Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 12
428 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - Ferðapistlar Frá útför Guðmundar Friðjónssonar. Synir hans bera hann til grafar uui styrk sínurn hjelt hann óskert- því nær til hins síðasta. Rödd hans úr sjúkrahúsi, er okkur barst frá útvarpi á áliðnum síðastl. vetri, bar vott um, að hann beið dauða síns góðum vilja og óhryggur, að dæmi méistara síns, Egils. Sjálfur hafðl hann gert upp reikninginn í Ijóði, er hann nefndi Niðurstöðu: Fór jeg á heiði, fjekk jcg eina tínu. Fór jeg á engi, sló jeg meðal-brýnu. Út reri jeg og einn jeg fjekk í hlut. . l'pp dreg jeg bát í naust með ljett- an skut. — Stilltu þig, son minn, stillið grát- inn, dætur, strenghrapa mín þó laskist. Góð- ar nætur. •— Norræna lifir, einn þó undan beri útskagamann, sem langan barning reri. Öldurnar vaka — yrkja ljóð á skcri. Tar þá hugboðið gamla um spor- in í sandinum rjett, þegar allt kom til alls! Nei, niðurstaðan á ekki við það. Hún víkur aðeins að því, sem flestum verður hugstætt að lokum, að afrek og ætlanir ná sjaldnast höndum saman. Hitt er höfuðatriðið, að hugpjón skáldsins, sii cr hann helgaði ævistarf sitt og krafta til leiðarloka, lifir í verkum hans — og verkum óborinna skálda. Tungan og þjóðcrnið lifir. Nor- rænan lifir. Laugarvatni í júlí Framhald af bls. 42G sagt. Vatnsveita bæjarins er annars hin furðulegasta. Vatninu'er A’eitt í djúpar rennur meðfram gang- stjettunum, og skilst mjer, að því sje veitt í eina götu á dag og aðra á morgun. Úr rennunum er því veitt inn í einhver ílát í kjöllurum húsanna, dælt þaðan í geyma upp undir þaki og síðjin í pípurnar. Kenningin er sú, að rennandi vatn sje alltaf hreint, en hvað sem öllum kenningum líður, er þetta kolmó- rautt og daunilt. — Sú gamansaga er sögð, að gamli shahinn hafi lát- ið leggja fyrir sig áætlanir um skólpræsi og vatnsveitu. Varð hon- uni starsýnt á eitt atriðið í upp- dráttunum, að allstaðar voru tvær pípur hlið við hlið. „Til hvers haf- ið þíð tvær pípur á uppdrættinumf ‘ sagði Iiann undrandi. „Yðar hátign, ]>etta er vatnsveita og skólpræsi". „Hvílíkt bruðl! Það er alveg nóg að hafa eina pípu. Ilreint vatn á morgnana og skólp á kvöldin". Læt þetta nægja í bili. FJAÐRAFOK PERSHING hershöfingi, sem stjórnaði hersveitum Bandaríkja- manna í Frakklandi í styrjöldinni 1914—18, var eitt sinn sem oftar á cftirlitsferð um vcsturvígstöðvarn- ar. 1 einum herbúðunum sá hann særðan mann, sem virtist mjög nið- urdrcginn, si.tja fyrir utan tjald sitt. Hershöfðinginn ákvað að segja nokkur sanniðarorð við her- t # manninn, þar sem hann sá, að hann hafði aðra höndina í íatla og höfuð hans var alt reifað. Bn þegar hershöfðinginn var rjett komiiiu á staðinn, þar sem hann sat, heyrði hann, að sá særði rnuldr- aði fyrir munni sjer: „Jeg elska föðurland mitt. Jeg berst fyrir föðurland mitt. Jeg líð hungur og þorsta fyrir land mitt. Jeg fórna lífi mínu fyrir land mitt éf því er að skifta. En ef þessu hel- vítis stríði líkur einhverntíma, mun .jeg aldrei clska nokkurt land aft- ur‘ ‘. ■k Faðirinn: — Heyrðu mig, Jack litli! Jeg sá þig reka flugu af S3rk- urmolanum, en þú gleymdir að bursta sykurinn aí fótunum á henni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.