Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 7
LESBÓK M0IW3UNBLAÐSINS 111 orðfullu, lögfullu og lögmáli rjettu. Iljermeð fyrirbýð jeg hverjum ein- um leiguliða, sem býr á Vestur- Dyrhólum að ljá, leigselja eða líða nokkra þá briikun á þeim leigu- jörðum sem þráttgreindri eign má, eður kann verða til fordjörfunar og skaða nema þeir vilji sjálfir taka tilbærilegan skaða í heimgalla eftir því er þeir sig undirkastað hafa í sínum byggingarbrjefum en jeg áminni þá og tilsegi að ])eir brúki þá lambauppreksturstiltölu er Vesturhúsum ber í Koltungum og geldsauðagöngu í lleiðarlandi, að slík ífök ei undanfalli hvar hjá þeir vita sínar skyldur um fjallgöngurog sjer hvað það sem greina ítök þar lögformlega. Þessu til staðfestu er mitt undir- skrifað nafn Jón Steingrímson. Upplesið fyrir rjetti að Dyrhólum dag 2. júní 1762. L. Guðmundsson. Þessi Lögfesta sýnir, að ræki- lega hefur jörðinni verið skilað í hendur stjúpdótturinnar Karítasar. Þessi Karítas Jónsdóttir giftist Þorsteini Eyjólfssyni og bjuggu þau á parti úr Vesturhusum — Vatnsskarðshólum, og urðu kynsæl með afbrigðum. Ihin dó 1790, og börn þeirra Þorsteins og Karítasar voru 7 dætur og 2 synir, sem upp- uxu og miklar ættir stafa frá —* Meðal þeirra var Þorsteinn Þor- steinsson bóndi á Dyrhólum og síð- ast á Eystri- Sólheimum. Iíann átti Elínu Jónsdóttur bónda á Hvoli EyjólfssOnar — þau bræðraböm — Meðal barna þeirra, sem voru 9 og öll komust til manns og urðu kjm- sæl, var Elín Þorsteinsdóttir, áttj Árna bónda Hjartarson Loftssonar Ólafssonar, og bjuggu þau á Dyr- hólum fram um 1867—’68. — Þá bjó Elín á Dyrhólum ekkja, er manntapinn. mikli varð við Dy-r- hólaey á Góuþrælinn 1871. — Misti hún þá son sinn Friðrik. — En árið 1872 tekur sonur hennar Þor- seinn Hjörtur Ámason, — við búi á Dyrhólum og gekk að eiga Matt- hildi Guðmundsdóttur. Bræður Þor- steins Hjartar vorxx Einar bóndi í Holti í Mýrdal og Jón bóndi í Eyjarhólum, hinir einstöku dugn- aðarbændur og einarðir. — En svst- ir þeiri'a var Elín síðari kona Árna Gíslasonar sýslum. i Skafafellss. — (fleiri voiai systur hans), Þorsteinit Hjörtur og Matthildur bjuggu höfð- inglega á Dyrhólum. Var Þorsteinn hreppstjóri 1888—1905 í Dyrhóla- hreppi — og formaður mörg ár í Dyrhólahöfn, byggingamaður hinn besti og húsaði Dyrhólabæ, svo til fyrirmyndar var — að öllu leyti var hann hirðumaðui' og prúðmenni í allri framgöngu og búsháttum — og var oft jafnað til snyrtimennsku hans, um þá hluti er vel voru hirtir. — Ilið sama hússtjórnarorð lá á Matthildi og gegndi hún lengi Ijós- móðurstörfum í Dyrhólahreppi. — Skaphrein var hún og djarfmann- leg, svo að til hennar báru margir traust. Þessi Dyrhólahjón prýddu ábýli sitt á allan hátt, eftir við- eigandi sveitarbrag. — Og þegar þau fluttu þaðan 1905, var jörðin í hinu mesta áliti. En þá voru börn þeirra flutt í burtu, 5 dætur og 1 sonur, og höfðu öll fæðst og upp- fóstrast á Dyrhólum, svo ættaróðal- ið var þeim einskonar helgidómvir. En ábúandi gerðist þar þá Stefán læknir Gíslason og frú Anna Jóns- dóttir kona hans. — Og var það áhugamál Dyrhólafjölskyldunnar að láta jörðina í hendur þeim höfð- ingshjónum, sem og líka sátu jörð- ina mpð sóma. — Nú hafa Dyrhól- ar aftur komist í ábúð Þorsteins- ættar og Karítasar, og þó breyting- ar hafi ýmsar orðið af ágangi sands við brugðið, og öllu vel í la-gi hald- ið af ábúandanum. þar, er jörðin þó talin hin besta og happasamasta. Og fegurð þar Dyrhólar (Vesturhús), er nú gefin Dyrhólahreppi, til ævarandi eignar; til stuðnings og hvata þeim hreppsbúum; sem framtak hafa í skógrækt, blómarækt og þá að öðru leyti vernda og prýða ábýlis- jarðir sínar. — Þannig er lífrænn minnisvarði, reistur Dyrhólaættinnl fornu, og framtaksmerki hinum yngri. — Árið 1853, hinn 23. s.d. eftir Tríni tatis, varð Hjörtur Loftsson bráð- kvaddur i Dyrhólakirkju. Hjörtur var forsöngvari og 84 ára gamail. Þegar hann var að syngja síðasta versið í útgöngusálmi eftir messu, hnje hann örendur ofan á grát- urnar. — Hann hafði verið hinn mætasti maður og mikill bóndi. Sonur Iljartar var Árni bóndi á Dyrhólum, og sonur Árna Þorsteinn Iljörtur, sem umrætt minningar- merki er í'eist (þ. er sjóður). Væri þess að vænta, að fyrsta verk þessa skógræktarsjóðs yrði, að gróður- setja reynitrje á leiði Hjartar og annara eldri Dyrhælinga í forna Dyrhólakirkjugarði. Samkvæmt stofnskrá s.jóðsins, er forysta hans nú í höndum hrepps- nefndar Dyrhólahrepps, og oddviti hreppsins fyrsti stjórnandi. — Á hreppsnefndarfundi nýliðnum, var og um hann rætt — og minnst á marga þá hluti, sem til forýstu og fyrirmyndar voru hjá þeim Þor- steini Hirti og Matthildi Guðmunds dóttur, meðan hann var hreppstjóri og hún ljósmóðir í Dyrhólahreppi. Ákvað svo hreppsnefndin að tjá þessum Dyrliólasystkinum bestu þakkir fyrir gjöfina, votta samúð með minningu foreklra þeirra, hinna virðulegu Dvrhólahjóna —■ Framh. á bls. 120.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.