Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 109 reynast lijer á landi þar seni bygð- in dregst saman. Bitlag skepna er mjög misjaínt og þvi hentugt að beita ekki altaf sömu tegund búpenings á sama land, sje ræktað land notað til beitar. Búskapur í sveitum vorum hefir verið altof einhæfur. Nautgripa- rækt, sauðfjárrækt, svínarækt, ali- fuglarækt og e. t. v. loðdýrarækt þurfa að haldast í hendur og styðja hvort annað. Ræktun landsins má ekki ein- skorðast við grasrækt, heldur byggjast einnig og cngu síður á kornrækt og garðrækt. Búskapur^ sem þannig yrði rek- inn og jafnfram notaði sameigin- lega stórvirkar nýtísku jarðvinnslu- vjelar getur orðið arðvænlegur at- vinnuvegur og samkeppnisfær við önnur lönd. Eigi að reisa nýjar borgir eða bæi, cr framtíð þeirra öll komin undir atvinnuskilyrðum og þess vegna hefir mjer orðið tiðrætt um þau. En eins og að framan er sagt, verður vel sjeð fyrir atvinnuvegum bæjarbúa í hinum væntanlegu heitu sveita-borgum og hinar litlu þaul- ræktuðu jarðir umhverfis þær munu verða eftirsóttustu jarðir þessa lands. En búskapur ekki síst h.jer á landi krefst atorku, fyrirhyggju og dugnaðar. £ EIGI EJÖLÞÆTTUR búskapur að blessast krefst hann einnig mik illar þekkmgar, fullkominnar þekk- við. I nútíma atvinnulífi er þekk- ingar á hverri grein sem fengist er ingin frumskilyrði. Að ráðast í nýja atvinnugrein án hennar er svipað og ætla sjer að gera út án veiðar- íæra. En einmitt á þessu skeri hefir mörg góð tilraun hjá íslenskum bændum strandað. ilinar heitu bændaborgir eiga að hafa í þjónustu sinni hina færustu fagmenn í hverri grein, svo að eng- in byrjunarmistök og fjársóun í vanþekkingu þurfi að eiga sjer stað. En enginn skyldi þó ætla sjer að verða bóndi hjer á landi, jafnvel ekki í hinum heitu hjeruðum, nema liann geri það af ást og trú á land- inu og með þeirri sannfæringu að íslenskur landbúnaður eigi sjer glæsilega framtíð. Þó vafalaust megi telja að sam- bygð í sumum sveitum landsins cigi hjer mikla framtíð og hljóti að rísa bráðlega, þá er hitt þó hin mesta firra að ætla að aðr- ar sveitir landsins eigi að leggjast í auðn. Svo margir bændur unna sveitum sínum svo, að slíkt er með öllu ó- hugsandi. Slíkt getur.engum til hug ar komið öðrum en þeim, sem aldrei hafa í sveit dvalið og ekki þekkja fegurð og heiði islenskra sveita- bvgða og seiðmagn það sem með þeim býr. Það verða altaí dugmiklir menn, og konur með þjóðinni, sem elska frjálsræði hinna dreifðu býla, menn sem krefjast meira andrúmslofts og svigrúms en hin samþjappaða bvgð getur vcitt. Þess vegna óttast jeg ekki að hin farnfrægu sveitabýll vor leggist í auðn, heldur eigi þau eftir að1 blómgast og verða að þeim óðals- setrum sem i framtíðinni verði hornstólpar undir sveitamenningu landsins, eins og bestu sveitabýlin voru fram á síðustu öld. a\!/> Litill drengur skýrði óþolinmæði a þennan hátt: — Það er maður, sem er að flýta sjer að bíða. 60 ára: GÍSLI ÖLAFSSO^ fra Eiríksstöðum • ' •. -r * Ljóða gandinn legg jeg við ljetti handaverki til að vanda vini lið .vegs .um landamerki. Eftir sprettið fjaðra flug fer jeg ljett af baki .til að rjetta heilan hug handar þjettu taki. Sextugum kalli sest jeg hjá syni fjalla-vaka. Get jeg valla varist þá . visnaspjall að 'taka. Ungan bló við huga þinn hörpu gróið cngi. — „Kónguló" og „Lækurinn" leika á frjóva strengi. Hróðrar spretti hleypa á .huga ljetti og sporin. Ljóðin fljetta, Lipurtá ljós en glettu borin. % Til að hylla fagurt fljóð, frónska villu lægja, oft va.r, Gilli, ástar Ijóð ort. á niilli bæja.. Hvort sem þjóðin gerir gild granna bróðurparta — okkar ljóðin litlu, skyld, leita að móður hjarta. Bragar stalla stiklir þú. stuðla falla hljóðin. Syng þó halli sumri nú sélar valla óðinn. Ejáimar fra Hofi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.