Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Blaðsíða 13
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8
125
Jiuríeisisregíur
í Tlorður-Tifríku
Blaðið „Life“ birti fyrir
nokkru eftirfarandi reglur,
sem amerískum hermönnum
eru settar um framkomu
þeirra i Norður-Afríku, sjer-
staklega hvað snertir um-
gengni þeirra við Múham-
eðstrúarmenn.
Ef Múhameðstrúarmaður býð.
ur yður 'að borða, þá fá-
ið þjer að öllum líkindum soðið
kindakjöt, steikt kindakjöt, eða
þá kjúklinga. Þetta eru merki
þess, að þjer eruð álitinn heiðurs-
gestur, því flestir Múh&meðstrú-
armenn neyta mjög lítils kjöts.
Dýrin eru í þeirra augum of verð-
mæt til þess að slátra þeim sjer
til matar, og ennfremur er svo
heitt, að erfitt er að geyma kjöt.
Aðalfæða flestra Miihameðstrú-
armanna er kornineti, ýmist með-
tekið sem brauð eða grautar.
Grautarnir eru bragðgóðir og
„Þegar skuldir fjelagsins eru að
fullu greiddar, skal fje því, sem
afgangs verður, varið á þennan
hátt: 1. Greiða skal allar skuldir
Fríkirkjusafnaðarins. 2. Vaxta
skal það fje, sem eftir verður, á
sem hagkvæmastan hátt og vöxt-
xmum varið til þess að .styrkja
söfnuðinn til þess að launa prest-
inn, þangað til fjelagið ákveður
að kaupa eða byggja hús til safn-
aðarþarfa“. Var húsið síðan boð-
ið út og selt.
Af þessu má sjá, hve mikill
styrkur söfnuðinum hefir orðið að
stofnun og starfi B. F. H. Von-
andi er, að fjelagið verði söfnuð-
inum sterk stoð framvegis eins og
hingað til.
Má söfnuðurinn í heild vera
þakklátur þeim mönnum, er starf
þetta hófu með sterkum vilja og
bjartri trú á sigurmátt góðra sam-
taka söfnuðinum til heilla og
blessunar.
Kristinn J. Magnússon.
kryddaðir pipar og fleiru. Það er
ekki ráðlegt að drekka mikið eft-
ir að maður hefir borðað slíkan
graut, það getur leitt af sjer ó-
þægilega þembu“.
„Menn í Norður-Afríku borða
mjög mikið af brauði. Ef þjer
farið inn í brauðgerðarhús, þá
skiljið skóna eftir fyrir utan. Bak-
arinn tekur nefnilega brauðin út
iir ofninum og setur þau á gólf-
ið, og kærir sig því ekki um það,
að óhreinindi berist inn frá göt-
unni. — Þjer skuluð taka hýðfð
af döðlum, áður en þjer borðið
þær, og yfirleitt af öllum ávöxt-
um.
Víðasthvar í Norður-Afríku er
uppáhaldsdrykkur manna grænt
te. Það er borið fram vel sætt, og'
með pjparmyntubragði. Þjer ættuð
aldrei að neita þessari hressingu,
eða skilja eftir í bollanum. Og að
drekka minna en þrjá bolla er
álitin eins mikil ókurteisi og að
drekka meira en þrjá.
Berið yður eftir björginni með
hægri hendinni. Múhameðstrúar-
menn nota aldrei vinstri hendina
til slíks, hún er þeim óhrein. —
Borðið með fingrunum, og altaf
úr sömu skálinni“.
UMGENGNI VIÐ
KVENÞJÖÐINA.
„Þegar Múhameðstrúarkona er
á almannafæri, er hún venjulega
sveipuð ffá hvirfli til ilja í hvítri
skikkju, með hvíta blæju fyrir
andlitinu rjett fyrir neðan augun.
En innanundir þessari leiðinlegu
yfirhöfn eru konurnar klæddar í
litskrúðug klæði, en þau sjást að-
eins heima á heimilunum, þar sem
engin ókunn augu glápa. Hug-
myndin er sú, að kona, sem er
Múhameðstriiar, á ekki að vera
aðlaðandi á opinberum stöðum.
Frá eftirfarandi reglum um um-
gengni við konur, er játa Múham-
eðstrú, má ekki undir neinum
kringumstæðum víkja:
Glápið aldrei á þær.
Þrengið aldrei að þeim í mann-
þyrpingu.
Ávarpið þær aldrei á almanna-
færi. 1
Reynið aldrei að skygnast inn
fyrir andlitsblæjuna.
Þessar reglur eru mjög áríð-
andi. Meiðsli, ef ekki illur dauði
bíður yðar af völdum karlmann-
anna, ef reglurnar eru ekki í
heiðri hafðar.
Stefnumót eru ekki tíska í Norð-
ur-Afríku. Ef heiðvirð kona er
staðin að því að tala við ókunn-
an mann, verður ógurlegt hneyksli,
og ekki er örgrant um, að bæði
verði bráðdauð innan skams.
Konur eru aldrei í boðum, þar sem
karlmenn eru viðstaddir, og neyta
jafnvel sjaldan matar með karl-
mönnum í fjölskyldu sinni.
Þegar Múhameðstrúarmenn vilja
hafa kvenfólk með í samkvæm-
um sínum, þá leigja þeir sjer
flokk af dansmeyjum. Þær eru
sagðar vera skemtilegri en hinar
innilokuðu eiginkonur, vegna þess,
að þær sjá lífið, og vita hvað er
að gerast. Þær dansa fyrir karl-
mennina, ekki við þá. Karlmenn
hafa sína eigin dansa, en þegar
Múhameðstrúarmaður sjest stíga
dans, þá merkir það vanalega, að
hann hafi drukkið helst til mik
ið. Þegar þjer farið inn í hús eða
húsagarð, þá kallið til kvenfólks-
ins, sem þar kann að vera statt,
að það skuli koma sjer á burt,
eða hylja andlit sín. Þjer getið
notað orðið taghattu, en það þýðl
ir: hyljið yður“.
TRÚARSIÐIR.
„Haldið yður í hæfilegri fjar-
lægð frá bænhúsum og helgra
manna gröfum. Múhameðsmenn
þola |ekki kristna menn í nánd við
slíka staði, hvað þá heldur inni í
bænhiisum eða grafhvelfingum.
Sjerhver sannur Múhameðsmað-
ur er sannfærður um það, að
kristnir menn og Gyðingar sjeu