Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 13
LESP.ÓK MORGUNBLAÐSINS 117 \ Rithönd sjera Björns Halldórssonar. Vit- undarvottar á skjal- inu Eggert. ólafsson og Davíð Skefing. Jiana< oTDccbí^--------------- .ertvt.ri.tt c J>oa9^ matjurtagarðana er þeir þurftu vökvunar við, svo og á túnið, er þurfa þótti. Einnig vöru settar stíflur í lækinn, með þar til gerðum. þróm, og voru sumar þrærnar fyrir neysluvatn, aðrar til þvotta, en. sumar til að geyma í lifandi sil- ung, bæði til gamdns og gagns, ef skjótt þurfti á að halda til mat- argerðar. En þar sem lækurinn rann næst fjárhúsunum, var hygt brunn- hús, til að brynna í fjenaðinum. ITöfðu slíkar vatnsveitur ekki þekst síðan í fornöld. Til að vernda túnið fvrir átroðn- ingi og hrossatraðki, ljet sjera Björn byggja tröð ofan túnið niður að vatninu, var það mikið mann- virki, þar sem t.röðin var 100 faðma löng og 5 faðmar á breidd en 4 álnir á dýpt, og var hún hlaðin að innan úr grashnausum, en garð- lag hlaðið ofaná til beggja hliða. Þessari nýbreytni var ekki tekið vel af sóknarmönnum, sem hafa hugsað líkt og maðurinn, sem taldi gólfið fullgott til að hrækja á. Ein var sú nýbreytni sjera Björns, að hann fór að láta nota færi-kvíar og hafði þær á túninu þar sem iippræta þurfti mosa. Hænsnarækt var einnig í Sauðlauksdal, sem mun þá hafa verið fremur fátíð hjer á landi. Sjera Björn hvatti bændur til að bera miklu betur á tvinin, en gert var, enda ætlaðist hann til þess að eyrisvöllur (dagslátta) gæfi af sjer kýrfóður af töðu. Þorv. Thor. segir að á 18. öld, hafi túnrækt verið í mestu niðurníðslu, og litlar líkur sjen fyrir því að aðrir en sjera Björn hafi haft tún sín í svo góðri rækt. - ‘ Á þessum tíma, og reyndar bæði fyrr og síðar, var sú arga siðvenja, mjög tíðkuð, að setja bvvfjenað, að meira eða minna leydi, á „Guð og gaddinn^ eins og það var kallað, urðu því oft vanhöld mikil en arð- ur lítill. Skoðun sjera Björns var mjög á öndverðum meið, við ríkj- andi hugsunarhátt, því hann vildi láta fóðra gripi vel, þá væri arðs vonin vissust. Er fróðlegt að gera samanburð á kýrfóðursáætlunum, þriggja manna sem fulltrúum 3ja alda. Sjera Björn (d. 1704) telur hæfilegt kýrfóður af góðri töðu, 3120 kg. Stefán amtmaður Þórar- insson (d. 1823) áætlar 2800 kg. En hinn hagsýni og landskunni sómamaður Eiríkur próf. Briem á- ætlar kýrfóður 3000 kg. — Gefur þetta einnig nokkurra hugmynd um sjera Björn. Ýmsum kynni nú, er hjer er kom- ið máli, að detta í hug, að sjera Björn, maður sem átti í jafnmiklu veraldar-vafstri, muni hafa verið tómlátur við prestsstörf sín. En svo var þó ekki, því hann var með afbrigðum skyddurækinn.— Sjera Björn Þorgrímsson, sem er hin trúverðugasta samtíðarheimild, um það er varðar sjera Björn Hall- dórson, segir: „Hann var alla æfi sína trúrækinn maður, vandlátur að Guðþjónustugerð og helgihaldi. —- ITversdagslega heima átti hann vanda til, meðan hann var vegskygn árla morguns að vitja kirkju. til heimulegra bænagei’ða. — 1 embætt isverkum ölliuu var hann árvakur, reglubundinn og uppfræðingarrík- ur“. —- Ennfremur: „Hann:iljet| aldrei embættisþjónustu .og- lær' dómsiðkanir hjá líða“. —En Egg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.