Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 1
b«U 35. tölublað. Jfafjgnnfrlflfe* im Sunnudagur 1. október 1944 XIX. áxgangux. Itaioldarrr«BUinlðj» fe.4 poMeii Ják cmneóóon eóóor: GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON I. Barn hallærisins. GTÐMUNDUR á Sandi var fædd ur tíu árum eftir felliveturinn mikla 1858—’59. Ilann er tólf vetra frostaveturinn 1881—’82, og nítján vetra er hann þegar kalla má, að slotað sje að mestu grimmasta harðindakafla, sem yfir landið hefir gengið í hálfa aðra öld. Þeim. sem nii eru miðaldra sem kallað er, hvað jm hinum, sem yngri eru, veitist örðugt að skilja, hversu kröppum skóm sú kynslóð varð að slíta, semt honum var samferða úr harnæsku til þroskaaldurs. Bgrnum hallæris- ins fer fækkandi *um hríð í þessu landi og verður nú um stund fróðlegt að athuga, hvernig góð- ærinu tekst að manna þjóðina. En > það er önnur saga. Hitt er eflaust, að um Guðmund á Sandi verður ekki dæmt nje um hann ritað af skilningi, sem átt nær, án þess að minnast þess, hrerjum tíma hann var alinn og fóstraður. Þá er vert að gefa upprunanum nokkurn gaum. Faðir hans, Frið- jón Jónsson frá Iíafralæk, var tal- inn vitsmunamaður mikill, íhugull og hæglátur. Mjer virðist nú, er A SANDI Guðmundur Friðjónsson. jeg hugsa til hans, að honum hafi um þessi efni svipað til þeirra manna fyrrum, er spakir voru kall- aðir. Hann var af góðu bændafólki kominn en heldur snauðu, sem reyndar hefir jafnan verið hlut- skipti alls þorra bænda í Þingeyjar- þingi, og munu færri finnast und- antekningar frá þeirri reglu þar en í flestum öðrum hjeruðum. Ilag- mælska var í ætt Friðjóns, þótt ekki færi hátt, enda litlir kostir jafnan til þvílíkrar iðju. Þó er í frásögur fært, að ITólmfríð- ur á Hafralæk, móðir Friðjóns, hafi ort rímnaflokk einn eða fleiri og má af því ráða, að hneigð- in til kveðskapar hafi þarna verið furðu rík, því að heldur fá dæmi verða nú til þess fundin, að konur Ijeti slíkt eftir sjer fyrrum, enda ekki til þess haldið. Ilagmælsku mun Friðjón hafa erft, þótt eigi færi mikið orð af því, og ef til vill var hún eini arfurinn, er hlotnaðist bónda er í bernsku berfættur gekk fata og fjevana úr föðurgarði. En hvað um það. Hann varð ekki skáld, en mikilsmetinn bóndi í sveit sinni og naut þar mannkosta sinna en ekki sauðatölu, enda fje- lítill jafnan — og þó bjargálna. Kona Friðjóns og móðir Guð- mundar, Sigurbjörg Guðmunds-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.