Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Blaðsíða 10
122
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
„í dag skín sól“
Ahrif listsýningarinnar
á förumann
Jón Þorleifsson: Siglufjörður. Ein af helstu myndunum á listsýningu
myndlistamanna. — Myndin er tekin af U. S. Army Signal Corps.
\ rið 1908 var vorhugur í hin-
** um ungu listamönnum við
Eyrarsund.
Málarar og myndhöggvarar
efndu til stórrar listsýningar í
„Den frie“, en svo hjet sýningar-
skáli hinna ungu og óbundnu
listamanna, sem margir voru
nefndir „klessumálarar“ í þann
tíð, en eru nú sumir hverjir orðn-
ir frægir.
Meðal mjmdhöggvaranna var
einn Islendingur, þrekvaxinn,
þjettur í lund og svo rammur orð-
inn að afli þá þegar, í sinni list,
nð hann bar heilan tröllkarl inn
í sýningarskálann, tröll, sem vakti
undrun og hálfgerða skelfingu —
sem tröllin reyndar gera, — en
fj'rst í stað enga aðdáun. Tröllið
hafði burtnumið unga,fagra stúlku
og stejdti hnefa gegn áhorfendum
og nísti tönnum.
Þá vildi svo til, að inn á sýn-
inguna kom hinn frægi mynd-
högg\'ari Norðmanna, Sinding, og
hann benti á tröllið um leið og
hann sagði við Dani: „Þarna ei
listaverk. Karlinn er írnj'nd hin>
íslenska fjalls, hinnar íslensku
hamrahallar, stuðlabergsins, og
stúlkan, sem hann heldur á, er
bergnumin. Einar Jónsson er að
verða þektur og hann verður
frægur“.
Þá skildu margir Danir, að hjer
var og sýnd glíma íslendinga við
veturinn, sem stelur vorinu, uns
sumarsólin bræðir klakann,
„grnndirnar gróa, gilin og lækirn-
ir fossa á brún“.
Enginn íslenskur málari var
þarna til sýnis, en sá, sem frá
þessu isegir. varð samferða Jóni
Stefánssyni listmálara heim í ís-
lensku sumarkyrðina, heim í hina
nóttlausu voraldar veröld, ;.þar
sem víðsýnið skín“.
Báðir vorum við ungir og í
æskufjöri. Þetta var okkar fjár-
sjóður þá og svo það, að við
trúðum á sólina og listina, eða
kannske er rjettara að orða bað
þannig, að við trúðum því, að
sólin væri að renna upp yfir ís-
lenskuni listamönnum, en þeir áttu
ekki upp 'á pallborðið rjett í svip-
inn heima á Fróni. Af málurum
þótti Þórarinn bestur, hann væri
svo blátt áfram, en hefði þann
galla að mála himininn rauðan með
köflum og að mála stofuhorn með
stólum og ’öðrum húsgögnum. Ás-
grímur málaði með vatnslitum.
Margt væri fallegt, en svona litir
hlytu að endast illa.
Jón og Kjarval væru ekki til
frambúðar. Annar málaði' helst
blóm í bláum krukkum eða hvít-
um könnum, en hinn græna eða
gula trjástofn með bláum blöð-
um, eða þá „Sterling í þoku“, en
hvergi mótaði fyrir skipum.
Svona var skrafað þá eða eitt-
hvað á þessa leið.
En nú? Nti eru þessir „fjórir“
löngu orðnir þektir málarar utaii
lands og innan og íslenskir list-
málarar geta súngið: „I dag skín
sól“, því að þeir hafa einmitt í dag
komið að fullu upp og opnað fyr-
ir almenning sýningarskála, þar
sem 4 myndhöggvarar og 20 list-
málarar sýna þjóð sinni, hvað
hún þegar á í list og litum.
Mjer var boðið á sýninguna,
með öllu óverðskuldað, en þessi
voru áhrifin:
Höggmyndalistin er því miður
sania sem ekkert sýnd, aðeins
nokkur höfuð nokkurra heldri
manna, (nakin kona. Og dreymandi
drengur.
Jeg var af tilviljun fyrir stuttu
kominn úr heimsókn til Einars
Jónssonar, þar sem hann situr í
Hnitbjörgum sinnar ódauðlegu
listar, og hann situr ekki auðum
höndum.
Glímu tröllsins við sólina hefir
hann breytt, gert hana enn ægi-