Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1944, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1944, Blaðsíða 8
LE8BÓK MORG UNBLADSINS ,,Báturinn“ eftir Peter Blume 128 un fyrirmyndanna. Ilið sama má með sanni seg.ja um list þeirra Iiurchfields. Sheelers, Echvards Iloppers, Brooks og margra ann- ara, sem myndir eru eftir á þcssari sýningu. Ilið glæsilega tjáningar- auðuga list Johns Marsin. Max Webers og Marsdens Ilartley sýnir einnig áhrif þessara söniu tilrauna á hlutbundin sjónarmið fyrri tíiiia. Ilcildar hreyfingin á sviði nútíma lista hefir öll hnigið í þá átt, að listamaðurinn hefir cndurskoðað og endurmctið verkefni sín. form listarinnar, sjálían sig og hlutverk sitt í heiminum. Það má segja, að sumar þcssar tilraunir liafi verið í eðli sínu árangurslausar, en þœr hafa cngii síður haft afar mikla þýðingu í þá átt, að bregða nýju l.jósi yfir verkefnin og skapa ný viðhorf gagnvart hinum raunhæfu viðfangsefnum. Aðal stefnan í list- um hvarvetna í heiminum eins og sakir standa, cr í áttina til aftur- hvarfs að raunhæfri athugun á sýnilcgum fyrirbrigðum. Listmálar- ar eru að nýju að leitast við að finna það s.jónarmið, er komi jieim aftur í samband við aimenning, í samband við áhorfandann og kaup- andann. Raunsaisstefnan er því að fá yfirhöndina á ný, en raun- sæisstefna framtíðarinnar verður ólík öllum ])eim er á undan cru gengnar, vegna hinna ótölulegu tilrauna um byggingu myndarinn- ar. sem hafa átt s.jer stað síðan á dögum Cezannes. Amcrísk list, ejns og raunar amerísk menning á öllum sviðum, hefii’ tileinkað sier, vitandi víts, aðkomandi 'áhrif, en hún hefir ald- rci hörfað fvrir þeim, nje heldur tapað stefnunni. Hún hefir þvert á móti vaxið og þroskast, að miklu leyti vegna þess, hve fús hún hefir verið að læra af öðrum, og nú stendur hún örugg á eigjn fótuin. Aldrei í sögunni hefir verið jafn mikill áhugi fyrir list, nje jafn mik- ið um listaiðkanir í Bandaríkjunum, og einmitt nú, þótt styrjöld geysi. Ríkisvaldið hefir á síðastliðnum 12 árum stutt að eflingu og þróun listarinnar, og síí stefna hefir bor- ið glæsilegan árangur, einkanlega á sviði veggskreytingalistar. Lista- söfn nútímamálverka, — bæði al- menningssöfn og cinkasöfn, — eru nú hvarvetna um landið. og á síð- ustu árum hefir skapast ný stjett listkaupenda meðal hinnar fjöl- mennu millistjettar Bandaríkjanna. Ahugi þessara manna er ekki á því að eiga stór söfn málverka — (eins og var um hina auðugu listkaup- endur 19. aldarinnar), heldur cin- göngu sá að hafa myndir á heim- ilum sínum, sem hluta af hvers- dagslegu umhverfi sínu. Amerískir listmálarar hafa uni stundarsakir gefið sig að þátttpku í stríðsframtökunum á einn eða annan hátt, en þeim hefir ekki glevmst, að vegna kyrstöðu frjálsra listiðkana í Evrópu hvílir framtíð- arvonin að miklu levti í þeirra höndum. Smælki I-Iúsmóðirin: — María, jeg sá níann kyssa þig við bakdyrnar í gærkvöídi. Var það pósturinn eða var það lögregluþjónninn? Yinnukonan: — Var það fyrir eða cft'ir klukkan 8? ★ Tvær húsmæður ræðast við um daglega lífið. Frú Ásta: — Htúlkan, sem er hjá mjer fer altaf á fætur kl. 8 á morgnana. Frú Ásta: — Segðu mjer, hvern- ig ferðu að því, að Iáta hana fara svona snemrna á fætur? Mín stúlka sefur altaf til kl. 9. Asta: — Ja, þar var jcg reglu- lega klók. Jeg kynti hana fyrir mjólkurpóstinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.