Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1944, Blaðsíða 16
136
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Særðir hermenn halda jól á Islandi
Hvar. sem þeir eru á hnettinum, gleyma hermennimir ekki jólunum og allra síst
þeir, sem særðir eru. — Myndin hjer að ofan er tekin í hermannaskála hjer á Is-
landi, sem notaður er sem sjúkrahús. Sjúklingamir hafa skreytt skálann með hjálp
hjúkrunarkvennanna. .
Smælki
Konan (með dagblað fyrir fram-
an sig): — Ilugsaðu þjer bara, fyr-
ir nokkrum dögum skildu hjón eft-
ir 5Q ára hamingjusamt hjónaband.
Maðurinn: — Jeg geri ráð fvrir,
að maðurinn hafi verið of veik-
geðja til þess að halda það út mik-
ið lengur.
★
Gesturinn: — Jeg sje að þjór-
fje er forboðið hjer.
Þjónninn: — Látið þjer það
ekki hafa nein áhrif á yður, það
voru eplin einnig í garðinum Eden.
★
Kennarinn: — Jonni, hefirðu
á móti því að fara til himins?
Jonni: — Nei, en mamma sagði
mjer, að jeg yrði koma beina leið
heim úr skólanum.
Kennarinn sagði eitt sinn börn-
um í skólanum, að þau skyldu
teikna það, sem þarr óskuðu að
verða þegar þau væru orðin stór.
Börnin byrjuðu þegar á þessu verki
og virtist ákafinn mikill. Sum teikn-
uðu myndir af hermönnum, önnur
af stjórmálamönnum, bílstjórum,
flugmönnum, fínum stúlkum o. s.
frv. Þau unnu öll af miklum á-
kafa nema ein lítil stúlka, sem
studdi hönd undir kinn og virtist
mjög hugsi.
Kennarinn tók eftir þessu, gekk
til hennar og sagði:
„Veitu þfi ekki, hvað þú vilt
verða, þegar þu ert orðin stór, Anna
litla?
„Jú, jeg veit það“, svaraði stúlk-
an, „en jeg veit ekki hvernig jeg á
að teikna það. Jeg vil giftast“.