Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 127 KARTÖFLUBJALLAN Iþessari grein er lýst heims- kunnri skaðsemdarbjöllu — kartöflubjöllunni, öðru nafni Coloradobjöllunni (Leptinotarsa decemlineata) —til þess að fólk geti þekkt hana, ef hún kynni að berast hingað. En á því er meiri hætta nú en nokkuru sinni fyrr vegna hinna stórauknu sam- g-angna við útlönd. ★ Fram undir miðja 19. öld var kartöflubjallan þekkt á viltri plöntutegund af kartöfluættinni í ve:-tanverðri Norður-Ameríku. Skömmu síðar útbreiddist hún á breiðu svæði yfir norðurhluta álfunnar og ásótti kartöflujurt- ina. Nokkru fyrir síðustu alda- mót barst hún til Evrópu, þrátt fyrir ströngustu varúðarreglur, innflutningsbann á kartöflum frá Norður-Ameríku o. fl. og náði fótfestu í Vestur- og Mið-Evrópu. Bjalla þessi er sporöskj ulog- uð og mjög kúpt. Höfuðið er að mestu hulið undir ^frambolnum. Grunnlitur dýrsins er gulur. Á hvorum þakvæng eru 5 svartar langlínur og svartir blettir eða baugar á frambol og höfði. — Lengd dýrsins er um 10 mm. Lifran er dökkrauð í fyrstu, en verður síðan gul með tveimur röðum af svörtum blettum á hvorri hlið afturbolsins. Ilöfuð, fætur og afturrönd frambolsins er svart. Lifran, sem er með Kartöflubjallan, stækkuð 4 sinnum. stórri kryppu upp úr bakinu, getur orðið um 12 mm. á lengd. Púpan er rauðleit. Þegar fynstu kartöflugrösin koma 1 ljós á vorin, skríður kar- töflubjallan upp úr moldinni, þar sem hún hefir legið allan vetur- inn. Hún skríður á grösin og jet- ur þau frá röndunum og inn að miðju. Skömmu eftir uppkomu bjallanna, fer æxlunin fram og hálfum mán. síðar er eggjunum orpið á neðra borð blaðanna í stærri eða smærri hópa. 1 fyrstu eru eggin ljósgul, en verða síð- an dökk. Eitt kvendýr getur orp- ið alt að 1800 eggjum á 40 dög- Lirfa kartöflubjöllunnar, stækkuð 4 sinnum. um. Eftir rúma viku koma lif- umar úr eggjunum og jeta kartöflublöðin á sama hátt og bjöllurnar, þó aðeins á daginn, en leita sjer skjóls við rætur plantnanna á nóttunni. Eftir 3 vikur eru lirfumar fullvaxnar, grafa sig í jörð, púpa sig og koma svo að nokkrum vikum liðnum upp á yfirborðið sem full- vaxin skordýr. Þar sem þróunin tekux svo skamman tíma, geta tvær kyn- slóðir fæðst yfir árið — eða jafnvel þrjár, eins og syðst á útbreiðslusvæði bjöllunnar í Norður-Ameríku, en aftur á móti aðeins ein kynslóð á ári í norðlægustu hjemðum svæðis- ins. Afleiðingin er sú, að þar sem lífsskilyrðin eru góð, morar af bjöllum og lirfum allt sumarið. Kartöfluplöntumar fá því aldrei að vera í friði. Hvert blað, sem vex er óðar upp jetið, og hafa þær því engin skilyrði til þess að mynda kartöflur. Kartöflubjallan getur borist á milli landa með mörgum fleiri vörum en kartöflum, enda lifir bjallan ekki á kartöflunum sjálf- um. Það er því ekki nægilegt að hafa strangar gætur eða banna innflutning á kartöflum til lands- iiis frá sýktum svæðum, heldur þarf og að hafa eftirlit með öllum öðrum flutningi, sem það- an kemur. Hinsvegar era ekki mikil líkindi til þess, að lirfur eða egg kartöflubjöllunnar ber- ist ósködduð langar leiðir. Við útrýmingu bjöllunnar hef- ir sprautun með blýarsenati gef- ist vel Vestanhafs. En baráttan við bjöllu þessa hefir kostað Bandaríki Norður-Ameríku mil- jónir króna árlega. Geir Gígja, Eiginkonan: — Hver maður gæti haldið, að jeg væri aðeins eldabuska hjer á heimilinu. — Nei, enginn lifandi maður myndi láta sjer detta það í hug, ef hann hefði borðað hjerna. ★ — Get jeg fengið að tala við forstjórann? — Því miður. Forstjórinn á mjög annríkt, en ef það er eitt- hvað áríðandi, þá skal jeg vekja hann. ★ — Pabbi, hvers vegna syngur mamma svona? — Hún er að svæfa litla bróður. . — Hættir hún að syngja, þegar hann er sofnaður? — Já. “ — Hvers vegna læst þá litli hróðir ekki sofa? ★ — Af hverju skælirðu ekki, þegar hún amma þín flengir þig? — Jeg finn ekkert til. — Það er alveg sama. Þú átt að vera kurteis við gamla konu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.