Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 119 Kuenfjelag Fríkivkjusafn- aöarins í Rafnarfiröi 20 ára Frú Guðrún Einarsdóttir. AÐ hefir löngum reynst svo, að þar sem unnið hef- ir verið að líknar-, mannúðar- og kristindómsmálum, að kon- urnar hafa ekki látið sitt þar eftir liggja í einu eða neinu, og hafa þær oft verið dásam- lega fundvísar á leiðir út úr ýmsum örðugleikum og tor- færum, sem á vegi þeirra mála hafa verið. Þannig hefir það og verið með konur Fríkirkjusafn aðarins. Og er ekki hægt að minnast þrjátíu ára starfsemi hans svo, að ekki sje minst að einhverju þeirra óeigingjörnu og fórnfúsu starfa, sem konur safnaðarins hafa int af hönd- um. En það verður ekki hjer hægt að gera nema að litlu leyti, þó að það væri efni í langa ritgerð. Eins og gefur að skilja, var fjárhagur safnaðarins oft þröngur framan af og frumbýl- ingsárin örðug, og var ekki við annað að styðjast fjárhagslega heldur en áhuga og fórnfýsi safnaðarfólksins. Þetta skildu konurnar fljótlega og leituðu ráða til úrbóta og fundu þau og urðu þá, eins og svo oft fyr og síðar, fljótar til að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Þær stofnuðu með sjer fjelag og nefndu það Kvenfje- lag Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði. — Markmið þess skyldi vera, að vinna að heill og velferð safnaðarins, í einu og öllu, og hefir fjelagið trú- lega að því marki stefnt alla tíð og aldrei frá því hvikað. Frumkvæðið að stofnun fje- lagsins áttu þær mæðgurnar: frú Jensína heit. Árnadóttir og frú Guðrún Einarsdóttir, ásamt frú Guðríði Guðmundsdóttur, konu sr. Ólafs Fríkirkjuprests. Hafði þá verið stofnað kven- fjelag innan Fríkirkjusafnað- arins í Reykjavík og var frú Guðríður form. þess. Það var vissulega engin tilviljun að Frú Dagný Auðuns. þessar konur voru upphafs- menn þessarar fjelagsstofnun- ar. Þær mæðgur Jensína og Guðrún voru alkunnar fyrir dugnað sinn og fórnfýsi í þarf- ir ýmsra nytsemdarmála og fyrir hjálpsemi sína, góðvild og rausn við hvern sem var. Og hvert það málefni, sem til nyt- semdar horfði, styrktu þær með ráðum og dáð. Kvenfjelagið var stofnað þ. 16. apríl 1923 og voru stofn- endur fjörutíu og sex. Fyrstu stjórn þess skipuðu þessar kon- ur Guðrún Einarsdóttir, form., Þorbjörg Bergmann, ritari, Elísabet Egilson, gjaldkeri. — Var Guðrún svo óslitið form. fjelagsins, til dauðadags, eða nærfelt 15 ár. — Hún ljest í janúar 1938 og fanst þá fje- lagskonum og fleirum, skarð fyrir skildi orðið, sem vonlegt var, því að Guðrún var vissu- lega lífið og sálin í þessum fje- lagsskap öll þessi ár, sem henn- ar naut við og mun fjelagið lengi að því búa, hve heppið það var að njóta forustu henn- ar og starfshæfni um svo lang- an tíma og hefðu allir óskað, að það hefði lengur mátt verða. Að Guðrúnu Einarsdóttur lát- inni, tók frú Dagný Auðuns við formensku í fjelaginu og hefir hún verið formaður, þar til síðastliðið haust. Gaf hún þá ekki kost á sjer lengur, þareð hún bjóst við að flytja burt úr bænum. Tók þá frú Guðrún Jónsdóttir við formensku. Hef- ir hún verið varaformaður fje- ;j^lagsins álla þess tíð nema ('fyrsta árið, eða samfleytt í 19 * í ár. Með henni skipa nú stjórn »s frú Laufey Guðmundsdóttir, i- gjaldkeri og frú Vigdís Thord- ersen, ritari. Hefir Vigdís ver- ið ritari fjelagsins tíu síðast- liðin ár. Auk þeirra, sem að framan eru nefndar, hafa skipað stjórn í fjelaginu þessar konur: Frú Guðrún Jónsdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.