Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1944, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 157 FLÓTTA í NOREGI Pramh. af bls. 148. á eftir. Var okkur sagt, áður en. lagt var upp í þessa næturferð, að ef*það kæmi í ljós að við hefðum sagt ósatt um ferðir okkar og er- indi, þá værum við öll dauðans matur. Liðsforingi sá, er stjórna skyldi ferðinni, gekk milli bílanna, áður en lagt A’ar af stað. Hann lagði svo fyrir, að við yrðum að aka á eftir fyrsta hermannabílnum, hvergi staðnæmast, enginn mætti yfirgefa bílana? og við vrðum í einu og öllu að hlýða fyrirskipun- um hans. Ilver sá, sem bryti út af þessu, yrði skotinn. I tvo tíma ókum við nú, án þess að vita, í náttmyrkrinu, á hvaða leið við vorum. Ivl. var •!b-2 um nóttina er forystubíllinn staðnæmd- ist og allir hinir á eftir. Þá til- kynnti fararstjórinn: „Hver sá, sem fer út úr bíl sínum, áður eit eg gef um það fyrirskipun verður skotinn' ‘. Nú leið nokkur stund. Síðan hrópaði hann að við mættum fara út úr bílunum. En hver yrði að standa kvr við sinn bíl. Er við höfðum staðið við bílana drykk- langa stund, var okkur sagt að ieggja af stað og ganga nú í hala- rófu. Ilermennirnir gengu til hlið- ar við okkur. Það koin sjer vel að: farangur okkar var ekki mikill, því ófæi'ð var mikil, djúpur snjór. „Það er Arme“ Kl. var um 4 er við sáurn fram- undan okkur í náttmyrkrinu út- limur stórrar byggingar liera við mjöllina. Og rjett á eftir stóðum við í þessari einkennilegu fylkingu fyrir framan þetta stórhýsi. Fararstjórinn geklc að aðaldyr- unum og barði á þær. Opnaður var gluggi á 2. hæð, og maður, sem út í gluggan kom spurði hvaða menn væru þar á ferð. Fararstjóri svar- aði: „Hjer er fólk, sem segir, að það hafi fengið fyrirskipanir um að koma hingað.“ Andartaki síðar voru aðaldyrn- ar opnaðar og aldraður, fvrirmann- legur maður kom út á tröppurnar. Þar var Broch offursti faðir Theo- dors Broch, hins nafnkunna borgar- stjóra í Narvík. Ilann var „sikr- ingschef“ fyrir konung og ríkis- stjórn, átti að sjá um að þeim væri sem best borgið. Ilann endurtekur nú spurningu sína um það, hvaða fólk sje hjer á ferð. Dr. Arne Ording var aftarlega í röð okkar. Hann er æskuvinur Theodore Broch. Hann ber strax kensl á offurst- ann, þó dimt væri, og svarar strax: ,,Það er Arne hjerna“. „Nei, ert það þú, Arne“, hróp- aði offurstinn upp yfir sig. Og )>á þurfti ekki frekari skýringa við. í Lesjaverk. Dauðþreytt vorum við öll, 18 til 20 manns, er vorum þar á ferð, og fengum við hinar bestu viðtök- ur. Við fenguni nú að vita að við vorum stödd á Lesjaverk, stórum búgarði, sem fyrir alllöngu var breytt í sumargistihús. Abalbygg- ingin var stórt hús, og sumarskál- ar í næsta umhverfr. Rúm voru ekki auð í aðalbyggingunni, svo ákveðið var, að búa skykli tirn okkur í einunt skálanna. Við frú Ræstad hjálpuðum húsfreyjunni að bila urn okkur. Nokkur tími leið, uns við gætum gengið til hvílu. En svo kalt reyndist vera í skála þess- um, að við klæddum okkur fljót- lega upp úr rúmunum vegna kulda, og sváfum síðan um stund í föt- unum. En nú var ekki tími til langrar hvíldar. Nú þurfti að taka til ó- spiltra málanna að undirbúa frjetta- þjónustuna og ákveða hvernig henni yrði fyrir komið. Tvær útvarps- stöðvar voru þá utan við yfirx'áða- svæði Þjóðverja í sunnanverðum. Noregi, að Ilamri og á eynni Vigra utan við Álasund. Ráðherrarnir fóru snemma á fa:t- ur þennan morgun og settust á ráð- stefnu. Er við höfðúm fengið morg- unverð var farið að tala um frjetta- starfsemina. Dr. Ræstad sá hug- myndaríki dugnaðarmaður hafði flestar og mestar tillögur að gera í þeim efnum. Haxxn x-ar formaður ríkisfitvarpsins norska. Ávarp Hákonar konungs. Daginn áður hafði ílákon kon- ungur gefið út ávarp til þjóðar- innar. Það hafði ekki komist út til almennings. Frá Lesjeverk Arar tal- símasamband við xitvarpsstöðina í Vigra. Varð eg til þess að lesa á- xarp þetta í símaiin til útvarps- stöðvarinnar. Rjett á eftir heyrðum við það lesið upp í útvarpið. Ávarpið A-ar svohl jóðandi: Á þessum mestu erfiðleika og reynslutímum, sem komið hafa yf- ir land mitt og þjóð í meira en 100 ár, beini eg þeinx eindregnu Itilmælum til allra norskra kvenna og karla, að gera allt, sem hver ein- stakur fær áorkað, til að bjarga. frelsi og sjálfstæði okkar kæru fósturjarðar. Land vort hefir orðið fyrir skyndi árás frá hendi þjóðar, sem við ávalt höfum haft vingjarnleg við- skifti við. Þessi voldugi andstæð- ingur hefir ekki skiri’st við ao gera sprengjuárásir á alþýðu í bæjum og sveitum, konur og börn hafa látið lífið og orðið fyrir skelfi- legum hörmungum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.