Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1944, Page 14
494
•'í' LESBÓK MOKCíUNBLAÐSINS
0 Í//
(y' (7efferion:
s»
maíaya
Draugurinn við vatnið
I’AÐ VAR i’arið að bregða birtu,
er jeg klöngraðist niður götuslóð-
ann, sem lá eftir fjallshlíðinni nið-
ur að vqininu. .Teg hraðaði förinni,
])ví að ennþá átti jeg ófarna hálfa
mílu vegar meðfram vatninu að
gistihúsinu. Jeg staðnæmdist skyndi
lega, er jeg beygði fyrir klettasnös
og leit lyngt og þögult vatnið fram-
undan. Það hafði verið blátt, cr jeg
horfði á það fyrir hálfum tíma,
en nú var það orðið grátt, og brátt
yrði það svart Mjer varð bilt við,
því að það sem jeg sá. kom alvcg
flatt upp á mig. llár rauðhærður
náungi stóð á vatnsbakkanum með
veiðistöng milli handanna.
Mjer er það kunnugt, af gamalli
reynslu, að áhugasamir veiðimcnn
skeyta lítt um tímann, og þcssvogna
var jeg ekki liissa á því, þótt mað-
urinn væri þarna að veiðum á þess-
um tíma dags. Það, sem vakti undr-
un mína var í fyrsta lagi það, að
þegar jeg lagði í fjallgönguna um
morguninn frá gistihúsinu, var jeg
eini gesturinn, og að því er jeg best
vissi var ekkert gistihús eða manna
bygð yfirleitt í hjerum bil þriggja
mílna fjarlægð. 1 öðru lagi var
veiðitíminn fyrir löngu um garð
genginn, og að lokum var mjer full-
vel kunnugt um það, að ekki hafði
orðið fiskjar vart í vatniuu síðustu
tiu árin að minnsta kosti. Jeg hafði
áður dvalið á þessum slóðum í
sumarleyfinu mínu, og eftir að hafa
reynt sjálfur að veiða í vatninu,
var mjer sagt hvemig sakir stóðu.
Nokkur andartök virti jeg veiði-
mannin.n forvitnisisgri íjTÍr mj6r
Veiðimenn hafa ætíð mikil áhrif
hverjir á aðra. Jeg hlustaði hug-
fanginn á daufan þyt línunnar, og
skvampið, þegar öngullinn snart
vatnsskorpuna — ]>að var ekki ó-
svipað gömlu og gleymdu lagi —
✓ og marrið og skrjáfið í gúmmístíg-
vjelunum hans. Ilann notaði fallcga
flugu, en hringirnir á vatninu stöf-
uðu af stönginni hans, og enginn
fiskur kom í ljós í þessum fallegu,
víkkandj hringjum. Það var tálvon
að ætla sjer að veiða í soðið á
þessum slóðum. Jæja, jeg mátti
engan tíma missa og mjer fannst
það siðferðisleg skylda mín að
koma í veg fyrir, að þessi veiðimað-
ur sóaði meiri tíma til cinskis.
.„Gott kvöld“, sagði jeg.
Hann tók ekki cftir mjer. Hann
var of niðursokkinu í vciðiskapinn.
,/íott kvöld“, sagði jeg aftur og
Jia’kkaði róminn.
Iíann leit upp. I rökkrinu fannst
mjer augu lians hclst líkjast fisk-
augum. Mjer flaug í hug, að sagt
er, að ökumenn líkist hestunum
sínum.
„Hafið þjer“, sagði jeg, „nokk-
urn tíma heyrt söguna um blinda
manninn, sem fór inn í dimmt hér-
bergi, til þess að leita að svörtum
ketti, sem Arar þar ekki?“
Mjer Jjek hugur á að vita, hverju
hann myndi svara. Jeg hefi þann
leiða vana að reyna að vera fyndr
inn, án þess að hafa nokkra vissu
fyrir því, hvernig tekið verður í
það. Mjer til hugarljettis -— því að
andartak vaknaði efi í hnga mjer,
er þessi fiskiaugu störðu á mig —
móðgaðist hann ekkr.
„Jeg hefi heyrt marga hiuti,
herra minn“, svaraði hann gcðfelld
um rómi, „en þetta hefi jeg aldrei
heyrt áður“.
„Jæja, þjer minnið mig dálítið
á hana“, sagði jeg. „Þjer cruð ]>ó
ekki blindur, en það er tekið að
dimrna, og þjer eruð að reyna að
veiða silung, scm ckki er til“.
Ilann brosti að mjer umburðar-
lyndur á svip og snjeri sjcr frá,
mjer nokkur andartök. Það þaut í
línunni og flugan snart vatnsskorp-
una með skvampi. Yið horfðum
báðir á hringina, sem komu á vatns
flötinn. Síðan snjeri hann sjer að
mjer.
„Eruð þjcr vissir um það“,
spurði hann.
„Já, jeg vcit það“, svaraði jeg.
„Það liefir cnginn fiskur verið í
þessu vatni um tíu ára skeið. Mjer
skilst, að það standi í einhverju
sambandi við koparnámur. Sjáið
þjer!“ Jeg benti yfir um vatnið.
Það grilti þar í óreglulega þyrp-
ingu hrörnandi kofa — dyralausra,
gluggalausra og yfirgefinna. „Þarna
bjuggu námuincnnirnir, en nú eru
þessi lireysi auð og tóm eins og
vatnið sjálft“.
Veiðimaðurinn leit upp og starði
yfir vatnið á gömlu og úr sjer
gcngnu hrcysin. Það var citthvað
cinkennilegt við svip hans. Jeg fór
að sjá eftir að hafa staðnæmst hjá
þessum manni og yrt á hann. Jeg
leit á armbandsúrið mitt og sá að
tekið var að glampa af íosfornum.
„Þjer erum vissir um að kofarn-
ir sjeu tórnir ?" sagði hann.
H-' að ba ’ Auðvitgð eru þeir
það!“ hrópaði jeg undrandi.