Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1944, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1944, Blaðsíða 5
tilskipuii konungs. Þetta er upphaf greinarinnar: „Nú hafa Islendingar fengið Al- þing aftur“, segja menn. Rjett er það. Þcir eiga að þinga um það í Reykjavík, svo að enginn heyri, 19 jarðeigendur lir landinu og 1 húseigandi úr Reykjavík og 6 kon- ungkjörnir menn og Bardcnfleth kammerráð, sem ekki kann íslensku og Melsteð kammerráð sem kann dönsku. (Páll Melsteð amtmaður hafði borið fram afturhaldssamar tillögur*í alþingismálinu, og mun Ilr. P. hafa þótt' hann dansklundað- ur um of), hver ráð leggja eigi stjórnarráðunm í Kaupmannahöfn um landstjórn úti á Islandi, og vjer íslendingar eigum að kalla þingið Alþing“. Ennþá naprari og hárbeittari er þó hnútasvipa Jónasar, er hann sveiflar yfir höfðum þcirra manna, sem klippt höfðu og vængstýft von- ii' hans. Svo hafði hann áður kveð- ið: Ríða skulu rekkar, ráðum land byggja, fólkdjarfir fyrðar til fundar sækja, snarorðir snillingar að stefnu sitja, þjóðkjörin prúðmcnni þingsteinum á. Nú tekur hann sjer í munn hið forna andvarp: Drottinn gaf og drottinn tók. . Og hann yrkir kvæðið „Skræl- ingjagrátur“. Þar er þetta upphaf: Naha, naha! Báglega tókst með Alþing enn, naha, naha, naha! Það eru tómir dauðir menn; naha, naha, nah! Dregur að kosmnguni. ÞÓTT ýmsum góðum mönnum þætti miður hafa til tekist um stof- LESBÓK MORQTJNBLAÐSINS ujarni Þorsteinsson. un alþingis og skipulag, en björt- ustu vonir stóðu til, höfðu íslcnd- ingar fulla ástæðu til að fagna því, sem unnist hafði. Viðurkenning vár fengin á sjerstöðu landsins, og það var ekki lengur drcgið í dilk dönsku amtmanna. Þá mátti og vænta alls góðs af störfum þjóð- fulltrúanna, ef vel tækist til uiti valið. Jóni Sigurðssyni var það ajlra manna Ijósast, h.vcrsu mikið var undir þyí komið, að starfsliæf- ir menn, víðsýnir og stefnufaStir, yrðu kjörnir til þingsetu, svo að góð yrði hin fyrsta ganga Alþingis, „Jcg vona að þú agiterir, bróðir minn ! Það scm þú getur“, skrifar hann Páli Melstcd yngra, „því nú ríður á fyi’sta þinginu. Stjórnín er í spenningu.um það, og allt respekt okkar um. no.kkur ár er byggt á. því“. Sú hafði verið ætlun konungs og . stjórnar, að Alþingi kæmi saman sumarið 1844. Því var öllum sýslu- mönnum s.ent brjef, dagsett 24. mars 1843, þar sem þeir voru skip- aðir kjörstjórar pg svo fyrir mælt, að kosningar færu fram hið allra fyrsta. Stjórnarskriístoíurnar í Kaupmannahöfn og amtmenn á Is- landi voru svo lengi að velkja mál 485 þetta á milli sín, að fyrirmælurn konungs varð ekki framfylgt. Var þá sú ákvörðun tekin, að kosningar færu fram vorið 1844, cn þing skyldi fyrst kvatt til fujidar 1. júlí 1845. Þótti Islendingum mjög fyrir að þessi dráttur skyldi verða, cn fengu ekki við spörnað. Eins og fyrr yar getið, höfðu verið sctt ströng og ófrjáJsleg á- kvæði unr kosningarjett og kjör- gcngi. Jón Sigurðsson hafði þegar getið sjer slíkan orðstír fyrir stjórn málaritgerðir sínar, að flestir töldu hann sjálfsagðan til þingsetu, þótt enn væri hann ungur að aldri, litlu meira en þrítugur. En þar var sá liængur á, að Jón hafði lögum sam- kvæmt hvorki kosningarjett nje kjörgengi. Fasteign átti hann enga. Ilann var fátækur, próflaus sagn- fræðingur, og bækur voru hinn eini veraldlegi auður hans. Þarna kom faðir Jóns, Sigurðpr prófastiu* á llrafnscyri til bjargar og gaf syni sínum cða ánafnaði hluta af jörð- inni Arnardal í Skutulsfirði. Nú gat Jón látið setja sig á kjörskrá vestra, enda gerði hann það. Kemst hann svo að orði í brjefi 15. júní 1843: „Jcg hefi, okkar á milli að segja, hitið setja mig á kjÖrskrám- ar í VcsturamtinU, til að verða kandidat í IsafjarðarsýSlu (þar á jeg jörð, skal jeg segja!) —■ Nú kemur upp á ísfirðinga, hvað þeir segja, en þeir verða liklega svo, hyggnir að vara sig á mjer og velja mig ekki. Jeg verð þá naturligvif} snögglega reiður og þykist þeim of góður“. í öðru brjefi, rituðu nokkru síð- ar, standa þessar línúr: •Ef ísfirðingar kjósa mig, þigg jeg það að \ísu, þó ekki verði kannske neinn íögnuður að, og allra síst fyrir mig. Mjer fannst skylda mín að bjóða mig fram, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.