Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Page 6
150 Það liggur í auguiu uppi, hvar slíkt umhverfi er að finna. íslenzka sveitin býður upp á það, svo að segja á hverjum bæ. Dreifbýlið hefir um aldir séð oss íslendingum fyrir slíkum uppeldisskilyrðum. Þannig hafa börn landsins orðið: „Frænka eldfjalls og íshafs. / Sifji árfoss og hvere. / Dóttir langholts og Jyngmós. / ÍJonur landvers og skers, /“ svo sem stórskáldið Stephan G. segir. Og hver er sá, er í sveit hefir dvalið, að hann ekki eigi minn- ingu um kvíaholt, kjálkabrekku og gullalág. bæjarlæk, bobbaver og berjalaut ? . Segja má, að ytri skilyrði til uppeldis á bernskuskeiði hafi, að vissu leyti, verið mjög æskileg, þar sem dreifbýlisins naut. Sumir mundu raunar hafa það fyrir satt, að vér íslendingar hefðum um of treyst á uppeldismátt hins ræktandi um- hverfis á börn vor, og jafnvel fært ábyrgðina full mikið yfir á það, þó að holt umhverfi megni mikið. Og víst er um það, að mörgum kom það kynlega fyrir sjónir og áttu allerfitt með að átta sig á því, að útiumhverfi gæti orðið barninu fjandsamlegt, og þroska- möguleikum þess hættuleg hömlun. En svo hefir það orðið í bæjum og kauptúnum lslands, víðast hvar. Vöxtur þeirra allflestra hefir orð- ið með þeim afdrifaríka hætti fyrir vngstu kynslóðina, að þeir, sem ábyrgðina höfðu á hverjum tíma, hafa átt fullt í fangi með að full- nægja kapphlaupinu um landnám. fyrir húsamannvirki til híbýla og atvinnuþarfa, umferðaræðar fyrir atvinnulíí, hafnarmannvirki til sjósamgangna o. s. frv. — Á vaxt- ar- og gelgjuskeiði bæjanna var yngsta kynslóðin lengi vel land- flótta og villuráfandi. Slitin úr tengslum við móðurmoldina, reyndi hún að stelast til gera sér „mat“ úr LESBÖK MORGUNBLAÐSmS ófriðhelgu landi til að fullnægja meðfæddri þörf til athafna. sem er svo rík, að sannarlega finnst þeim betra illt að gera en ekki neitt. Ávöxturinn kom brátt í Ljós sem vanþroski unglinga, afvega.eitt háttalag og margskonar sambýlis- veilur. Augu manna fóni að opnast fyrir því, að sjá þyrfti yngstu kynslóð- inni fvrir æskilegu útiumhverfi til athafna og leikja. Hugmvndin að liarnaleikvöllum varð til og fékk viðurkenningu. Er það vandamáL ])ó enn hér á frumvaxta stigi. Það verður engan veginn betur leyst en að gera leiksvæði barna í bæj- ttm og kauptúnum þannig, að þau þafi helzt sem flesta kosti um- hverfis barnsins í sveitinni, og þó Iþað fram yfir, að þar sé skýli fvrir vindi og vatni. og skilyrði til starfa, þegar ekki er hægt að vera úti. Einnig væri þar jafnan til taks lærð og leikfróð manneskja. til að leiðbeina og stjórna leikvallarborg- úrunum. 1 þessu sambandi vil eg minna á það. að menn ættu að vinna að því almennara og meira en gert er, að útbúa hluta af görðum við hús sín til afnota fyrir börnin. 2. Heilbrigð tengsl við hinn vinnandi mann, eru bernskunni bráðnauðsyn- leg. 1 fábýli var næsta auðvelt að fullnægja þessari þörf, meðan vinnu kraftur var nógur og fjölskyldan framleiÖsluheild, sem heita mátti að fullnægði eigin þörfum. — Þá gat barnið fylgst með því, hvað þurfti til þess að fullnægja lífs- þörfunum, starfað sjálft, tekið þátt í áhyggjum fullorðna fólksins, lært málið í heilbrigðum samvistum við það, komist í vanda, leyst þrautir, staðist ósigra, notið s^gra, neytt brauðs síns „í sveita síns andlitis". í fjölbýli verður aðstaðan öll önnur. Sérhæfing manna og ein- bæf verkaskipting sogar menn í flokkum inn á vinnustöðvarnar, sem bera þá auðvitað merki þess sér- staka starfs, sem þar á að vinna. — Þessi atvinnubylting er það al- ger, að ófært er fyrir barnið, og oft beinlínis lífshættulegt, nð fylgj- ast með störfum fullorðna fólks- ins. — Tlvgr eiga börn að vera t. d. í stálsmiðju, iðnstöð, skri'fstofu o. s. frv. svo að eitthvað sé nefnt? Og það sem verra er. Aðstaða barna á heimilinu er að síversna, með auknu annríki húsmóðurinnar og minkandi möguleikum um hús- h.jálp. Þessi skerðing á heilbrigðu sam- lífi barnsins við vöxnu kynslóðina hefir margar og alvarlegar hættur í för með sér. Tengslin eru rofin, og kalla má, að tvær þjóðir — ung þjóð og vaxin þjóð — lifi í landinu án heilbrigðra, lífsnauðsynlegra, samskipta. Einna alvarlegast kemur þetta þó fram á móðurmálinu. Ilin rofnu tengsl við vöxnu kynslóðina verða þess valdandi, að börnin læra málið að miklu Leyti hvert af öðru, eftir því sem „hendi er næst“. Og með því, að þau eru jafnframt slitin úr tengslum við athafnalífið er auð- sætt, hver ógnarhætta er hér á ferðum. Því að börnin læra málið því aðeins, að það sé fyrir þeim haft, og það sem alvarlegra er, eins og það er fyrir þeim haft. Margir þykjast augljóslega eygja ávöxt þessarar l)rengluðu vaxtar- aðstöðu í mikilli orðfæð barna, vanmætti og ónákvæmni um beyg- ingar, fallsýki o. s. frv. — Og kenn- arar sií’rrar kjmslóðar eru sannar- lega ekki öfundsverðir, því að Isalla má ókleift að kenna illa talandi börnum að lesa og rita móðurmál- ið. — Það er augljósara en orð fá lýst,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.