Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS i 159 Annáll Lesbókar # — Arni Hagnússun Framh. af bls. 156. vera þar fjórar eður fimm vikur. Vei-ður skinnið so rautt sem blóð. Eg hafði oft þessi rauðu komager, það er stígvél uppá íslenszku. urnar rauðar mest cins og þær, Beim sleit eg upp} og voru þó bæt- væru nýjar. Eg brúkaði og hvítar komager þaug voru hvít sem papp- ír, og þegar þaug ur^u óhrein, var mikið gott að fá þaug hrein. Eg brúkaði og hreindýrastígvél, voru loðin. Innan undir hafða eg selskinnssokka. Alltíð skai mann hafa hey í. stígvélunum, að hann haldi vel varmanum, því þar cr mikið frost og mögur í'æða. Meira. ^ ^ Fjaðrafok Pómarinn: — Segið mjer nú ná- kvæmlega frá öliu, sem gerðist. Ákærði: — Við sátum saman á knæpu og alt í einu laust hann öl-> krúsinni ofan í hausinn á mjerf og þegar við litum hver á annan þá lágum við sinn í hvoru rúmi í spítalanum. ★ Viðskiftavinurinn: — Er þetta úr hreinni ull ’ Kaupmaðurinn: — Jeg vil ekki segja þjer ósatt, en svo er ekki, það er bómull, en liún var gerð lir hreinu silki. ★ Begar húsmæður tala um vinnu- konur sínar, er viðkvæðið oft: IJa.fi maður náð í góða vinnu- konu, þá verður inaður með öUuih ráðiun að reyna að halda í hana. En hvað margir hjónaskilnaðir stafa af því, að húsbændurnir vilja leggja sitt fram til þessa? Innlendur annáll 1.—20. mars. 1. Söfnun hefst til danskra flótta- manna. — Almennum tryggingum h.f. veittar brunatryggingar í Reykjavík. — 2. Reykjavík raf- magnslaus í 28. klukkustundir. Norrænafjelagið minnist 25 ára starfs. Ríkisstjóri Sveinn Björns- son kjörinn hciðursfjelagi — 4. M.s. Laxfoss náð út. — 5. Esja jhreppir siglingatafir. Rússneskur sendiherra keniur til ísiands. Efri deild afgreiðir lýðveldisstjórnar- skrána. i— 8. Lýðveldisstjórnar- skráin samþykt á Alþingi. — 9. Þrjú erlend skip stranda á Fossa- fjöru á Síðu, 4 menn drukkua. — 10. Alþingi lýsir yfir að íslending- ar vilji áfram norræna samvinnu og sendir hinum Norðui'Iandaþjóð- unum bróðurkveðju. — 11. Níu menn dæmdir í svonefndu skömt- unarseðlauiáli. — Um þessar mund- ir hjelt Knattspyrnufjelag Reykja- víkur hátíðlegt 45 ára afmæli sitt á ýmsan hátt. Skipuð lýðveldis- hátíðarnefnd. — 14. Eyjólfur Jó- hamiesson endurkosinn fc\rmaðui" „Varðar“. — Maður drukknar á Hellissandi. — 15. Jón Guðmunds- son á Brúsastöðum gefur 300,000 krónur til skógræktar á Þingvöll- Um. J7. KvennflokkiU' Armanns hartdknaUleiksmeistarar í fimta sinn. SetuJiðið fer úr Þ.jóðleikhús- inu. — 18. T igarinn Sindri bjarg- ar f.jórum erlendum flugmönnum. — 20. Vísitalan 265 stig. Frysti- liús og vörugeymslur tvaupfjelags i Ia II geirseyj ar brcnna. Erlendur annáll 1.—20. mars. 2. mars Bandamenn stöðva her- gagnasölu til Tyrkja. — 3. Ame- rískar flugvjelar ráðast á Berlín, í fyrsta skifti. — 6. Rússar rjúfa Odessa-wov járnbrautina. — 8. « , Miklar loftorustur yfir Berlín. — 9. Rússar sækja fram frá Krivoi Rog. — 10. Ivrafist af írum að þeir loki sendiráðum Þjóðverja og Jap- ana í Dublin. írar neita. — Ilröð sókn Rússa í Ukrainu. — 13. Rúss- ar taka Ivherson. Rússar og Bad- oglostjórnin skiftast á sendihcrr- iim. -— 14. Bretar stöðva samgöng- ur við IrJand. — 15. Bandamenu byrja sókn hjá Cassino. — 16. Finnar hafna friðarskilmálunt liússa — 18. Loftárás gerð á Vínarborg. — 19. liússar komast að Dniester- fljóti. — 20. Þjóðverjar hrynda sókn bandamanna í Cassino. — Bernskuárin Framli. af bls. 157. átt sök á vonbrigðuin foreldra um námsárangur barna þeirra. Eg leyfi mér að fullyrða — og styðst þar við 20 ára eigin reynslu — að bætt vaxtarskilyrði á bernsku- skeiðinu nuini stuðla að bættum námsárangri á skólaskeiðinu, stuðli raunverulega að því að gera skólana stórum betri og starfshæfari stofn- anir, og þjóðina betri þjóð. 26. marz 1944 ísak Jónsson. Lteknirinn: — Hafa gleraugun ekki dugað ? Sjáið þjer ennþá svarta bletti dansa fyrir augunum ? Sjúklingurinn: — Já, en nú sje jeg þá miklu betur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.