Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1944, Blaðsíða 13
LESBÚK MOROUNBLAÐSINS
133
brúsa, Qpnuðam allar flöskurnar
og' heltum öllu saman í brúsana.
Þessi fjörutíu og átta prósent
hefðu sett okkur á hausinn, svo að
okkur fanst skömminni skárra að
sulla öllu víninu saman en að verða
að henda því.
Jæja. þegar við komum í land,
opnuðum við annan brúsann. Það
var nú ljóti óþverrinn, sem í hon-
um var. Við gáfum negra á að
giska fjórar fingurbjargir af því,
og harín lá þrjá næstu daga undir
kókostrje og lamdi hælunum í sand-
inn.
En himi brúsinn, lasm. llefurðu
nokkurn tima sett upp stráhatt með
gulum silkiborða og farið upp í
loftbelg með fallegri stúlku og átt
8.000,000 dollara í vasanum? Svo-
leiðis tilfinningu myndirðu fá, ef
þú drykkir tvö staup af þeirri guða-
veig. Blandan var eins og gull á
lit og krystallstær, og hún ljómaði
eftir sólsetur, rjett eins og sólskin-
ið væri ennþá bundið í henni. Ann-
að eins er útilokað, að menn geti
bragðað hjer á jörðu á næstu þús-
und árurn.
Jæja, við opnuðum krána, og
birgðirnar voru aðeins þessi brúsi.
Allir borgarbúar urðu undir cins
snarvitlausir í þessa undursamlegu
blöndu. Ef hún hefði enst svolítið
lengur. þá hefði þjóðin orðið sú
mesta í heimi. Þegar við opnuðum
á morgnana beið fyrir utan heljar-
löng röð af yfirhershöfðingjum,
fyrverandi forsetum og byltingar-
sinnum. Til að byrja með seldum
við glasið á fimtíu cent. Tíu síð-
ustu gallónurnar runnu út á 'fimm
dollara glasið. Þetta var ó-
trúlega undursamlegt áfengi. Það
skapaði mönnum metnað og hleypti
í þá kjarki til hvers, sem var. Þeg-
ar komið var ofan í hálfan brús-
ann, höfðu Nicaraguabúar heitið
því að greiða aldrei skuldir ríkis-
ins, gera vindlinga tollfrjálsa og
voru í þann veginn að segja Eng-
landi og Bandaríkjunum stríð á;
hendur.
Þessi blanda varð til af tilviljun,
og við verðurn að geta bviið hana
til aftur. Við höfum nú verið að
reyna það í tíu mánuði. Við erum
búnir að reyna allar hugsanlegar
aðíerðir. Að hugsa sjer, að heim-
irrinn skuli verða að vera án þessa
töfradrykks“.
Á meðan Riley ljet dæluna ganga,
hafði McQuirk verið í óðm önn að
blanda eftir fyrirsögn Rileys. Bland
an var súkkulaðibrún á lit. McQuirk
smakkaði á henni og helti síðan
öllu sarnan í vaskinn með viðeig-
andi eftirmælum.
„Þetta er skrítin saga, þótt sönn
sje“, sagði Con. „Nú er jeg að
verða of seinn til kvöldverðar.
„Má ekki bjóða þjer snaps. Við
eigum allar tegundir að týndu
blöndunni undanskilinni“, sagði
Riley.
„Jeg drekk aldrei“, sagði Con,
„neitt sterkara en vatn.
Áðan mætti jeg ungfrú Ivather-
ine í stiganum. Það var satt sem
hún sagði: „Það er ekkert til, sem
ekki hefir gott að fá svolítið vatn“.
Þegar Con var farinn út úr
herberginu, sló Riley svo fast á
öxlina á McQuirk, að hann var hjer
um bil dottinn.
„Ileyrirðu hvað hann sagði?“
hrópaði hann. „Miklir bölvaðir
nautshausar erum við báðir. Við
höfðum með okkur á skipinu
tylftir af sódavatnsflöskum. Þú
opnaðir þær sjálfur. I hvorn brús-
ann Ijestu þær — hvorn brúsann,
grasasninn þinn ?‘ ‘ í
„I seinni brúsann, sem við opn-
uðum. Jeg man, að það var límd-
ur á hann blár miði“.
„Nú er alt í himnalagi“, æpti
Riley. „Þetta var það, sem okkur
vantaði. Það er vatnið, sem gerir
kraftaverkið. Náðu í tvær flöskur
af sódavatni í vínskápnum, meðan
jeg reikna út hlutföllin".
Klukkutíma síðar var Con á rölti
á gang-stjettinni á móti Kenealýs
kaffistofunni. Þessir dyggu starfs-
menn eru í tómstundum sínum oft
í grend við vinnustaði sína. Það
er eins og þeir sjeu dregnir þang-
að af einhverjum óskiljanlegu afli.
, Lögreglubifreið stóð fyrir utan
kaffistofuna. Þrír sterkir lögréglu-
þjónar voru að koma þeim MeQttlrk
og Riley itpp í bifreiðina. Andíit
þeirra og hendur báru þess merki,
að þeir höfðu 'lent í handalögmáí-
um. Samt ráku þeir við og við upp
gleðiöskur og beindu því, sem éffir
var af baráttuhvötum þeirra, að
lögregluþjónunum.
„Þeir byrjuðu að slást í bak-
herberginu", sagði Kenealy við
Con. „En söngHrinn var samt enn-
þá verri. Þeir mölvuðu alt mjeljnu
smærra. En þetta eru bestu merín.
Þeir borga allar skemdirnar. Þeir
voru að reyna að finna upp ein-
hverja eoektailtegund. Jeg rek þá
úr húsinu á morgun“.
Con langaði til að sjá hvernig'
umhorfs væri á vígvellinum. Þeg-
ar hann kom inn í forstofuna. var
Katherine að korna niður stigann.
„Gott kvöld, í annað sinn, herra
Lantry“, sagði hún. „Ilafið þjer
einhverjar veðurfrjettir segjá
mjer núna?“
„Það lítur enn út fyrir, að hann.
æ-æ-ætli að fa-fara að rigna“,
sagði Con, rjóður eins og glóðai’-
lampi.
Riley og McQuirk höfðu sanriar-
lega háð hraustlega orustu. Alls-
staðar voru brotnar flöskur og
glös. Herbergið angaði af spíritus
lykt.
Á borðinu stóð 32 únsu mæliglas.
Á botni þess voru svo sem tvær
matskeiðar af vökva, — tærum,
gullnum vökva, líkustum fljótandi
sólskini.
Con þefaði af þessu. Hann smakk
aði á því. Hann drakk það.
Framh. á bls. 134.