Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Side 4
LESBÓK MOROUNBLAÐSTNS * Elskur að list þótt anna fölskvi að honum kyngdi sínum dyngjum. Átti jeg ferð og orti á hurðir arftakanda Hjeðins djarfji----- Ilöndum tveim og hreifum anda hann tók mjer og leiddi í ranninn ástúðlega með ærnum kostum, ungan dreng með rím á tungu. Braga ættar, brúnaljettur brýndi hann mig á Ijóðastigu. — Þannig lýsir Guðmundur komu þessari til Jóns í fögru og þrótt- miklu kvæði, er hann orti um hann látinn. Nú var hann öruggari en áður um ljóðgáfu súia. En fleira þurfti til. Ilann varð að afla sjer menntunar. Áhrif frá föður mínum l>entu honum á Möðruvallaskólann. Dómarnir um þessa menntastofnun Norðlendinga hafa misjafnir verið. Er skammt að minnast ummæla Gröndals í Dægradvöl hans, en vafalaust er sá dómur ósanngjarn. % Mikhi betri og rjettari er sú mynd, er upp er brugðið í minningum frá Möðruvöllum, sem prentaðar voru í fyrra. Víst er það, að þótt þangað kæmi misjafnir menn, eins og geng- ur, voru þeir miklu fleiri, er þangað sóttu góða menntun* og urðu hinir nýtustu menn, sumt þjóðkunnir skörungar. Þangað r.jeðst Guð- munditr haustið 1891 og dvaldi þar tvo vetur. IV. Skjólstæðingur guðnana FYRTR rúmum fimmtíu árum, um miðjan maímánuð, þrömmuðu þrír ungir piltar sem leið lá xipp Vaðlaheiði að vestan. Sú heiði er þung á fótinn. þeim sem ösla verð- ur krap og aur leysingar um ó- rudda götufílóða, skreipar fannir, krapblár og melholt, sem luma á holklaka. Ungu mennirnir, sem hjer voru á ferð, höfðu dvalist um vet- urinn í skólanum á Möðruvöllum og voru nú á heimleið að loknu burtfararprófi. Þeir höfðu Jagt af stað frá Möðruvöllum árdegis fót- gangandi til Akureyrar, þegið ferju yfir •Pollinn hjá einhverjum Ilár- barði, er svo var sinnaður, að eigi nennti að brýna ferjunni og legg.ja ripp árar, þótt hann yrði þess vís, að þessir ungu skjólstæðingar guð- anna ætti ekki handbæra fjármuni í ferjugjald. Nú stóðu þeir að á- liðnum degi á heiðarbrúninni, vörp- uðu göngumæðinni og litu yfir far- inn veg. ITandan við f.jörðinn blöstu Möðruvellir' við sjónum þeirra, helsta menntasetur landsins utan Revk.javíkur á þeim tíma. Þarna höfðu þeir dvalið tvo vetur við nám og unað hag sínum hið besta — við þröng og fátækleg k.jör, svo að nú mvndi haft á örði og skól- inn líklegast hvorki talinn íbúðar- nje kennsluhæfur án stórkostlegra umbóta. Þessa ungu menn hafði dreymt draum allra framgjarnra æskumanna um að hleypa heim- draganum, reyna krafta sína og afla» s.jer nokkurs frama, og auðnast að láta hann rætast um sinn. Þeim, var engin vorkunn, þessum piltum, þótt göngumóðir væri og ætti ekki fyrir málsverði í næsta gistingar- stað, heldur hinum öllum, serri aldrei komust í þá raun að' brjóta klakann ofan af þvottaskálunum í svefnloft- um Möðruvallaskóla! L.jeleg aðbúð og skorinn skammtur var þeg- ar til alls kom engin óskapa við- brigði mörgum manni. Hitt var kjarni málsins, að fá að dveljast í hópi kátra f.jelaga, þreyta nám í ýmsum fræðum, hey.ja kappræður og hvessa pennann í deilum, þar sem enginn vægði öðrum og eigi hlýddi griða að bið.ja meðan sú hríð stóð, eiga annars gott fjelag saman, aga- samt og lærdómsríkt í senn, en sæta mestum og ógleyma^legustum áhrifum af höfuðkennurum skól- ans, bestu skólamönnum síns tíma á landi hjer, þeim Jóni A. Iljalta- lín skólastjóra og Stefáni Stefáns- syni, síðar skólameistara. Nú var því lokið. Senn leið á daginn, best að dvelja ekki lengur förina. Eftir svo sem hálftíma slabb myndi þeim gefa sýn niður í Fnjóskadalinn. Á morgun myndi þeir ná heim til sín. — Þetta var í rauninni lýjandi ferðalag. Gönguþreytan lagðist á eina sveif með prófþreytunni, sem hingað til hafði lítið látið á s.jer bera, komið s.jer lítt við. O-jæja. Þegar öllu var á botninn hvolft var takmarkið, sem þá hafði dreymt um og náð, ekkert takmark, aðeins áfangi. Nú lá leiðin heim aftur. Og hvað svo? Úr því varð framtíð- in að skera. Það var nú næst að enda erviða dagleið og þrjátíu stunda föstu í tómlegri og kaldri heyhlöðu norður í Ljósavatnsskarði. Svo grátt geta guðirnir leikið skjól- stæðinga sína á stundum. Eymsli þessa dags, sem reis svo ljettur á legg og dróst svo silalega til hvíld- ar, eru ekki gleymd að liðnum fimmtíu árum. ,.M.jer rann til rifja á 'þessari heimleið að sjá kotbæina álúta og með moldarsvip. Mjer ])ótti sveitin hafa lítið að bjóða í sjón og raun og reyndar bjóst jeg ekki þá við því, að mjer myndi auðnast að stíga önnur spor í sandinn en þau, sem fjúka myndi í samdægurs og hverfa samstundis". Ekki er oflátungsbragur á þess- um orðum. Og ekki virðist það hafa verið neinn himinhrópandi Möðru- vellingur, sem gekk í tún á Sandi, daginn sem Guðmundur Friðjóns- son lauk þeirri ferð, sem h.jer hefir stuttlega lýst verið — að mestu eftir sögn hans sjálfs. V. Heimahagarnir. OG AÐ VÍSU hafði hún lítið að bjóða, þessi sveit, lítið af því, er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.