Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1944, Blaðsíða 12
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
132
0’J4,
r
TÝNDA BLANDAN
CON LANTRY vann í Kenealys
kaffistofunni, þeim megin, sem
ekkert vín var veitt. Öðrum megin
við borðið urðu vikulaun viðskifta-
Ipianna fyrir allharkalegri ineð-
ferð, en hinu megin dansaði Con,
hæverskur, fljótur að átta sig,
klæddur í hvítan jakka, nákvæm-
ur, áreiðanlegur, ungur, og hirti
peninga okkar.
Kafíistoían var lítil, og stóð inn-
an um aragrúa af þvottahúsum og
flakkjirabústöðum.
A hæðinni íyrir ofan kaffistof-
una bjó Kenealy og fjölskylda hans.
Katherine, dóttir hans, hafði yndis-
leg augu — ei> hvað kemur þjer
það við? Þú getur látið þjer nægja
þína Geraldine eða Eliza Ann. Því
að Con var dauðskotinn í henni.
Og þegar hún kallaði til hans blíðri
röddu af stigapallinum og bað
hann að koma með bjórkút til mið-
degisverðarins, þá gekk hjarta
hans upp og niður eins og mjólk-
urblanda í hrærivjel.
Con var óskaplega feiminn við
kvenfólk. I návist kvenna var hann
cldrjóður og gat ekki komið upp
cinu einasta orði. Það vantaði svo
sem ekki, að hann væri borubratt-
ur við starf sitt og sæmilega ó-
feiminn við viðskiftavinina, en þcg-
ar hann stóð fyrir framan kven-
mann, var hann eins og í molum og
gat ekkert sagt fyrir aumingja-
skap. Hvernig var hann þá í ná-
vist Katherine? Eins og lauf í vindi.
Hann var aumastur allra þeirra
náunga, sem tala um veðrið við
stúlkuna, sem þeir tilbiðja.
Til Kenealys komu dag nokkurn
tveir sólbrendir menn, Riley og
MacQuirk. Þeir ráðguðust við Kene
aly. Svo settust þeir að í bakher-
bergi og fyltu það flöskum, glös-
um, könnum og mæliglösum. Allar
víntegundir og öll áhöld, sem notuð
eru í drvkkjukrá voru þarna í her-
berginu hjá þeim, en þeir drukku
ekki neitt. iVHan guðslangan dag-
inn voru þeit^ þarna inni, heltu og
blönduðu saman, öllum hugsanleg-
um víntegundum. Riley hafði
mentunina. Hann reiknaði á renn-
ingum, breytti gallonum í únsur og
annað þess konar. MeQuirk, önug-
ur og rauðeygður, helti hverri
blöndunni, sem fullgerð var án ár-
angurs, í vaskinn og bölvaði sáran.
Þeir unnu geýsimikið og voru ó-
þreytandi í því að reyna að finna
lausn á einhverju dularfullu, rjett
eins og tveir gullgerðarmenn.
Kvöld eitt, að loknum vinnutíma
fór Con í heimsókn til þessara
skrítnu náunga. Þessir menn, sem
daglega keyptu vín af Kenealy til
þess að geta haldið áfram árang-
urlausum tilraunum sínum, höfðu
vakið forvitni Cons.
Ilann mætti Katherine í stigan-
um. Bros hennar var eins og sólar-
upprás á Suðurhafseyjum.
„Gott kvöld, herra Lantry“,
segir hún. „Og hvað er að frjctta í
dag ?“
„Það lítur út fyrir, að hann
ætli að fara að ri-ri-rigna“, sagði
sá feimni og þrýsti sjer upp að
veggnum.
„Það væri svei mjer gott“, sagði
Katherinc. „Það er ekkert til, sem
ckki hefir gott af að fá svolítið
vatn“.
í herberginu unnu þeir Riley og
MeQuirk baki brotnu eins og
skeggjaðar galdranornir. Ur á að
giska fimtíu flöskum tóku þcir
sína ögnina úr hverri, alt nókvæm-
lega útreiknað af Riley. Ilristu alt
saman í stórri glerkrukku. Svo
helti McQuirk öllu í vaskinn og var
þá heldur skuggalegur á svipinn.
„Fáðu þjer sæti“, sagði Riley
við Con, „og þá skal jeg segja þjer
alt af ljetta“.
„Síðastliðið sumar komum við
Tim okkur saman um, að það myndi
borga sig að koma á fót amerísk-
um bar í Nicaragua. Það er borg
þar á ströndinni, þar sem ekkcrt
er til að jeta annað en kíiþn og
ekkert til að drekka nema romm.
innfæddir menn og útlendir leggjast
til svefns með kuldahroll og vakna
með hitasótt. Og góður strámmari
bætir öll slík hitabeltisóþægindi.
Svo við kaupum okkur kynstur
af allskonar l'yrsta l'lokks áfengi,
glösum og áhöldum og leggjum af
stað til Santa Palma á stóru far-
þeguskipi. A leiðinni sáum við Tim
f’ ugfiska og spiluðum hálf tólf við
skipstjórann og brytann. Okkur
fam t við strax eins og konungar
þarna í hitabeltinu.
Þegar við vorum hjer um bil
komnir á áfangastað, kallaði skip-
stjórnin á okkur.
„Jeg gleymdi að segja ykkur það,
að stjórnin í Nicaragua liefir lagt
48% innflutningstoll á allar vörur
í flöskum. Ástæðan or sú, að í mán-
iðinum sem leið, saup forseti rík-
isins á hármeðalflösku í misgrip-
um fyrir tabascosósu. Honum varð
skrambans ilt af þessu“.
„Andskoti var á þjer að segja
okkur þetta ekki fyr“, sögðum við.
Svo keyptum við af skipstjóranUm
tvo fjörutíu og tveggja gallóna