Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1944, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1944, Blaðsíða 7
LESBÓK MOR(?UNBLAÐSINS Wl gerði ekki ráð fyrir því að þurfa • að greiða neinn framfœrslueyri. — Málinu er frestað, sagði Benja; Widdup, til morguns, en þá mæt- irðu og framkvæmir skipanir rjett- arins. Síðan verður skilnaðaríir- skurðurinn út gefinn. Hann sett- ist á þröskuldinn og fór að reima frá sjer skóna. — Það er best fyrir okkur að fara til Ziah frænda, sagði Ransie, og vera þar í nótt. Hann klifraðist öðru meginn upp í vagninn, en Ariela hinum megin. Litli rauði tarfurinn sniglaðist áfram, þegar Ransie gaf honum drag í rassinn með kaðalspotta, og vagnhjólin; þyrluðu upp rykinu. Benaja Widdup fógeti reykti pípu sína. Þegar langt var liðið á daginn, tók hann vikublaðið sitt og las það, þangað til hann hætti að sjá til. Þá kvéikti hann á tólgarkerti og las, þangað til tunglið kom upp, en þá var kominn kvöldverðartími. Á leiðinni heim til sín þurfti hann að fara gegnum dálítið skógarkjarr. Þegar hann var kominn inn í kjarr- ið, gekk að honum skuggalegur mað ur og miðaði á hann riffli. Hatt- urinn slútti niður í augu hans, svo» að mestur hluti andlitsins sást ekki. Komdu með peníngana þína, sagði skuggalegi maðurinn, orða- laust. Jeg er taugaveiklaður, og hver veit nema jeg komi óvart við gikkinn. — Jeg á ekki nema f-f-f-fimm' dollara, sagði fógetinn og tók seð- ilinn upp úr vestisvasanum sínum. — Vefðu seðilinn upp og settu hann inn í hlaupið á rifflinum. Seðillinn var nýr, og það var auðvelt fyrir hvaða klaufa, sem var að vefja hann upp og stinga hon- um inn í hlaupið. — Ni'i geturðu haldið áfram, sagði ræninginn. Fógetinn hjelt áfram og fór ekki hægt. Daginn eftir dró litli rauði tarf- urinn vagninn að skrifstofu fóget- ans. Benaja Widdup fógeti var með skóna á fótunum, því að hann bjóst við neimsókn. 1 viðurvist hanss rjetti Ransie Bilbro konu sinni fimm dollara seðil. Fógetinn athugaði seðilinn vandlega. Hann virtist vefj ast dálítið upp, eins og honum) hefði verið stungið inn í byssu- hlaup. En hann sagði ekkert, því að vel gat verið, að aðrir seðlar hefðu tilhneigingu til að vefjast upp. Hann rjetti hvoru hjónanna um sig skilnaðarúrskurðinn. Þau þögðu bæði og voi'u dálítið skrítinn. Konan leit feimnislega á Ransie. — Nú ferðu víst aftur upp eftir, sagði hún, í vagninum. Brauðið er í dunkinum á hillunni. Jeg setti svínakjötið í pott, svo að hund- arnir næðu ekki í það. Gleymdit ekki að draga upp klukkuna í kvöld. — Þú ætlar til Ed, bróður þíns ? spurði Ransie og reyndi að vera kæruleysislegur. — Jeg ætlaði að reyna að kom- ast þangað fyrir kvöldið. Jeg býst nú varla við, að það verði slegið upp stórveislu til þess að bjóða; mig velkomna, en jeg get ekki far- ið neitt annað. Það er annars best að fara að koma sjer af stað. Jeg ætla að kveðja þig, Ransie, ef þú annars vilt það. — Jeg veit ekki hvaða ástæðu jeg ætti að hafa til þess að vilja ekki kveðja þig, sagði Ransie, nema þjer liggi þá svo lífið á að komast burt. Ariela þagði. Hiin kreisti fimm, dollara seðilinn í lófa sjer o? stakk honum svo í vasann á kjólnum sínum. Benaja Widdup horfði á seðilinn hverfa með sorgarsvip. — Verður nú ekki daufleg vist- in hjá þjer, Ransie? spurði hann. Ransie Bilbro horfði út um glugg ann í áttina til heimilis síns. Ilann, leit ekki á Arielu. — Það verður líklega dálítið dauflegt, sagði hann. En þegar, manneskjur verða reiðar og yilja skilja, þá er ekki hægt að halda aftur af þeim. — Það voru aðrir, sem vildu skil.ja, sagði Ariela. Svo kærði sig enginn um, að nokkur yrði kyrr. — Enginn sagði nokkurn tíma, að hann vildi það ekki. — Enginn sagði nokkurn tnnaj að hann vidi það. Það er best fyrir mig að leggja af stað til Ed bróður, —. Enginn getur dregið upp gömhi klukkuna. — Viltu, að jeg komi heim með þjer í vagninum, Ransie, og dragí hana upp fyrir þig. Það var ekki mikið um geðshrær- ingar hjá fjalabúanum en hann rétti út stóra hendina og huldi litlu hend ina á Arielu í henni. — Jeg vil vera í kofanum hjá þjer, Ransie, sagði hún, og hvergi annars staðar. Jeg ætla aldrei -að verða reið aftur. Nú skulum við leggja af stað, Ransie, svo að viðl verðum komin heim fyrir sólsetur. Nú skarst Benaja Widdup tógeti í leikinn. Hjónin höfðu gleymt! nærveru hans. — í nafni Tentiessee-ríkis, sagði hann, fyrirbýð jeg ykkur að hafa lögin nð en<?u. Það er T'jettinum sannarlega gleðiefni að sjá ský sundurlyndis og misskilnings greið- ast frá tveim elskandi hjörtum, *n lögin verða að hafa sinn gang. Rjetturinn vill minna ykkur á; afi; þið eruð ekki len^ur hjón, en-eruð skilin samkvæmt lagale?um úv- skurði og njótið því ekki rjettinda hjúskaparlaganna. Ariela tók í liandlesrginn á Rnnsie

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.