Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS K kom öskumold upp á oss, so við láguin þar þrjá daga og nætur. Einn dag fór maðurinn (Grænlend- ingurirm, sem bjó þar) að fiska marhnúta á víkir.ni( því þar var logr. undir þeim háu fjöllum, er þar voru. Snart eftir maðurinn var út genginn, kom hans kona til kaup- mannsins og segir: „Nú máttu láta þénara þína ganga í burtu inn í húsið, sem það ógifta fólk er í, því í dag leggst eg á gólf og kannske nú strax“. Kaupmaður fortelur sögu hennar, og við fórum strax inn í þetta hús, en þar var ei á milli utan selskinnatjald, so við heyrðum rnikið vel, hvað ]>ar inni fram fór. Var kallað á eina grænlenzka gamla konu( er skyldi yfir henni sitja og aðgæta í hennar barnsnauð. Og so snart hún hafði lagt sig niður, heyrðum við, að hún einu sinni gaf sig lítið eð- ur stundi. Heyrðum vér barnsgrát, en móðirin þagði. Sú gamla kona tekur barnið og ber það þrisvar nm kring húsið eftir þeirra skikk og máta, kemur inn aftur og fær henni sitt barn. Konan spur, hvert hún hafi gefið gætur að manni sín- um eður ei. „Eg sá hann, mér sýnd- ist hann væri á heimferð", sagði sú garnla kona. ,?Eg vil fara á fætur og taka á móti hans fiskiafla. Fáðu mér mitt skinnfat“. Hún gjörði so sem hún bað. Þær klæddu barnið í fuglaskinns skyrtu með áfastri húfu á. Barnið tekur hún og lætur á bak sér og bindur fyr- ir neðan með ólarbandi, gengur síðan til mannsins og tekur úlka- kippuna af hönum og ber heim til bæjarins. Þetta sá eg og heyrði. Eg fornam og ei heldur, að hún hefði nokkur harmkvæli eftir barn- burðinn. Nú var kafaldið eins mikið sem fjur, og urðum þar um nóttina, höfðum enn nú fjórar mílur til þess síðasta plátz, er við til ötluðum. Um morguninn var gott veður. Voru ir.argir skinnbátar komnir að sunnan, sem höfðu spik að selja hönum, eg meina vorum kaup- manni. Það pláss heitir Tikssala- mik. Þangað komum við um kvöld- ið. Voru þar aðkomandi yfir 40 Grænlendingar, sem allir höfðu vöru hönum að> selja, selskinn, refaskinn, hvalbarða, hreinskinn. Kaupmaður opnaði og sína höndl- unarkistu, hvar í var öll sú græn- ienzka vara, sem þeir höfðu lyst til með klæði og kramvöru. Síðan fóru heimabvíendur að traktera þá framandi uppá þann grænlenzka máta, sem umtalað hefi, og í mál- tíðinni kemur mart tal á góma, segja menn. Bland annars var þetta, að heimamenn aðkomandi sögðu so í uppbyrjun ræðunnar: },Nú erum vér so margir saman komnir hér, og þessir framandi eru so fáir mót oss. Nú viljum vér drepa þá í nótt og skulum so skipta vörunni millum okkar“. Þar segir einn: „Eg vil drepa kokkinn alleina (einn míns liðs), því hann er eí so sterkur. Þetta skulum gjöra í kvöld“. Þar kom so mikið annað l)aðstofu-hjal fyrir þeim. Þetfa skildi ei kaupmaður allt, en vor tömmermann skildi í grænlenzku. Kaupmaður segir oss að fara í þann stóra bát# — „og komið með korða, hnífa og byssir so margar sem við erum og nóg krúð. Skuluð vaka í nótt og skjóta mínútuskot hér fyrir utan gluggana og komið inn með mína pístólu og hlaðið liana. Færið mér og korða og kníf, en hver ykkar skal hafa korða við síðuna og byssu á öxlinni". Við gjörðum sem kaupmaðurinn sagði. Þegar inn komum, voru þeir allir að tala við kaupmanninn um höndl- unina. Þeim sletti í þögn, þegar þeir sáu pístóluna og korðann, spurðu að, hvað þetta þýða skyldi. Hann sagði: „Mínir þénarar fengu mér þetta. Ei veit eg hvað þeir þenkja þar með. Annars er það einn tími á hverju ári, sem þeir verða frá sínu forstandi, því þeir hafa verið í stríði utan lands“. 1 þessu fórum við að skjóta fyrir utan gluggana, og það skalf undir, bæði bærinn og fjöllin tóku undir. Þeir sögðu til kaupmanns: „Farðu út og seg til þeirrat að vorar kon- ur og börn eru hrædd fyrir þess- um ósköpum. Segðu, þeir skuli vera góðir“. Kaupmaður segir: „Ei þori eg að fara út til þeirra fyrr en á morgun. Þá vil eg spyrja þá, hvar fyrir þeir hafi gjört sig gala, því, e£ eg fer nú iit til þeirra, er eg hrædd- ur um mitt líf. Nú skulum við eí tala hátt um okkar kaupmannsskap fyrr en á morgun, þegar dagur lýsir“. „Það er mikið( að þú fer með soddan þénurum“. „Eg verð það að hafa“, segir kaupmaður. „Það er nú bezt, að, við allir göngum til sængur og töl- um ei so hátt, að þeir heyra megi. Annars er eg hræddur um, að þeir taki lífið af okkur öllum, því þaðí kunna þeir gjöra með einu skoti“, „Meinar ,þú, að þeir komi hér ei inn á oss( ef vér þegjum“. „Meining mín er sú, að þeir ef til okkar komi“. „Vér þorum ei sofa í nótt, ef þeir skyldu drepa okkur með kon- um og börnum“. „Það er nógu vel að þið vakið( sem kallið á mig, ef þeir skyldu inn koma, því eg er líka so hræddur sem þið. Á morgun, þegar upp stend, skal eg tala við þá, þegar við heyrum allir til, hvar fyrir þeir hafi verið so illir og reiðir í nótt. Þá fáum vér að heyra þeirra svör“. Gengu so allir í sæng síha með litlum svefni um nóttina. Um morguninn sagði kaupmað-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.