Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1944, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1944, Blaðsíða 8
488 ' LESBÓK MORGfUNBLAÐSlNS ÞEGAR LOUISIANA VAR KEYPT Eftir Edwin Muller Sögulegar tilviljanir, metnaður Napóleons til heimsyfirráða, djörf- ung amerísks sendiherra — árangur: Hið vestræna heimsveldi Bandaríkjanna. 15 miljón dollara áhætta Livingstons færði Bandaríkjunum: Landsvæði, sem er fjórum sinnum stærra en Frakkland, og þar sem nú búa 18 milj- ónir Ameríkumanna. Þetta geysi landflæmi framleiðir árlega 3.000.000 baðmullarstranga, IV2 miljarð skeppur af hveiti og korni, 4 miljón tunnur af olíu og málmi, sem eru 840 miljón dollara virði. Svínastofn 0g nautpeningur þar er 2 miljón dollara virði. Ársframleiðsla aðalborgar- innar, St. Louis nemur 1.000.000.000 dollurum. LOÚISIANA-KAUPIN breyttu þriðja flokks þjóð, sem barðist í bökkum, í voldugt meginlandsstór- vcldi. Þó voru þau ekki árangur ráðagerða eða framsýnnar stjórn- kænsku. Þau gerðust vegna óvæntr- ar en farsællar tilviljunar, sem hag- nýtt var með djarflcgri ákvörðun manns, scm sagan hefir næstum gleymt. Engan .mun liat'a grimað, að llobert Livingston væri líklegur til djarflegra framkvæmda. Hann var talinn maður varfærinn og at- hugull. Ferill hans á Bandaríkja- þingi bar vott um vandvirkni og heiðarleik, cn var aldrei framúr- skarandi. Árið 1801 gerði Thomas Jeffer- son, þáverandi Bandaríkjaforseti, liann að sendiherra í Frakklandi. Illutverk hans nnin fvrst og fremst hafa verið að iunheimta fjárhæðir, sem Frakkar skulduðu Bandaríkja- mönnum. í Napoleonsstyrjöldunum Iiöfðu Frakkar ráðist á skip þcirra, og hcrnumið varning. En síðan hafði sambúðin batnað og líkur virtust tit þess, að takast mætti að fá tjón það, seni skipa- cigendur hbfðu beðið, bætt að nokkur. Livingston var íalið að leysa það hlutvcrk af hcndi. Hann tók sjer bólfestu í látlaus- um vistarvcrum við Rue C'haussée d’Antin, og hugðist taka til starfa. Há maður, sem hann átti að skipta við, var utanríkisráðherra Napólc- ons, hinn háli og slægvitri Talleyr- and. Ilann var of sleipur fyrir þenn an samviskusama Ameríkumann. Hvenær sem Livingston reyndiaðná tökum á honum, slapp liann úr hönd iim hans eins og áll. Það stóð Liv- íngston ennfremur fyrir þrifum, að, kunnátta hans í frönsku var næsta óíullkomin. Mánuðirnir liðu, en Livingston var engu nær takmark- inu. Vonsvikinn, skrifaði hann brjef til Jeffersons, þar sem hann sagði meðal annars: „Mjcr virðist lítil þörf fyrir sendihcrra hjer“. En skyndilega tóku að gerast at- burðir, sem voru miklu þýðingar- meiri en innhéimtur krafna. En til þess að skilja þá, verðum við að hverfa í bili frá Pai-ís og vestur í íjallabyggðir Norður-Ameríku. Vestan við Alleghanjr-fjöll bjó ]iegar um hálf miljón Ameríku- manna. Þa r voru komnir á fastir þjóðfjeíagshættir, en tilvera íbú- anna þar, byggðist algerlega á við- skiptum þeirra við hinn hluta lands ins — og umheiminn. Þjóðvegir voru enn mjög ófullkomnir. En náttúran hafði sjeð fyrir aíbrags samgönguleiðum, þar sem voru hið, skolgráa Ohio-fljót og hin breiða Mississippi. „Old Man River (Miss- issippi) var lífæð Vestursins. Öll áin var frjáls frumbyggjun- um — nema mynni hennar. Spán- verjar áttu e,kki einungis hinar geysimiklu yíðlendur handan árinn- ar ofanverðrar, heldur áttu þeir lönd að hcnni beggja vegna við Neiv Orleans. Frá Madrid stjórnaði hinn veik- geðja Don Carlos IV, að nafninu til, voldugasta ríki veraldar, en enginn tók vérulega mark á honum. Enda voru Vestmenn ekki í neinum vand- ræðum með að semja við hann um, MississippimynniÖ. í New Orleansi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.