Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Blaðsíða 2
114 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Verkið hafið að kirkjubyggingunni 1913. Mennirn- ir, sem sjást á myndinni, talið frá vinstri: Ólafnr Þorvaldsson, Jónas Jónsson steinsmiður, Eiríkur Jónsson frá Sjónarhóli, Bjami Kristjánsson, Ólaf- ur Thordersen og Sveinn Magmússon smiður. — Húsið, sem sjest til vinstri, er hús Kristínar Hall?- dóttur Linnetsstíg nr. 6. andi, útaf fyrir sig, óháð öllum, nema sínum eigin lögum, þar sem landslög nú eða síðar eigi banna slíkt“. «>V Stjórn safnaðarins skyldi vera í höndum fimm manna, er aðalfundur kýs til eins árs í senn, Atkvæðisrjett í safnað- armálum skyldi hver sá safn- aðarmaður hafa, sem væri 16 ára og eldri og greiddi gjöld til safnaðarþarfa. — Þess utan skyldu kosnir 2 safnaðarráðs- menn. Árið 1928 var þeim fjölgað um tvo. Eiga þeir að hafa á hendi samningu mann- tals fyrir söfnuðinn, endur- skoðun reikninga hans, aðstoða við messugerðir og vera að öðru leyti prestinum til aðstoð- ar í ándlegum málum safnað- arins. Fyrstu guðsþjónusturnar fóru fram í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði — hin fyrsta, á sumardaginn fyrsta 1913, sem þá bar upp á 24. apríl. Hefir því sumardagurinn fyrsti jafn- an verið talinn afmælisdagur safnaðarins. Skömmu eftir stofnfundinn fekk söfnuðurinn staðfestingu stjórnarráðsins á lögum sínum og öðlaðist þar með lögfullan tilverurjett með stjórnarráðs- brjefi dagsettu 8. maí 1913 og var kosning síra Ólafs Ólafs- sonar sem forstöðumanns safn- aðarins. þá jafnframt staðfest. Safnaðarmenn tóku nú brátt að hugsa til kirkjubyggingar. Var þeim það öllum brennandi áhugamál. Byrjuðu þeir með því að senda bæjarstjórn beiðni um nál. 400 ferm. lóð undir hina væntanlega kirkju. Var kirkjunni kosinn staður á all- hárri hraunbungu austan Aust- urgötu* og sunnan Linnetsstígs. Er þaðan útsýn yfir allan kaup staðinn og langt á sjó út. Bæjarstjórn samþykti 15. júlí 1913, að leigja söfnuðinum lóð þessa, en tæpu ári síðar sam- þykti bæjarstjórnin, að söfnuð- urinn skyldi framvegis halda lóð þessari afgjaldslaust. Á safnaðarfundi 26. júlí s.á. var samþykt að ráðast í að byggja kirkjuna. Skyldi hún vera úr timbri, járnvarin. Var þá engin kirkja til í Hafnar- firði, eins og fyr er að vikið. Kirkjuna skyldi reisa á fyr greindri lóð og hefja undirbún- ing að verkinu þegar í stað. Gert var ráð fyrir að bygg- ingin myndi ekki verða dýrari en kr. 8000.00. Var safnar- stjórn falið að taka lán til byggingarinnar, gegn ábyrgð Altari Fríkirkjunnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.