Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Blaðsíða 3
147 " LESBÓK MORÖUNBL'AÐSINS ir viö veginn og velta grjóthrúgum, yfir akbrautina. Sumstaðar urðu bílarnir að klöngrast útaf veginum. En þar sem það var ekki hægt urðu hermennirnir að hjálpa til, að ryðja skörð í grjóthrönglið, svo að við kæmumst leiðar okkar. Staðhættir. Nú er best að gefa dálitla hug- mynd um innbyrðis afstöðu þeirra staða, sem hjer koma við sögu. Bærinn Lillc Hammer er við norðurendann á Mjösenvatni í sunn- anverðum Guðbrandsdal. En eftir þessum aðaldal Austurlandsins ligg- ur aðaljárnbrautin norður til Þræjidalaga. Liggur braut þessi norður yí'ir Dofrafjöll og er Dum- baas mesta járnbrautarstöðin í ijöllunum. Þar skiftast brautirnar, liggur önnur til norðurs til Þrænda- iaga, en hin sveigir til vesturs, nið- ur í svonefndan Efri-Guðbrandsdal og niður að Aandalsnesi við Raums- dalsfjörð. Dalurinn frá Dofrafjöll- um, sem sú braut. liggur eftir, heit- ir ofanverður Efri-Guðbrandsdal- ur, en. neðri hluti hans ér Raums- dalur. Á Tofte hóteli. Kl. 5 þ. 12. apríl komum við að Tofte hóteli í Sör-Fron. Yar þess- um mikla gestahóp tekið þar með opnum örmum, ekki síst þegar gestgjafi og starfsfólk frjetti um það, að við hefðum flest komist í hann krappann .í Nybergsund. Er forstöðukona liótelsins frjetti að við hjónin hefðum mist allan far- angur okkar í Nybergsund, bauðst !hún til þess að senda einn af þjón- um sínurn í verslunina við Hun- dorps-stöðina og kaupa þar það nauðsynlegasta, sem við þyrftum til ferðalagsins, snyrtiáhöld, nærföt og þessháttar. Skrifuðum við á miða það, sem við töldum okkur vanhaga um, og fór hann með það sjer til minnis. En kaup þau urðu okkur ekki notadrjúg. Því pilturinn kom t. d. með nærskyrtu handa manni mín- um svo stóra, að hún náði niður fyrir hnje, og buxur, sem myndu hæfa 12 ára dreng. En jeg fjekk til afnota í vetrarkuldanum blúndu- boþ sem hæfilegur hefði verið í mesta sumarhita. Ferðatösku keypti hann undir farangurinn, úr pappa, fyrir 3 krónur. Það sem nothæft var af kaupvarningi hans komst vel í það ílát. En þá var líka hægt að segja, að við hefðum eitthvað með okkur, annað en fötin sem við' stóðum í. Á þessu háfjallahóteli í Tofte fengum við rólega nótt. Var ákveðið um kvöldið að við skyldum leggja af stað í býti morguninn eftir. En til þess að vekja sem minsta eft- irtekt á því ferðalagi, þegar kæmi niður í dalinn, átti ekki nema einn bíll að leggja af stað í einu með y<l tíma fresti, og áttum við að; vera þau seinustu, sem yfirgáfum hótelið, kl. 9 að morgni. Ráðherrarnir og skyldulið þeirra óku fyrst á brott. Var þetta var- úöarráðstöfun gerð vegna þess, að við höfðum frjett að talsvert væri af nasistum einmitt á þessum slóð- um. Þegar hjer var komið sögu, þótti fullvíst að Nasistar leituðust við að hafa njósnir af ferðum ráð- herranna, ef ske kynni, að Þjóð- verjum myndi takast, í næstu til- raun, sem gerð yrði að tortíma stjórn landsins, úr því tilraun þeirra í Nybergsund mistókst. Farið huldu höfði. Þegar leið á morguninn og nokkr- ir bílanna voru lagðir af stað, var hringt í hótelsímann hvað eftir ann- að, og spurt um hina og þessa ráð- herrana, án þess að fyrirspyrjandi ljeti nafns síns getið. Jók þetta grun um, að hjer mundi vera um njósnastarfsemi að ræða, og því ákveðið, að segja skyldi í símann, að þar væri enginn ráðherra og enginn þeirra hefði þangað komið. En þegar tveir bílarnir voru ófarnir, voru þessar fyrirspurnir orðnar svo margar og grunsamleg- ar, að forstöðukona hótelsins og gestir þess, báðu okkur að hverfa á brott sem skjótast, því annará var óttast, að loftárás myndi gerð á hótelið, og því eytt, eins og byggingunmn í Nybergsund. Við fórum því nokkru fyr en áætlað 'vai' í bílunum tveim, er eftir voru. Til þess að viila fyrir njóspurum, ef svo værif lagði stjórnin svo fyrir, að nokkuð af fylgdarliði hennar als um 20 manns, skyldu ekki verða ráðhcrrunum samferða lengur, heldur snúa til Uaka niður Guðbrandsdal til Lille Ilammer, og þar áttum við að bíða eftir boðum um það, hvert við skyldum halda. Á leiðinni niður dalinn, urðum við aftur að tefjast við vegartálm- anir. Mættum við mörgum flutn- ingabílum á þeirri leið með skot- færabyrgðir sem verið var að komá fyrir uppi á hlíðunum meðfram veginum og fluttar höfuð verið frá skotfæraverksmiðju Raufoss við Gjövík, en hún var mesta skotfæra- verksmiðja landsins. Verkfræði- deildir hittum við einnig frá her- stöðinni Valsmoen við Hönefos, cr áttu að vera til taks, til þess að sprengja björg meðfram veginum og gera hann ófæran með öllu fyrir bíla umferð. I Lille Hammer. Er við komum til baka til Vic- toríuhótelsins í Lille Hammer síðari hluta dags þ; 13., var alt þar í ennþá meira uppnámi en daginn áð- ur, fLeira aðkomufólk, meiri trölla- sögur um vopnaviðskifti og meiri njósnahræðsla. Enda þóttumst. við þá verða þess vör, að sjerstakar gætur voru hafðar á ferðum okkar, sem gat verið skiLjanlegt, vegna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.