Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Blaðsíða 6
118 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS unnið atarf sitt endurgjalds- laust. Organistar hafa verið sanngjarnir í viðskiftum sínum við söfnnuðinn og tekið mjög lága þóknun fyrir störf sín. — Einn þeirra, Gísli Sigurgeírsson hefir jafnvel unnið verk sitt án þess, að krefjast nokkurs gjald? fyrir. Þess verður að geta, til mak- legs lofs hlutaðeigendum, að safnaðarmenn hafa unnið þau verk, sem. þeim hafa verið fal- in fyrir söfnuðinn, með áhuga og samviskusemi í hvlvetna, án þess að gera ráð fyrir að fá nokkur laun. fyrir, önnur en þau, sem efu ínnifalin í gleð- inni yfir því, að vinna að heill og þróun safnaðarins. öllum safnaðarmönnum, bæði starfs- mönnum hans og öðrum, hefir jafnan verið það ljóst, að undir áhuga og kærleiksríku samstarfi er velgengni og líf safnaðarins komið. Fórnfýsi og sigurvilji hefir einkent öll störf manna fyrir söfnuðinn og hefir það rutt brautina yfir ýmsa erfiðleika, sem á vegi hafa orðið, eigi síst í fjárhagslegum efnum. En þótt saga safnaðarins um þetta 30 ára skeið, hafi verið bar- áttusaga, hefir hún jafnframt verið sigursaga, sem lengi mun á lofti halda minningu þeirra manna, er fyrir hann hafa bar- íst bæði fyr og síðar. Það hefði verið ánægjulegt, á þessum tímamótum í lífi safn aðarins, að nefna nöfn þeirra manna og kvenna, sem með dugnaði og ósjerplægni hafa á liðnum árum staðið framarlega í baráttunni fyrir söfnuðinn, en þar er um svo marga að ræða, að tími og rúm leyfir það ekki. Hjá því verður þó eigi kom- ist, að nefna frumherjana, Sig- fús kaupm. Bergmann, Jó- hannes J. Reykdal, verksmiðju eiganda og Jón Þórðarson kaup mann. Þessir menn voru í far- arbroddi, þegar safnaðarstarf- inu var hrundið af stað og studdu það með ráðum og dáð, meðan þeirra naut við. Sigfús Bergmann andaðist 1918 og Jóo Þórðarson árið 1938. Sjer- staklega ber þó að minnast starfs Jóns Þórðarsonar fyrir söfnuðinn. Hann gegni for- mannsstarfinu í samfleytt 15 ár eins og fyr segir og liafði jafnframt á hendi umsjón kirkjunnar frá upphafi og þar til að heilsa og kraftar þrutu. Sýndi hann í þeim störfum sín- um dæmafáan dugnað og á- huga. Var hann í því studdur á allan hátt af konu sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur. — Var kirkjan og safnaðarstarfið alt, þeim svo hugljúft að af bar. Báru þau eigi síður fyrir brjósti líf og starf safnaðarins, en sitt eigið heimilislíf og starf. Þegar Jón Þórðarson var 80 ára, gerðl söfnuðurinn hann að heiðursmeðlim sínum. Þá er skylt að minnast frú Guðrúnar Einarsdóttur, sem til dánardægurs neytti með for- sjá og bjartkýni óvenjulegra forustu hæfileika sinna, söfn- uðinum til uppbyggingar. Er hennar nánar getið síðar í frá- sögn um starf Kvenfjelags safnaðarins. Og loks er óhjákvæmilegt að minnast starfs Guðmundar trje smíðameistara Einarssonar fyr- ir söfnuðinn. Hann gegndi lengst af gjaldkerastarfinu á þessu tímabili og var það oft áhyggjusamt og erfitt, þar sem stundum var þröngt fyrir dyr- um hjá söfnuðinum í fjárhegs- legu tilliti. Mun hann oft hafa sótt í eigin vasa fje til nauð- synlegra útgjalda fyrir söfnuð- inn, ef svo stóð á um stund, að eigi var fje fyrir hendi í safn- aðarsjóði. Hann var hvatamað- ur um breytingar þær, er gerð ar voru á kór og turni kirkj- unnar og voru þær gerðar eft- ir teikningu hans, eins og fyr segir og undir hans umsjá. — Hann var upphafsmaður þess að Bræðrafjelag safnaðarins var stofnað, eins og nánar er getið v frásögninni um það fje- lag hjer á eftir. Varð sá fje- lagsskapur mikill styrkur safn- aðarstarfinu. Fríkirkjusöfnuðurinn hóf starf sitt með 361 manni, en nú eru safnaðarmeðlimir 1001. Nokkrir þeirra eiga heima í Garðahreppi. Gjöld manna til safnaðarþarfa voru fyrst um sinn frjáls, þannig, að hver ljet árlega af mörgum fje, eftir vilja og getu og var þá oft sýndur góður vilji og rausn. En þó fór 8VO, er fram liðu stund- ir, að heppilegra þótti að á- kveða fast gjald á hvern gjald skyldan mann, og þá farið eftir gjaldskyldualdri er gildir inn- an þjóðkirkjunnar. Gjöldin voru með lagabreytingunni ’34 ákveðin kr. 5.00. Síðan hafa þau hækkað nokkuð vegna dýr tíðar. Þau eru nú í ár kr. 8,00. Síðustu árin hefir fjárhagur safnaðarins farið mjög batn- andi og nú er svo komið, að skuldir hvíla engar á söfnuð- inum nje eigum hans, þar sem Bræðrafjelagið hefir nú, í til- efni af 30 ára starfsafmæli hans, afhent honum nægilegt fje til þess að greiða allar skuldir hans að fullu, er voru, samkvæmt síðasta efnahags- reikningi kr. 8361.78. Eignir safnaðarins eru metn- ar nú sem hjer segir: Kirkjuhúsið með lóð 16384.00 Hljóðfærið............ 5785.60 Messuskrúði og aðrir munir.............. 2662.40 Samtals kr. 24832.00 Auk þess á kirkjan sjóði þá er síðar eru taldir. Með arfleiðsluskrá, dagsettri 14. apríl 1936, ánafnaði safn- aðarkonan, Kristgerður Jóns- dóttir, söfnuðinum allar skuld- lausar eignir sínar eftir sinn dag. Kona þessi andaðist 15. sept. 1938. Er bú hennar var gert upp reyndust hreinar eignir þess að vera kr. 7074.63. Var svo ákveðið í erða- skránni, að höfuðstóllinn skyldi standa óhreyfður, en vöxtunum mætti verja til þess að greiða kostnað við lýsingu kirkjunn- ar. Þessi göfuga hugkvæmni Frh. á bls. 120.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.