Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 1
8. tölublað. Sunnudagur 25. febrúar 1945 XX árgangur. W*foldarpr«rtwbtf|p Wd ^JJanneó (juLmunJóóon, lœlmir, óLripar um fram tíLaJij^L i/u\ Iwemávœki, f)ar óem Lann viíl aL riói HEITAR BORGIR SÍÐLA VETRAR, fyrir 20 árum, kom jeg í vitjun að litlum snotrum híp í Biskupstungunum. Þar hefir verið búið frá landnámstíð. Bæiinn var lítil gömul torfbygging með timburþili. Baðstofan var lijört og hreinleg og hin vistlegasta, en frost var úti og hálfkulnuð glóðin í litla ofninum nægði varla til að draga \ár sárasta kuldanum. Eldsneyti var ekki annað til á bænum en sauða- tað og víst af skornum skamti. Jeg hafði því skamma stund setið áður en mjer var orðið hrollkalt. Þegar jeg hafði lokið erindi mínu varð mjer gengiö nokkur skref frá bæn- um. Rjett fyrir framan bæjarhlað- ið tók við snarbrött brekka 50—100 metra löng, en fyrir neðan hana breiddi úr sjer sljettlendi, sem var sveipað gufuhjúp. Þegar nánar var að gáð sást að sjóðandi vatn vall þarna upp úr ótal hverum, stórum og smáum, en á milli þeirra hlykkj- aði sig heitur lækur. sem rann í hægðum sínum niður eftir sljett- lendinu. Upp úr bugðóttum lækn- um lagði hvítan gufumökk, eins og til að benda mönnum enn áþreifan- legra á að þama rynni hitinn á burt. En uppi á brekkunni sat heima- fólkið með frostnbólgnar hendur við vinnu í kaldri baðstofunni. Og þannig hafði þetta verið frá landnámstíð. Ekki einungis á þess- um bæ, heldur mn land alt. Þjóðin hefir soltið. Hún hefir króknað úr kulda og setið í myrkri, Gata í fyrirmyndar sveitabæ í Englandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.