Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 13
LESBÖK MORQOJNELAÐSINS 42ÍI tameó Sr, 'tnaíaga ÞEGAR RÚMIÐ DATT EINHVER eftirminnilegasti við- burður æsku minnar held jeg, að ])að hafi verið, þegar rúmið brotn- aði undan föður mínum. Það er betra að segja ]sá sögu en skrifa hana, því maður þarf að geta hent til húsgögnunum, skellt hurðum og gelt eins og hundur, til þess að koma þeim r.jetta anda í þessa ótrú legu sögu. En sönn er hún samt. Faðir minn hafði ákveðið að sofa í þakherberginu eina nótt, svo að hann gæti haft næði til að hugsa. Móður minni var ekki um það. Hún sagði, að það væri ekki óhætt að sofa í rúminu í herberg- inu, því að það væri orðið svo lið- að^ að það gæti brotnað þá og þegar, og við það gæti höfðagafl- iim dottið á höfuðið á pabba, þar sem hann lægi í rúminu, og drepið hann. En pabbi ljet sjer ekki segj- ast, og klukkan kortjer gengin í ellefu labbaði hann upp háalofts- stigann. Við heyrðum síðan mikið brak og bresti þegar hann lagðist í riimið. Afi minn, sem vanalega svaf í þakherberginu, þegar hann dvaldist hjá okkur, hafði farið burt fyrir nokkrum dögum. (Venjulega var hann búrtu í sex eða átta daga, og koma þá venjulega til baka og sagði, að í ríkisstjórninni ættu sæti tómir þöngulhausar). Þegar þetta gerðist, var í heim- sókn hjá okkur náfrændi minn, Briggs Beal að nafni, en hann stóð á því fastar en fótunum, að hann myndi hætta að anda í svefni. Hann var hræddur um að hann myndi kafna, ef hann væri ekki vakinn á hverri klukkustund alla nóttina. Hann var vanur að láta vekjaraklukku hringja einu sinni á klukkustund, þangað til fótaferða tími var kominn, en jeg fjekk hann ofan af því. ITann svaf í sama her- bergi og jeg, og jeg sagði honum, að jeg svæfi svo laust, að jeg myndi vakna undir eins, ef einhver hætti að anda inni í herberginu. Iíann reyndi mig fyrstu nóttina,- og því hafði jeg líka búist við. Ilann hjelt niðri í sjer andanum, þegar reglu- legur andardráttur minn hafði sann fært hann um, að jeg væri sofn- aður. En jeg var ekki sofandi og kallaði í hann. Þetta virtist róa hann dálítið, en samt hafði hann kamfóruglas á borðinu til vonar og vara. Ef svo færi, að jeg vekti hann ekki, fyrr en hann væri að því kominn að gefa upp andann, sagðist hann mundu þefa af kam- fórunni, en slíkt hefði mikil áhrif til lífgunar. En Briggs var ekki sá eini ú ættinni, sem hafði svona mein lokur. Melissa gamla Beal, frænka mín, hafði fengið þá flugu í höf- uðið, að hún hlyti að deyja í South ITigh Street, af því að him hafði fæðst í South ITight Street og giftst í South Iligh Street, Svo var það Sarah Shoaf, frænka mín, sem ótt- aðist alltaf, að þjófar myndu brjót- ast inn til hennar og blása klóró- formi undir hurðina inn í svefn- herbergið hennar. Til þess að koma í veg fyrir slíkt — því að hún var hræddari við slíka svæfingu en að missa eigur sínar — staflaði hún öllum silfurmunum sínum, pening- um og öðru verðmæti fyrir fram- an svefnherbergisdyrnar og lagði miða þar hjá, en á honum stóð: „Þetta er allt, sem jeg á. Hirðið það og notið ekki klóróform, því að þetta er allt, sem jeg á“. Graeie Shoaf frænka, þjáðist ennig af ótta við innbrotsþjófa, en hún var hug- rakkari en Sarah. Ilún var sann- færð um að innbrotsþjófar hefðu komist inn í húsið á hverri nóttu í fjörutíu ár. Það, að aldrei hafði neinu verið stolið frá henni, var henni engin sönnun fyrir því gagn- stæða, Hún stóð í þeirri meiningu, að hún hefði alltaf hrætt þá burt, áður en þeir gætu stolið nÓkkru, með því að henda skóm niður í forstofuna. Þegar hún fór að hátta náði hún í alla skó, sem til voru í húsinu o’g setti þá í hrúgu við rúmið sitt, Fimm mínútum eftir að hún hafði slökt ljósið, settist hún upp í rúminu og sagði: „Burt með ykkur“. Maður hennar, sem var orðinn vanur þessu allt frá árinu 1903 var venjulega sofandi eða ljest vera sofandi. En hvernig sem á- statt var um hann, sinnti hann því e'ngu, þó að hún ýtti við honum. Og svo fór hún fram úr og dengdi einum skó niður í forstofuna og öðrum rjett á eftir. Stundum henti hún öllum skónum, stundum ekki nema nokkrum pörum. En nú er jeg kominn nokkuð langt frá efninu, því að jeg ætlaði að skýra frá því, þegar rúmið brotn aði undan pabba, Um miðnætti vor- um við öll háttuð. Það er nauðsyn- legt að skýra frá herbergjaskipun- inni og telja þá, sem í hverju her- bergi sváfu. 1 herbergi beint fvrir neðan þakherbergið, sem pabbi svaf

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.