Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS llfí Um sjera Björn í Sauðlauksdal — Eftir S. K. Steindórs — Ekki er neitt kynlegt við það, J>6 Sauðlauksdals heimilið, með slíkri stjórn og starfsemi utan húss og innan, efnaðist hrátt. Enda scgir sjera Bj. Þorgr.: „En af dugnaði og kænsku við búsýslan og aldingarðs- yrkju, hvað síðasttalið hann sjálf- krafa setti á stofn, fók hagur hans skjótum framförum. Braust (hann) á móti inngrónum alþýðufordómi, með að hagnýta til mannfæðis margskonar matjurtir, að loflegu dæmi annara þjóða. — Enda varði hann til þess bæði eigin ö'rviðis- sveita og töluverðum kostnaði". Sjera Björn verður að teljast alveg einstæður brautryðjandi í búskaparháttum, hjer á landi á þessum tíma. IUaut hann að laun- um öfund og illmæli, frá sumum þeim mönnum, sem heldur kusu að sitja auðum höndum, eða „dorga dáðlaust upp við sand“. Áreiðan- legt er þó að ýmsir tóku hann sjer til fyrirmyndar. Þannig bendir hinn mæti fræðimaður, Þorsteinn sýslumaður Þorsteinsson, í riti sínu: „Landbúnaður í Dalasýslu og á Snæfellsnesi", á, að upptökin að hin um enganveginn ómerkilegu rækt- unartilraunum. sjera Jóns á Ball- ará, hafi átt upphaf sitt hjá sjera Birni. Líklegt þætti mjer og, að spor hinna miklu búnaðarfram- kvæmda Magnúsar sýslum. Ketils- sonar, mætti einnig rekja til Sauð- lauksdals. Þó Þorsteinn sýslum. vilji ekki við það kannast, í Æfi- sögu M. Ket. Því er Magnús flytst til Búðardals 1762, en þá má segja að biinaðarathafnir hans hefjist, — var sjera Björn búinn að reka hin- ar margháttuðustu búnaðarfram- Onnur grein kvæmdir í 8—9 ár. Fer naumast hjá því, þó allmikil fjarlægð væri á milli, að jafn mikilhæfvrr og glöggur maður, sem Magnús var, hafi fylgst með og geffð 'gtfum, ]>ví sem til góðra nýunga mátti telja, og að hann hafi viljað hag- nýta reynslu annara. Þannig lögðu þeir báðir stund á túnasljettun, sem mun hafa verið al^jör nýung á þeim tíma, að vísu nteð mjög seinvirkum og frumstæðum aðferð- um, sem sjera Björn lýsir í ,,'Atla“. Sæmundur Eyjólfsson segir svo um garðyrkju sjera Björns: „Marg- ir góðir menn hafa unnið. garð- vrkjunni til eflingar hjer á landi, en enginn þeirra jafnast þó við Björn Iíalldórsson. Hann er ágæt- astur allra garðyrkjumanna er ver- ið hafa hjer á landi. Öll garðyrkja mátti heita óreynd, þá er hann kom til sögunnar, og þó hefir líklega enginn ræktað fleiri matjurtir en hann, og enginn gert jafnmargar og rækilegar tilraunir um það, er áður var óreynt í þessum efnum“. — En Þorv. Thor. segir í íslands- lýsingu sinni: „Langmestur garð- yrkjumaður á 18. öld var Björn próf. Halldórsson í Sauðlauksdal. Hann gróðursetti fyrstur kartöflur á íslandi, ræktaði margskonar mat- jnrtir og gjörði ýmsar tilraunir til trjeplöntunar, ritaði margt um garðrækt og búfræði og var hinn riiesti nytsemdar- og sómamaður í hvívetna*{. Eyrsta tilraun til kartöflurækt- unar á Norðurlöndum var gerð í Danmörku árið 1719, en fór að mestu út um þúfur, og ekki nær kartöfluræktin þar útbreiðslu svo teljandi sje, fyrr en á árunum 1760 —60. l’m Noreg fór þó útbreiðsla þeirra enn hægara. ÞaAnig voru kartöflur fyrst ræktaðar á Háloga- landi árið 1774, eða 2!í árumi' srðar en hjer' á landi, og ekki kornust þær norður til Lofoten fvrr en um alda* mótin 1800. Það var fyrst eftir að menn komust upp á lagið með að fara að brugga tir þeim brennivín, að útbrejðsla þeirra fór að verða örari. Lengi vel hafði fólk hjer á landi eins og annarsstaðar, megn- asta ógeð á því að borða kartöflur, taldi þær af djöfullegum uppruna, þar sem þær yxu við rótina, niður í myrkri moldnrinnar. Mun ekkj ýkjalangt síðan sií hjervilla er með öllu útdauð. Sjera Bjöm vildi rejma hvort þessi „nytsami jarðarávöxtur gæti þrifist hjer á landi“. Fjekk hann því senda eina „skeppir“ (skeppa er að rúmmáli 1/g úr tunnu) af kart* öflum frá Kaupm.höfn árið 1759. Þær komu þo ekki hingað til lands- ins fyrr en 6. ágúst, þá um sumarið. Höfðu þær verið á þilfari skipsins á leiðinni og orðið sjóblautar. Þýð- ingarlanst hefir sjera Björn talið, að setja kartöflurnar í garð, er svo var orðið áliðið sumars, en ljet þær í stórt ílát, og huldi moldu, fjekk hann svo um haustið „örlítil kart- öflu-ber“. Eannast þar að mjór er mikils vísir, því næsta vor setti hann kartöfluberin frá árinu áður niður, og fjekk vel þroskaðar kartöflur haustið 1760. Síðan munu þær hafa átt heimkynni hjer á landi, þó ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.