Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Blaðsíða 1
Á flótta um bygðir Noregs Frásögn frú Astrid Friid Þ. 12. APRlL kl. að ganga sox að morgni, komu Friid hjónin og átta aðrir starfsmenn norsku frjetta stofunnar til Lille Hammer í Guð- lirandsdal. Þau höfðu ekið í einum, áfanga frá Nybergsund, eins og getið var um í síðustu grein. Bíl höfðu þau fengið fyrir sig með þeim hætti, að þau hittu ungan mann, Kinek að nafni, um það bil, sem þau ætluðu að leggja af stað frá Nybergsund. Ilann hafði verið staddur á skógaréiganda heimili nálægt Nybergsund, hafði farið þangað með móður sinni frá Osló, til systur hans, er gift var skóg- areigandanum. ITann var bróður- sonui1 llans E. Kinck, rithöfundar, sem var meðal fremstu rithöfunda Noregs. En er árásin byrjaði á Nybergsund og hann sá eldana þar, ók hann þangað til þess að vita, hvort hann gæti ekki orðið að ein- hverju liði. Þar hittu Friid-hjónin hann, og bauðst hann til þess að aka þau hvert á land sem vera skyldi. í Lille Hammer. Frásögn frú Friid um næstu tvo sólarhringana var á þessa leið: Er við ókum inn á torgið í Victoría-hótelið í Lille Hammer, Tofte háfjallahotel. Lille Hammer snemma morguns þ. 12. apríl, var fyrst fyrir okkur kapteinn einn sem stjórnaði herliði, er þar var. Vjek hann sjer að okk- ur með nokkrum þjósti og skipaði okkur að þvo bílinn okkar, og það strax. Því kvöldið áður hafði bíl- stjóri okkar ausið yfir hann kalk- vatni, til þess að rninna bæri á ferðum okkar meðan við ókum um snjóasveitir. Þarna var auð jörð, og þessi ,’felúlitur“ á bílnum átti því ekki lengur við. Við skýrðum kapteininum frá því hvernig á ferðum okkar stæöi og hver við værum. Ereytti hann þá um tón, og bauðst til að veita okk- ur aðstoð sína með það, er við þyrftum. Við hugsuðum fvrst: og fremst um að fá einhverja lífsnær- ingu og síðan hvíld, því okkur var mikil þörf á hvorttveggja. Kapteinninn fór með okkur til Victoríu-hótelsins. Þar voru allir í fasta svefni og engan mat að fá. Sendi hann þá til hermanna sinna og safnaði handa okkur brauð- pökkum, er hermönnum hafði ver- ið úthlutað til morgunverðar, svo við fengum mat, og síðan var okk- ur vísað á herbergi til gistingar. Þægileg hótelrúm l>löstu við okkur, er þangað kom. En um hvíld varð ekki að ræða í það sinn. Því við höfðum ekki afklæðst til fulls, þegar loftvarnarmerki voru gefin í bænum. Smeygðum við okkur í föt in aftur, leituðum loftvarnarbyrg- is. Var okkur sagt að fólk ætti að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.