Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1944, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 419 « jnörg — ef til vil öll — skáld eru í raun rjeftri. Eins var hann í raun og sannleika íhaldssamur. En um 18 ára aldur hafði hann ort Éftir- mæli Kölska og sagt kirkju-kristni stríð á hendur og ljest ]iess albú- inn að velta að velli hverri „tign veraldar". Þá þegar var manngild- ið hugsjón hans og átrúnaður, manngildið frjálst og óbundið af öðrum lögum en þeim, er það set- ur sjer sjálft, mannlífið óspillt, og heilög náttúran. Mjer virðist þetta dágóð niðurstaða hjá manni um tvítugt, sem fæddur er á því herr- ans ári 1869, og ágæt byrjun fyrir skáld, sem ekkert hafði við að styðjast annað en ódrepandi gáfu sína. Skáldið af guðs náð einni saman — skáldið í trássi við allt. III. Þorradægur. í TRÁSSI við allt og alla, auk hcldur sjálfan sig. Fyrir fimmtíu árum eða sextíu þó voru að vísu til skáld á íslandi, ágæt skáld, ch. þessi skáld voru samt fyrst og fremst menntamenn — prestar, kennarar. Engiun manni gat til hugar komið að vera fyrst og frernst skáld. Guðmundur á Sandi var hjcr engin undantekning. —• Draumar eru ekki hugsanir, því síður áforra. Ilitt kom honum í hug að gerast smiður, þótt undar- iogt megi virðast, því að jeg ætla, að þcssi hagsmiður bragar væri alla ævi lítt til slíks fallinn. En hattn var heilsuveill á unglings- árum og hugði hann, að sjer myndi ekki stætt við crvið bústörf. Má vera, að hann hafi talið sjor hand- iðn slíka betur við hæfi, þótt eigi kæmi til þess. Skólalærdómur kom síst til greina og olli því efnaskort- ur, þótt huganum væri undir niðri starsýnt á þá ófæru. — Lífið er sóunargjarnt og sjest ekki fyrir, þykist hafa efni á því Guðrún Oddsdóttir að láta góðar gáfur, frábæra krafta fara forgörðum, cða þáð er grá- glettið, eins og tröllin í ævintýr- unum, lofar gulli og grænum skóg- um — fyrir sýna forsendingu. Hver vill treysta hamingju sinni að svo tæpu tafli, eiga þar allan hlut að, sem óvíst er um tökin á hvoru- tveggja, tögluni og högldum? Þeg- ar faðir minn var á unglingsáldri, dreymdi hann um að vera skáld, rita skáldsögur. Þetta var fyrir og um 1880. Eigi muu hann hafa flíkað þeirri fásinnu við nokkurn mann, enda jafnan í dulasta lagi um sína innstu hagi. Þó olli þessi þrá hans því, að hann rjeðist til náms í Möðruvallaskóla 1883, í fánýtri von um, að hagir sínir um þessi efni kynni þá cf til vill að greiðast eitthvað. Hann var 9 árum eklri en Guðmundur á Sandi, en þeir voru systkina-synir, Jeg ætla,- að hann hafi haft allmikla gáfu til ritstarfa, þótt eigi verði nú til fulls markað af fáeinum prcntuðum þáttum hans og óprentuðum drög- um. En líísbaráttan tók hann ó- mjúkum tökum á þeim árum, er mikill *þorri landsfólksins varð að geifla á gjafakorni, keyptu fyrir erlcnt samskotafje eða hallærislán. Guðmundur Friðjónsson Þau þorradægur voru ekki til þess fallin að vekja ungum mönnum þor og trú á framtíðina og sjálfan sig. Hitt var heldur, að svo að kalla allt legðist á eitt um að kefja nið- ur, telja úr. Ileljarkuldi ísáranna miklu lagð- ist fast á Guðnnmd frá Sandi, <tn það bjargaði lionum að nokkru, að hann var þá cnn ungur og ekki til fulls bundinn klakahöggi lífs- baráttunnar. Áhrif þessara ára dyljast samt ekki í ýmsu því, cr hann orti og ritaði síðar. En loks tók að rofa til á ný, jafuframt því scm honum óx þroski. Nú, þegar kraftar hans og gáfur tóku aö segja til sín af meira og meira styrk, skorti hann mest leiðsögn og upp- örvun. Sjálfur hcfir hann bcnt á manninn, sem á þessum tímamótum hvatti hann best og styrkti kjark hans og trú á sjálfan sig. Sá maður vár Jón í Múla, einn glæsilegasti maður síns tíma, málsnjall og gáf- aður, bjartsýnn atorkumaður, mik- ill af sjálfum sjcr og trausti þcirra, sem kynntust honum. Til lians leit- aði Guðmundur, vildi heyra dóm hans um kvæði sín: — Reyndur maður í beyglum bænda bragfýst kæfði æskudaga;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.