Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1944, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1944, Page 6
LESBÓK MORÖUNBLAÐSTNS 48fi kœra íiiifi ekki, ]>ó sumir kvnnu að net'na ]>að dramb, eða eigingirni, en kennske ísfirðingar verði forsjálli en jeg, og uni jeg ]>ví einnig. Það þykir mjer alllíklegt, að margt takist ófimlega í fyrstu, en svo fer hvenær sem bvrjað er, og við meg- um ekki óttast það. Okkur fer víst annars ekki ver en öðrum, nema ef svo væri að við værum hræddir við mynd sjálfra vor, er jeg þó vona að ekki verði“. Ekki reyndist síi tilgáta rjett, að Isfirðingar höfnuðu Jóni Sigurðs- syni. hvorki við hinar fyrstu kosn- ingar nje síðar. Stóð hann þó lítt í kosningasnatti fyrir sjálfan sig um dagana, og sat aldrei kjörfund í kjördæmi sínu. Gengið til kosninga. VORIÐ 1844 fóru fram alþingis- kosningar í öllum kjördæmum, hin- ar fyrstu, sem háðar voru á Islandi. Kjördæmin voru tuttugu, Reykja- víkurbær og nítján sýslur. Eins og áður er getið. voru sýslumenn lög- skipaðir kjörstjórar. Kjörfundur skvldi aðeins vera ' einn í hverri sýslu, og áttu amtmenn að finna þeim stað, eftir að hafa ráðfært sig við sýslumenn. Þó var leyfilegt að skipta Skaftafellssýslu í tvær kjör- deildir, vegna þess hve víðáttumik- il hún var og erfið yfirferðar. Víð- ast hvar var hvllst til að hafa -kjör- fundi sem næst miðri sýslu. Þegar komið var á kjörstað og fundartími rann upp, settist sýslu- maður í forsæti og stjórnaði at- liiifn þeirri, sem fram skyldi fara. • Ilóf hann rnáls á því, að lýsa kjör- þing sett um leið og hann las upp konungsbrjef það, sem fvrirskipaði kosningar um land allt. Við þessar fyrstu kosningar og lengi síðan vorU ekki lögð fram nein skrifleg framboð, heldur mátti kjósa til þingfulltrúa hvern þann mann, senij á kjörskrá var í sama amti. Tlitt Þórður Sveinbjörnsson. er þó efalaust. að inenn höt'ðu rætt um þaö heima í kjördæminu, hverj- ir hæfastir mættu teljast til þing- setu, enda mun kosningaáróður jafngamall kosningum. Þeir menn, sem sjerstaklegu hugðu til ]>ing- setu, gátu tilkynnt sýslumanni að, þeir gæfu kost á sjer, eða lýst sjáJf- ir framboði á kjörfundi. Gerðii þetta allmargir þegar við hinar fyrstu kosningar, og hjelst sá hátt- ur óbreyttur að mestu til 1874, að strangari ákvæði voru sett um fram boð. Jafnframt því, sem þingmanna efni lýstu framboðúm, hjeldu þáu oft ræðu og skýrðu þjóðmálastefnu sína. Þegar framboðum hafði verið lýst og umræðum var lokið, gengu menn til kosninga. Fjórir menri) höfðu verið kvaddir í kjörstjórn á- samt sýslumanni, og voru það jöfn- um höndum klerkar og gildir bænd- ur. Settust þeir nú að bórði í fund- arsalnum og höfðu kjörskrána fyrir framan sig. Síðan gengu kjósendur fram fyrir k.jörstjóra, hver af öðr- um, og nefndu hátt og skýrt nafn þess manns, sem þeir vildu kveðja til þingsetu. Einn kjörstjórnar- manna merkti í kjörskrána við nafn þess, senr atkvæði greiddi, en ann- ar færði inn í sjerstaka bók hvern- ig kosningin hafði fallið. Gerði hann það með þeim hætti, að rita ----------------------------------- fyrst nafn kjósanda en síðan þing- mannsefnis ]>ess, sem kosið var. Þessar kjörbækur eru enn til úr flestum kjördæmum, og má því sjá hvaða frambjóðendur liver maður kaus við hinar fvrstu alþingiskosn- ingar hjer á landi. Þegar kosningu var lokið, taldl kjörstjórn saman atkvæðin, færði úrslit inn í gjörðabók og undirrit- aði hana. Síðan voru amtmanni til- kynnt úrslit. Kjörfundurinn á ísafirði. TIL AÐ gefa nokkra freþari hug- mynd um hinar fyrstu alþingis- kosningar og tilhögun þeirra, verð- ur brugðið lijer upp mynd af kjör- fundi á ísafirði, sem haldinn var 13. apríl 1844.* Má ætla, að ýmsum þyki ekki óskemtilegt að heyra frá því sagt, er Jón Sigurðsson var kjör- inn alþingismaðitr í fyrsta sinn. Kjörfundurinn í Isafjarðarsýslu hafði verið boðaður með sex vikna fyrirvara, eins og lögskipað var, og skyldi kjörþing sett á Isafirði 18. apríl. Um 80 menn voru á kjörskrá.- Fleiri fundust ekki í allri sýslunni, sem uppfylltu hin ströngu skilyrði um kosningarjettinn. Á fundinum mættu 52 kjósendur, og verður það að kallast ágæt kjörsó"kn, þegar tek ið er tillit til allrar aðstöðu. Kjör- dæmið var mjög stórt og erfitt yf- ^irferðar, ekki síst snemma vors, áð- ur en snjóa hafði leyst til fulls. Úr sumum þingsóknum komu allir kosningabærir menn, einkum iir nærsveitum Isafjarðar. Þegar vest- ar dró gerðist kjörsóknin dræmari. Fáir komu úr Auðkúluhreppi, fæð- ingarsveit Jóns Sigurðssonar. Vant- aði auk annarra, sjera Sigurð á Ilrafnseyri, föður Jóns. Sýslumaður ísfirðinga var um þessar mundir Þorkell Gunnlaugs- son. Hann var frá Ríp í Hegranesi, sonur sjera Gunnlaugs Magnússon- Sjá ennfremur Blöndu VIT, 4.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.