kostnaður-
inn öll (9) árin 1759—67 m. m.
Þar eru nákvæmar skoðunar-
gjörðir allra húsa á Bessastöð-
um frá þessum árum (1688?),
1697, 1727, 1745, 1757 og lík-
lega yngri. Skýrslunni 1697,
fylgir lýsing af varnarvirkinu
(,,Skanzinum“), sem Otto
Bielke ljet byggja þar með
dönskum hermönnum 1667,
ásamt leifum þeim af skotfærum
og fallbyssum, sem þar voru þá
eftir. Virkið var gert til „varnar
á móti ófriði útlenskra”, og
heimtaði Otto Bielke skatt til
þess, af öllum sýslumönnum á
landinu, en þeir áttu svo að
krefja af bændum,
Bessastaðir eru nú (aftur)
orðnir svo mikið og merkilegt
höfuðból, hið göfugasta á landi
voru, að ástæða er til að rifja
það upp er hjer finnst um stað-
inn sögulegt, þegar þess verður
kostur. Ýmislegt er til, um æðstu
höfðingja landsins, er þar áttu
aðsetur, og dálítið um jörðina.
Meðal annars stærðarmæling
Rasmusar Lievogs stjörnufræð-
ings, á Bessastaðanesi. Upp-
dráttur hans af nesinu, mun því
miður ekki til hjer (en máske í
Kmh.). Lievog bjó lengi í Lamb-
húsum hjá Bessastöðum. Var
hjer 1779—1805 og fram-
kvæmdi ýmislegt merkilegt.
Bygði búinu á Lambhúsum og
bætti þá jörð mikið. Var þó af-
skiptur af Vibe amtm. og átti í
erjum við hann. (Mörg brjef
til.)
V. G.